06 nóvember 2006

Long time no....

vræting onn ðiss blogg man!
Nína og Vilborg fóru í kvöld út á völl áleiðis til Íslands eftir vikudvöl hjá mér í Boston.
Það er búið að vera ekkert smá yndislegt að hafa þær ... hins vegar var dálítið erfitt að pakka þar sem þær / (við) / erum búnar að vera rosalega duglegar að versla. Já, það er svona þegar það koma gestir, þá nýtur maður þess svo sannarlega að vera í útlöndum og verslar nánast alveg jafn mikið og gestirnir. Meira að segja Ásdís er búin að slást dálítið oft með í verslunarleiðangrana okkar. Hæst stendur ferðin í Outletið sem Ásdís sagði frá á síðunni sinni. Síðan erum við búnar að þræða Boston endilanga og skoða hitt og þetta. Duglegust hefur þó verið Vilborg, en hún skrapp upp í Prudential Tower og fór í obboðslega skemmtilegan sightseeing tour... í strætóum, rútum, lestum og gangandi... og endaði svo í messu á Copley Square. Þvílíkt góður og skemmtilegur dagur hjá henni...
Á föstudaginn síðasta fórum við síðan gott út að borða á Houstons ásamt Ásdísi og Dodda og fórum síðan á ótrúlega töff klúbb með töff fólki :) og dönsuðum af okkur rassgatið :)
Að sjálfsögðu skruppum við síðan í IKEA og síðan notaði ég nottla Bob the Builder í að hengja upp kertalistaverk fyrir ofan arinninn og í að setja saman skrifborðið og stofuborðið... sem by the way ég fékk á asssskoti góðum afslætti í IKEA svo ekki sé meira sagt.
Síðan erum við búnar að vera duglegar að leigja Zipcar bíla... fórum í góðan bíltúr um Cambridge og sáum alveg heilan helling.. Í dag er ég líka búin að taka Zipcar þrisvar sinnum....
Einu sinni til að fara út í Home Depot... einu sinni til að skutla stelpunum út á völl.... já og í þriðja skiptið... til að fara strax aftur út á flugvöll og sækja næsta holl...... :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hjúkkit - mikið er ég ánægð að vita að þú ert á lífi. Maður náttlega farin að örvænta þegar maður heyrir ekkert í þér.....
En ég er hress að vanda - svona ef þú vildir vita það hehehe
Knúsur
Dagga

10:33  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Og já .... gleymdi einu. Oj þér Mér finnst að ég hefði átt að eiga svona fínt kertalistaverk. Þetta er eithvað svo ekta fyrir kertakonuna mig.......
En það er nú eflaust ferlega fínt hjá þér súsem....
Aftur knúsur
Dagga

10:35  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Ekkert smá flott kertadæmi :c)

12:51  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Eða sko... til að fyrirbyggja allan misskilning.. þá eru ekki að koma fleiri gesti heldur komust Nína og Vilborg ekki með fluginu á mánudaginn þannig að ég þurfti að sækja þær aftur út á völl og þær fóru heim í gær...

13:05  

Skrifa ummæli

<< Home