22 október 2007

BASEBALL BRJÁLUÐ BOSTON!

YEAH BABY!
Það er allt gjörsamlega að verða vitlaust hérna í Boston... 3 ungir drengir voru rétt í þessu að hlaupa fram hjá húsinu mínu með pottlok og sleif... annar stór hópur hlaupandi öskrandi eins og vitleysingar og lætin frá Fenway Park heyrðust alla leið hingað sem og lætin í öllum þyrlunum sem sveima hérna yfir... :)
Boston Red Sox urðu rétt í þessu American League meistarar og eru á leiðinni í World Series og að sjálfsögðu ætlum við að vinna það líka! Þetta var magnaður leikur og við gjöööörsamlega rústuðum þeim :) Jon vinur minn í skólanum er búinn að kenna mér svo mikið í baseball að ég er orðinn algjör sérfræðingur og finnst hrikalega gaman að fylgjast með þessu... Við Rebecca erum meira að segja strax búnar að skipuleggja að fara á einhvern sportklúbb á miðvikudagskvöldið eftir tíma og horfa á fyrsta leikinn í World Series...
Jamm ég vildi bara láta vita.. var að horfa á leikinn með öðru (báðum) á meðan ég var að læra undir prófið... :) Ætla að halda áfram...
Það eru 1200 lögreglumenn fyrir utan Fenway Park og það er allt troðið... og samt er nánast enginn farinn af vellinum því leikmennirnir eru á leiðinni aftur út á völlinn eftir kampavínsbað í búningsherberginu... Úff eins gott að maður er ekki þarna.. það verður mikið fjör þegar 30þús manns bætast við út á götu! :)
Bið að heilsa í bili, LGG

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Mér finnst líka ógó gaman að fylgjast með þessu :)

22:40  

Skrifa ummæli

<< Home