20 ágúst 2006

Sól og hiti - Svaka sviti !

Jæja nú, það rættist heldur betur úr veðurspánni því í morgun var sérdeilis bongóblíða.
Við stukkum bókstaflega fram úr rúminu og út í screen. Sópuðum allt rosa fínt og þrifum stólana og borðin. Þá var orðið rosa fínt hjá okkur þannig að við lágum þar í allt að klukkutíma í sólbaði.
Um hálftvö ákváðum við síðan að fara út í klúbbhús og sóla okkur. Algjör snilld að hafa þvílíkt stóra sundlaug til að kæla sig niður í. Nældum okkur í ágætan lit... Nína eldrauð og ég ógeðslega brún heheheh eða ekkva :)
Fórum svo að versla í matinn í Super WalMart. Það er ekkert smá gaman að versla í Ammmmeríku! Fyrir utan það að verðið er grilljón sinnum lægra að þá eru til svona 700 tegundir af hverri vöru. Komum síðan við á kínverskum og tókum chicken fried rice með heim og átum í mestu makindum :)
Síðan gengum við frá matnum, settum í þvottavél og ætlum núna að fara að glápa á imbann. Jafnvel eina mynd sem við keyptum í gær :)
Síðan er klukkan náttúrulega orðin 9.. og það er nánast bara kominn háttatími....
Rise and shine early in the morning og beint í sólbað.
Hlökkum til að segja ykkur frá fleiri ævintýrum og verið nú dugleg að commenta hérna fyrir neðan :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hæ dúllós,
Ég er allavegana dugleg að commenta : )
Gott að þið hafið það gott - mig langar líka samt í sólböð og verslunarferðir...... Allt í lagi samt ég bara vinn í staðin, sem er nánast það sama er það ekki.....
Knúsur
Dagga

04:40  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Þokkalega... nánast alveg það sama :)

09:32  

Skrifa ummæli

<< Home