15 janúar 2006

Gloss í rauðvíni og týnd Hrönn!!

Jáhá.. eins og Unnur Stella benti réttilega á þá eru myndirnar úr partýinu ekki komnar inn... Skrifum það á tæknilega örðugleika... því það hljómar miklu betur heldur en að segja að ég hef bara hreinlega ekki komist í það að setja þær inn. En þær verða án efa komnar mjöööög fljótlega inn á myndasvæðið mitt góða.
Annars átti ég hrikalega skemmtilegt kvöld á föstudagskvöldið.
Ég og Nína skelltum okkur í heimsókn til Döggu sætu þar sem við elduðum ótrúlega góðan og girnilegan mat. Yfirkokkurinn Betty stóð sig með prýði! Síðan var horft á IDOL meðan við borðuðum ljúffengan kjúkling í tikkamasala með nanbrauði, salati og öðru góðgæti. Þetta var án efa besti idolþátturinn hingað til þar sem okkar manneskja, Elfa Björk, vann með yfirburðum.
Enda held ég að ég hafi kosið ... aðeins ... of ... oft... En það er bara allt í lagi.. mæli með því að þið fylgist vel með henni Elfu. Eftir að Idolinu lauk hófst mikið kjaftarí.. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og þá bar hæst sagan góða frá reunion-inu í Chicago sem Dagga fór í.. að hitta krakkana sem hún var með í bekk 1758 f. Krist.. Hún er orðin svo helvíti gömul skvísan. Þá gerðist líka þetta fynda atriði og ég hef sjaldan hlegið jafn mikið... Má segja sem svo að við þrjár höfum fundið vel til í maganum í langan tíma á eftir! Ástæða hlátursins.. Gloss í Rauðvíni!!
Eftir mikið grín og glens hófst hin þriggja tíma bið eftir Hrönn Ámunda!
Vil ég hér með lýsa eftir Hrönn, sem er lágvaxin og myndarleg ung kona með fallegt rautt sítt hár! Það hefur ekki frést af henni síðan á föstudaginn.. Síðast sást til hennar vera að reyna að ná úrslitum idolsins á Stöð2 + í 108 Reykjavík. Viljum við biðja hana um að gefa sig fram hið snarasta og allir þeir sem hafa orðið varir við ferðir hennar eru vinsamlega beðnir um að láta undirritaða vita.
Við Nína og Dagga létum hins vegar deigan ekki síga og skelltum okkur í Trivial. Nína sigraði með naumindum eftir u.þ.b. 4 klst spil og vorum við Dagga rétt á hælunum á henni.. Við skulum a.m.k. segja að Ólafur Stefánsson handboltasnillingur með meiru hafi ekki verið vinsælasti maðurinn á svæðinu!!!

Takk fyrir frábært kvöld stelpur og gerum þetta sem fyrst aftur!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Já takk fyrir gott kvöld ... mikið hlegið og haft miklar áhyggjur af henni Hrönn!! Sagan hennar Döggu var góð með Chicago ferð sína, en við fengum aldrei að heyra endann þannig að hún hlýtur að hafa endað vel ... Gloss í rauðvíni var líka mjög góður endir á sögu ... hehehe

Takk aftur fyrir bráð skemmtilegt kvöld !!!!!

kv. Nína Björk

18:27  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Eftir þetta hláturskast okkar þá var ekki hægt að segja endinn - hann gersamlega fölnaði við hliðina blessuðum magaverkjunum og tárunum ;) Þetta var hrikalega gaman og verið alltaf velkomnar til mín elskurnar.
En leitum samt fyrst að Hrönn !!!
Kv
Dagga

04:09  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

mér er aldrei boðið neitt....

04:31  

Skrifa ummæli

<< Home