04 maí 2006

Ég er á lífi :)

Var farin að fá fyrirspurnir í massavís hvernig væri í Boston..já og allt upp í hótanir á handrukkara (skrifa það á Halldóru) hvort ég væri ekki að fara koma heim.. þannig að ég tók það sem áskorun að ég þyrfti nú að skrifa svo sem eina færslu inn á síðuna mína. Sko þetta get ég :)
Núna eru uþb 3 og hálfur mánuður þangað til að ég yfirgef klakann þannig að ég hef ennþá nægan tíma til að þjálfa þolið í bloggskrifum. Be patient my friends..
Við komum heim mánudaginn 24. apríl þannig að það er orðinn alveg heill hellingur af tíma síðan.. Mamma og pabbi eru ennþá út í Orlando þannig að ég er bara búin að vera heima í rólegheitunum og smíða stórkvikmynd sem verður heimsfrumsýnd á laugardaginn.. ótrúlega flott :)
Var annars að uppgötva að ég dag er frábær dagur! 04.05.06
Af því tilefni hef ég ákveðið að eignast barn og gifta mig... bæði í dag! og geri aðrir betur!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

hehe....
velkomin heim frá bostoníinu.
Til hamingju með barnið sem er væntanlega fætt er þaggi?
Og svo til hamingju með brúðkaupið!!!
Kveðja Halldóra handrukkari :=)

12:16  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Til lukku með giftinguna og barnið :)

12:17  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

TAkk takk...
hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn...

12:23  
Blogger Unnur Stella bullaði...

Þú hefðir eiginlega átt að gifta þig og eignast barnið síðustu nótt. Klukkan 3 mínútur og 2 sekúndur yfir 1. Afþví þá var tími og dagsetning:

01:02:03 04.05.06

13:12  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

En ég gerði það að sjálfsögðu :)
Allt útpælt...
Barni og eiginmanni heilsast vel

17:09  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Þú ert Æði - dúllan mín : )

05:14  

Skrifa ummæli

<< Home