About time :)
Ok, bara eitt í viðbót um vinnuna mína og svo er ég hætt :) LOFA :)
7. apríl 2006
Samið um sameiginlega dreifingu sjónvarpsefnis
Mikilvægur áfangi hefur náðst um dreifingu á sjónvarpsefni hérlendis, samkvæmt samkomulagi sem Síminn og 365 miðlar hafa gert með sér. Þar er kveðið á um að báðir aðilar dreifi sjónvarpsrásum Digital Ísland og Skjásins. Með samkomulaginu fá viðskiptavinir beggja aðgang að öllum íslenskum sjónvarpsrásum.
Þetta samkomulag á bæði við um sjónvarpsrásir sem sendar eru út í opinni og lokaðri dagskrá. Undir það falla sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, Skjár einn, NFS, Enski boltinn, Sýn, Sýn Extra, Sirkus, Stöð 2 Bíó, Stöð 2+, Skjár einn+ og Sýn+. Ákvæði í samkomulaginu kveður á um að það eigi einnig við um nýjar sjónvarpsrásir beggja aðila og væntanlegt ADSL sjónvarp Og Vodafone.
Hluti samkomulagsins tekur gildi 15. apríl næstkomandi, en þá hefjast útsendingar á Skjá einum á kerfi Digital Íslands, um leið og sjónvarpsstöðin Sirkus verður aðgengileg á ADSL-kerfi og Breiðbandi Símans. Aðrar opnar sjónvarpsrásir Digital Íslands og Skjásins verða aðgenglegar á öllum kerfunum í síðasta lagi 15. júní nk. Yfirstíga þarf tæknileg vandamál áður en unnt verður að senda út læstar sjónvarpsrásir um öll kerfin, en gert er ráð fyrir að þær útsendingar hefjist í síðasta lagi 15. september næstkomandi.
Samkomulagið felur í sér mikinn ávinning fyrir sjónvarpsnotendur og sjónvarpsefni beggja aðila mun ná til fleiri notenda en áður. Þeir sem hafa einungis aðgang að dreifikerfi annars aðilans geta nú notið sjónvarpsútsendinga hins. Sjónvarpsnotendur sem hafa aðgang að dreifikerfum beggja aðila geta nú nýtt sér móttöku frá einu dreifikerfi. Það einfaldar tengingar og fækkar bæði myndlyklum og fjarstýringum á heimilinu.
7. apríl 2006
Samið um sameiginlega dreifingu sjónvarpsefnis
Mikilvægur áfangi hefur náðst um dreifingu á sjónvarpsefni hérlendis, samkvæmt samkomulagi sem Síminn og 365 miðlar hafa gert með sér. Þar er kveðið á um að báðir aðilar dreifi sjónvarpsrásum Digital Ísland og Skjásins. Með samkomulaginu fá viðskiptavinir beggja aðgang að öllum íslenskum sjónvarpsrásum.
Þetta samkomulag á bæði við um sjónvarpsrásir sem sendar eru út í opinni og lokaðri dagskrá. Undir það falla sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, Skjár einn, NFS, Enski boltinn, Sýn, Sýn Extra, Sirkus, Stöð 2 Bíó, Stöð 2+, Skjár einn+ og Sýn+. Ákvæði í samkomulaginu kveður á um að það eigi einnig við um nýjar sjónvarpsrásir beggja aðila og væntanlegt ADSL sjónvarp Og Vodafone.
Hluti samkomulagsins tekur gildi 15. apríl næstkomandi, en þá hefjast útsendingar á Skjá einum á kerfi Digital Íslands, um leið og sjónvarpsstöðin Sirkus verður aðgengileg á ADSL-kerfi og Breiðbandi Símans. Aðrar opnar sjónvarpsrásir Digital Íslands og Skjásins verða aðgenglegar á öllum kerfunum í síðasta lagi 15. júní nk. Yfirstíga þarf tæknileg vandamál áður en unnt verður að senda út læstar sjónvarpsrásir um öll kerfin, en gert er ráð fyrir að þær útsendingar hefjist í síðasta lagi 15. september næstkomandi.
Samkomulagið felur í sér mikinn ávinning fyrir sjónvarpsnotendur og sjónvarpsefni beggja aðila mun ná til fleiri notenda en áður. Þeir sem hafa einungis aðgang að dreifikerfi annars aðilans geta nú notið sjónvarpsútsendinga hins. Sjónvarpsnotendur sem hafa aðgang að dreifikerfum beggja aðila geta nú nýtt sér móttöku frá einu dreifikerfi. Það einfaldar tengingar og fækkar bæði myndlyklum og fjarstýringum á heimilinu.
3 Comments:
Núna ferð þú alveg að teljast sem ofvirkur bloggari ef þetta heldur svona áfram - GO GIRL!!
Og svo GO SNORRI ;)
jahá!! Það er ekkert annað. Mjög áhugavert;) hehe
hehehe -- hvernig verður þetta þegar þú ferð til Boston.
Er líf fyrir utan st2 ??
Mun amk sakna þín rosa mikið!!!!
kveðja Halldóra
Skrifa ummæli
<< Home