17 október 2006

Próf smóf

Já þið segið það!

Hurru.. prófið gekk bara ágætlega... Reyndar hefði ég viljað fá smá meiri tíma til að geta kannski fengið 100% á prófinu... en ég vonast til að ná amk 80%. Magga segir að ég eigi ennþá séns að fá A í kúrsinum þannig að ég held í vonina :)

Af því að ég á svo ógeðslega bágt að vera að læra undir próf þá vitið hvað!

Ég drakk appelsíndósina sem ég átti inn í ísskáp!

.......................................og OH MY GOD hvað það var gott!

Eins og stendur á dósinni:

Appelsín Límonaði : ÞETTA EINA SANNA! :)

4 Comments:

Blogger Ásdís bullaði...

Össss þú færð alveg 80% og ég yrði ekki hissa þótt þú næðir bara vel yfir 90%....

Ji hvað þú varst heppin að eiga þessi appelsíndós....ég slefaði næstum á lyklaborðið....

18:47  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

þú massar þetta próf alveg eins og allt sem þú gerir skvís.

Bryndís

06:50  
Blogger Tóta bullaði...

Prófið búið..helgin framundan! Hugsa alltaf til þín þegar ég sé appelsín, sem er reyndar sjaldgæft núna, en ég hugsa samt oft til þín sko;) Sé þig vonandi um jólin!

12:25  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Tóta... þú ert BARA snillingur!
Sakna þín hellings helling... knúsaðu matta skratta frá mér og auðvitað! sjáumst við um jólin!
Heimtum bara að frú Dagbjört haldi annað matarboð :)

15:51  

Skrifa ummæli

<< Home