27 júlí 2006

Þá er þetta að skella á :)

Jæja, þá er komin staðfest dagsetning hvenær ég legg í hann til fyrirheitna landsins! Þann 17. ágúst næstkomandi fer ég til Boston ásamt Nínu sem ætlar að vera svo elskuleg að eyða sumarfríinu sínu með mér í Ameríkunni.
Planið er þetta:

17. ágúst Brottför til Boston. Ef Guð og Icelandair lofa þá mun Guðrún fljúga með okkur út og eyða einum sólarhring með okkur í Boston. Þar ætlum við að henda farangrinum inn til Möggu og Gumma og fara á Cheesecake Factory og fá okkur eitthvað gott að borða. Einnig er planið að reyna að útvega mér gsm númeri og einu stykki bankareikningi!
18. ágúst Guðrún fer til Íslands og ég og Nína fljúgum til Orlando þar sem við ætlum að eyða 10 dögum í góðu yfirlæti í húsinu hjá Kötlu og Ásgeiri. Markmiðið er að sleikja alla sólargeislana og hafa það hrikalega gott áður en fjörið byrjar í Boston.
29. ágúst Mæting í skólann á Orientation kynningu þar sem maður kemur til með að hitta fleiri Northeastern Newbía :)
1. september Fæ íbúðina afhenta og þá hefst þrif og SHOPPING dauðans.
Þetta verður ekkert smá gaman...! Meira um þetta fjör síðar... enda lofaði ég víst að verða ógeðslega dugleg að blogga eftir að ég er komin til USA.
Í dag er 21 dagur þangað til að við förum út og það má segja að það sé búið að plana nánast hvern einasta dag þangað til.
Ég er nýkomin heim úr 3 daga sumarbústaðaferð með Skipasundsfjölskyldunni minni og í kvöld förum við aftur upp í bústað og um helgina ætlum við að ferðast til Húsavíkur og nágrennis. (Mývatn, Dettifoss, Laugar etc) Síðast en ekki síst ætlar mín að skella sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, frá fimmtudegi til mánudags...!! Haldiði að það sé :) Síðan eru Erlen Björk og Kiddi að fara að gifta sig þann 12. ágúst og þar með eru helgarnar upptaldar sem eftir eru þangað til að ég flyt út!
ÚFFFF hvenær á ég eiginlega að hitta alla sem ég þarf að hitta áður en ég fer út!!!
Tillögur óskast í comment boxið hér að neðan.

Farin að halda áfram að henda æskunni! :) (p.s. "æskan" er sem sagt drasl og dót úr herberginu mínu og kjallaranum sem ég er búin að eiga frá því að ég fæddist... tími til kominn að laga til hjá sér og henda þessu ... stal þessum frasa.. að henda æskunni frá henni Ágústu vinkonu minni)
Skál í boðinu :)

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hæ skvís,
Þvílíkt busy manneskja - það er bara varla að maður leggi í að hringja í þig miðað við allt þetta plan sem þú ert með þangað til þú flýrð okkur......
En eitt gott kvöld þá kíkir þú kannski í heimsókn til mín í rólegheitin í Bökkunum. Mér er alveg sama hvaða kvöld - þú bara býrð til laust pláss í dagbókinni fyrir mig hehehehhehe
Knúsur
Dagga

08:07  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

.... í framhaldi af síðasta ræðumanni - þá fæ ég kannski að kíkja til ykkar og sitja og tjatta... :=)

17:02  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

hahahaha fyrst þegar ég las að henda æskunni þá sá ég fyrir mér æsifréttablaðið Æskan sem var til á hverju heimili í den :)

05:51  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

hummm..... ég var einmitt að fara í gegnum þann bunka líka.... það er ekkert á hverju heimili í DEN ég á þau ennþá maður!!
Henti flestum en hélt eftir þremur blöðum.....
hummmmmmmmmmmm... er ég skrýtin???

13:58  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hélstu blaðinu sem ég var í ... held að það hafi verið í árgang 1990 frekar en 1989.

19:55  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Lara min tu tarft ekkert ad geyma... tad sem skipti mali og tad sem gaman er ad geyma eru minningarnar sem eru i hausnum a ter. Allt eftirminnilegt er tar. Restin er bara drasl sem tarf ad henda fra ser fyrr eda sidar. Eg held eg reyni ekkert ad troda mer inni dagskrana tina tar sem eg er buin ad finna mida ut til tin i kringum 200 pund ekki slaemt humm....aldrei ad vita nema mar bara kiki sona i nokkra daga eda svo. heyrumst fljotlega rus og gangi ter vel med allt adur en tu ferd ut. Love you loads Hulda

20:54  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Tja... það er nú slatti sem ég geymi ennþá... en það gengur ágætlega að sigta úr þessu :)

Nú er bara að fara að pakka niður fyrir Vestmannaeyjar :) :)

05:50  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Goda skemmtun uti...thetta verdur ørugglega geggjad fjør! Eg var ad flytja a kolegium a thridjudaginn og byrja i tækniskola og thad er bara fjør! Buin ad hitta fullt af skemmtilegu folki og bara frabært ad fara og profa nyja hluti....knusar og goda skemmtun hugsa til ykkar.....knuser Ingeborg

11:29  

Skrifa ummæli

<< Home