14 september 2006

Ég er á lífi....

Halló kalló elsku hjartans dúllurnar mínar!
Takk fyrir að vera svona elskuleg og sæt að skrifa í kommentin og senda mér sms og hringja í mig :) Það er ótrúlega gaman að vita að einhver sakni manns á klakanum.
Ég vil líka bara afsaka það hér formlega að ekkert sé búið að koma á síðuna mína síðustu tvær vikur, en ég ætla að fela mig bak við það að ég var að stela neti frá einhverri íbúð hér í kring og var það það lélegt að ég þurfti að vera nánast hálf út um stofugluggann til að ná einhverju sambandi.
En... eins og ég sagði við einhverja áður en ég fór út, þá ætla ég að vera ýkt dugleg að setja eitthvað skemmtilegt á síðuna og þar sem ég er núna komin með net þá er ekkert því til fyrirstöðu að setja inn atburði síðastliðinna daga.
Ég ætla hins vegar að sækja um frest hjá ykkur, kæru lesendur, á því að demba þessu á síðuna þangað til á föstudag þar sem klukkan er orðin 2 að nóttu og morgundagurinn fer allur í að gera heimadæmi fyrir tímann um kvöldið. Þannig að samstillið klukkur og fjölmennið við tölvurnar á föstudaginn þegar slúðrið frá Boston verður sett á síðuna.
Annars er það helst að frétta í dag að Nína mín fór heim til Íslands í kvöld og var það heljarins grátur og gnístur tanna þar sem allt í einu rann upp fyrir mér að ég var eiginlega bara ekkert að fara heim með henni eftir gott ferðalag eins og við erum vanar... hummm ég átti allt í einu bara að verða eftir í Bostoníu.... en Lára er bara stór stelpa og verður obboðslega dugleg að læra :)
Ég vil samt bara segja TAKK NÍNA kærlega fyrir alla hjálpina því án þín væri ég eflaust ennþá í tómri íbúð klórandi mér í hausnum hvað ætti að gera næst :) Þú áttir stærstan þátt í því að gera íbúðina mína alveg obbbboðslega sæta með því að skrúfa saman hvert einasta húsgagn og setja upp gardínur og annað fínerí :)
Haldiði svo ekki bara að hún Íris prinsessufrænkan mín ætli ekki bara að koma við hjá mér í nokkra daga áður en hún heldur til LA núna í byrjun október... :) jeiii..... ótrúlega gaman...
Svo koma Mamma og Pabbi hingað líka í október... og svo ætla Elsa og Oddur og Nína að kíkja til mín í byrjun nóvember.... Haldiði að það sé ekki bara nóg að gera hjá skvísunni ... ;)
En núna ætla ég að fara að leggja mig... svo maður sé nú í standi til að gera fyrstu heimadæmin eftir 2ja og hálfsárs pásu frá háskólanum.... jeiiiiiii
Góða nótt og hlakka til að heyra í ykkur á föstudaginn.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Gott að heyra af þér :)
Geinilega nóg framundan af heimsóknum - en vertu geðveikt dugleg að læra sæta mín - make us proud ;)
En hafðu það líka rosalega gott....
Knúsur
Dagga

09:14  
Blogger vilborg bullaði...

Gott að það er nóg að gera hjá þér svkís. Á ekki að birta myndir af íbúðinni? Gúd lök
Villý

18:50  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Takk æðislega fyrir góða ferð og það var rosagaman að setja allt saman ... þrátt fyrir það að ég sé komin með ógeð af IKEA í USA. Það var svoldið öðruvísi að þurfa að fara ein heim í flugvél úr ferðalaginu okkar og vita að þú eigir núna bara heima í útlandinu ... en ég hef þá allavegana góða afsakanir til þess að fara til útlanda núna ;)
Vertu dugleg að læra og ef þér leiðist þá geturu alltaf farið út að tala við hann Rick ;) hehe
hafðu það gott knús og kossar
Nína

19:11  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Lára og Rick hmmm... hljómar vel;)
En Lára, ég heyrði ekkert í þér í dag, er nokkuð búið að stela þér?

00:26  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Nauts... var bara að gera heimadæmi og fór svo í skólann... horfði svo á tvo þætti á grey´s... deit seinni partinn á morgunn?

00:34  
Blogger Tóta bullaði...

Hæ Lára sæta!
Heyri að það er allt gott að frétta af þér, ótrúlega stolt af þér að gera þetta allt ein núna þegar Nína er farin, veit ekki hvað ég myndi geta þraukað ..;) Þetta er erfiðara en ég hélt ..en samt rosa gaman ;) Hafðu það massa gott og gangi þér rosa vel með heimadæmin. Bíð spennt eftir slúðrinu ;)

08:37  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Eg sakna tin nu lika to svo ad vid seum ekki a klakanum. Mer langar alveg slatta mikid ad koma og er buin ad vera ad skoda mida a fullu..ef madur myndi akveda ad kikja i viku.. hvad tyrfti mar ad hafa mikinn aur i veskinu.. tar sem mar er svo gamaldags ad vera ekki med credit kort og sona.. lov you lots heyrumst fljotlega. kvedja fra okkur ollum i oxford.

16:14  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Halló halló:)
Þú ert búin að vera talsvert duglegri að blogga en við;)
Datt í hug að benda þér á að þú lýgur til um aldur hérna á síðunni;);)

17:17  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hæhæ

Það verður sko nóg að gera hjá okkur þegar þú kemur heim um jólin.
Í nóvember er að koma út nýr SingStar diskur "Legends" ekki amarlegt ... Hér er lagalistinn svo þú getir verið búin að æfa þig.

Aretha Franklin Respect

Barry White You're The First, The Last, My Everything

Black Sabbath Paranoid

Blur Parklife

David Bowie Life On Mars?

Depeche Mode Enjoy The Silence

Dusty Springfield Son Of A Preacher Man

Ella Fitzgerald & Louis Armstrong Let's Call The Whole Thing Off

Elton John Rocket Man

Elvis Presley Blue Suede Shoes

Jackie Wilson Reet Petite (The Finest Girl You Ever Want To Meet)

John Lennon Imagine

Johnnny Cash Ring Of Fire

Lynyrd Skynyrd Sweet Home Alabama

Madonna Papa Don't Preach

Marvin Gaye I Heard It Through The Grapevine

Nirvana Smells Like Teen Spirit

Patsy Cline Crazy

Pet Shop Boys Always On My Mind

Roxy Music Love Is The Drug

Sam Cooke What A Wonderful World

The Jackson 5 I Want You Back

The Monkees Daydream Believer

The Police Roxanne

The Righteous Brothers Unchained Melody

The Rolling Stones Sympathy For The Devil

The Smiths This Charming Man

Tina Turner What's Love Got To Do With It?

U2 Vertigo

Whitney Houston The Greatest Love Of All

Hafðu það gott
Nína Fína

10:38  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

GRRR þokkalegt SINGSTAR MARAÞON framundan um jólin!
Ætli Ásdís sé reddí :)

13:08  
Blogger Ásdís bullaði...

Þokkfokkinglega reddí, byrjuð að æfa mig...

Hey...svo er það karoke sushi...just name the time baby ;)

17:51  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

þokkalega... förum í vikunni... rúllum upp þessum lögum og rústum nínu í singstar!

17:55  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Vó ég pant vera með í Singstar gleði! Ætla að æfa mig sem vitlaus sé........ Maður verður nú að ná því að rústa þér í allavegana einu lagi. Algert lágmark!!
Hlakka annars bara til að sjá fleiri bloggfærslur sæta mín :)
Knúsur
Dagga

08:19  

Skrifa ummæli

<< Home