06 október 2006

Labbi Labbi Labbi

Hæ allir saman!
Íris frænka er í heimsókn hjá mér fyrir ykkur sem eruð ekki nógu dugleg að lesa síðuna mína.
Það er ekkert smá gaman að vera búin að fá hana í heimsókn. Hún kom sem sagt á miðvikudagskvöldið og við kíktum strax út að borða með Ásdísi og Dodda á gómsætan pizzustað í Cambridge.
Í gær fóru Ásdís og Doddi svo í heimsókn til Ólafar og Gumma til New York og á meðan ætla ég að passa bílinn þeirra. Við Íris notuðum því tækifærið og fórum út í South End og versluðum í Target og Stop and Shop og kíktum síðan í Best Buy þar sem Íris fjárfesti síðan í glimrandi fínni myndavél. Um kvöldið fór ég síðan í skólann meðan Íris hafði það kósí heima með sjónvarpinu og rauðvínsflösku. Ég kom síðan og joinaði henni og við endum með að klára eina og hálfa rauðvínsflösku og kjafta heilan helling.
Í dag erum við hins vegar búnar að labba af okkur lappirnar. Byrjuðum daginn á Starbucks og fórum síðan í manicure :) Síðan löbbuðum við Newbury Street endilanga og kíktum í nánast allar búðirnar ... Með nokkra poka héldum við síðan heim á leið og erum hér nú að hvíla lúin bein.
Við ákváðum síðan að fara að gera okkur sætar með nýja Mac meikinu okkar og vorum hálfnaðar með meikásetninguna þegar brunakerfið fór af stað með svona líka þvílíkum hávaða.
Við rukum út á tröppur, hálfmeikaðar og á náttfötunum ásamt hinum íbúum hússins, þar á meðal einni stelpu sem var greinilega í sturtu þegar ósköpin dundu yfir hehehe. Síðan komu tveir slökkviliðsbílar með svona líka sætum hönkum sem voru þvílíkt skotnir í okkur... þannig að við Íris höfðum nóg að gera með að tjatta við þá... Enginn eldur... þannig að þeir þurftu víst að fara... þannig að við ætlum að halda áfram að gera okkur sætar og fara síðan út að borða.
Heyrumst betur seinna ... Adios :)

5 Comments:

Blogger Gudmundur Arni bullaði...

Lára mín, þú býrð nánast við hliðina á South End, þarf engan langferðabíl til að komast þangað. Í South End eru engar Target né Stop&Shop verslanir. Þú verður bara að viðurkenna að þú fórst í hyskjahverfið Dorchester að hitta Mike.

02:15  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

haha flottar

08:48  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

heheh ég meinti South Bay... þetta shopping spot heitir víst South Bay.
Og hver er Mike :) ??

11:59  
Blogger Gudmundur Arni bullaði...

Manstu ekki

sjá link

12:32  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Mér finnst að þið hafið átt að setja myndir inn á síðuna og sína hvað þið keyptuð, svona fyrir okkur hin sem þurfum að fara í kringluna eða smáralind. kannski hafa smá tískusýningu eins og Nína forðum ;)
Kv Bryndís

07:53  

Skrifa ummæli

<< Home