15 apríl 2006

Gleðilega páska!

Sælinú öll sömul.
Vildi nota tækifærið og óska öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra páska.

Nú eru ekki nema tveir dagar í að við leggjum í skvísuferðina! Ég, Dagbjört, Bryndís og Nína förum á annan í páskum til Boston þar sem við ætlum að slappa af og njóta þess að vera til! Sögur herma að hlýindi og gleði bíði okkar.. og við fáum ekki móttökunefnd af lakari kantinum heldur bíða okkar milljónir sveittra karlmanna í sexy hjólabuxum.. Við völdum dagsetningu ferðarinnar nefnilega bara út frá Boston Maraþoninu :)
Kvöldið í kvöld verður notað í það að leggja lokahönd á skipulagninguna en þá ætlar hún Dagbjört að vera svo elskuleg að bjóða okkur skvísunum í mat.
Þangað til næst... njótið þess að slappa af um páskana.

Skemmtilegt er síðan frá því að segja að í dag, 15.apríl, eru nákvæmlega 14 ár síðan rak vitlausa beinið í með þeim afleiðingum að það leið yfir mig og ég lenti á spítala með heilahristing og fór í heilaskanna og allan pakkann... Ætli ég sé ennþá að bjóða þess bætur?? Maður spyr sig....

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

hæ skvís,
Gaman að sjá þig í dag :=)
Rosalega verður mikið fjör hjá ykkur skutlunum í Bostoníinu!!!
mamma biður að heilsa :=)
pihí
kveðja
natan Blær

17:18  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

já góða ferð þið þarna ferðakonur. Þetta með vitlausa beinið skýrir nú margt. Skemmtu þér vel, kv Magnus

01:12  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Heyrðu góði!! ekkert svona tíhíh

08:52  

Skrifa ummæli

<< Home