19 ágúst 2006

Verslunardagurinn mikli!

Góðan og margblessaðan daginn!

Vöknuðum í rólegheitunum í morgun um 9 leytið (19.ágúst) sem btw er afmælisdagur föður míns. Til hamingju með daginn pabbi! Höfðum það rólegt og gott og þar sem það var alskýjað ákváðum við að fara einn rúnt um Orlando... rúnt sem endaði með að vera verslunarleiðangur dauðans :) Ætluðum rétt að kíkja í eina, tvær búðir en enduðum með því að fara í :

Circuit City þar sem við versluðum okkur inniloftnet - jú auðvitað til þess að ná fyrsta þættinum af Prison Break og svo að sjálfsögðu Rockstar Supernova. Hins vegar höfðum við ekki hugmynd um hvort það myndi virka svo við ætlum að sjálfsögðu að nýta okkur 30 daga money-back skilafrestinn... hvort sem það virkar eða ekki heheheh :)

Hungrið var farið að segja til sín og því fórum við á Olive Garden og fengum okkur ljúffengt Ceser Salat. Því næst var haldið í búðarleiðangur þar sem við fórum m.a. í Super-Target, Nike-outlet, Dress Barn, Guess outlet, Bed Bath and Beyond, Nine West, Van´s, Guess tösku outlet, Old Navy og enduðum góðan dag á uppáhaldsbúðinni okkar Nínu, sem við fundum fyrir algjöra tilviljun, Lane Bryant, og versluðum eins og vitleysingar... Þeir sem voru með okkur í vor í Boston vita hvernig það fór :)

Keyrðum niður International Drive í svona líka grenjandi grenjandi rigningu að það var engu líkara en hellt væri úr fötu á fína blæjubílinn okkar :)

Eftir 9 tíma verslunarleiðangur vorum við orðnar dálítið svangar og tókum því take away hjá Tony Roma´s sem er með bestu rif í geiminum! Ákváðum að taka matinn bara með okkur heim til að geta borðað hann í þæjóheitum.. MMmmmmm hvað rifin voru góð :)

Eftir matinn fórum við síðan í það að tékka hvort loftnetið virkar... Og viti menn.. haldiði að við náum ekki fullt af stöðvum og þar á meðal Fox þannig að við missum ekki af Prison Break :)
Að sjálfsögðu ætlum við að láta sem loftnetið hafi ekki virkað og skila því áður en við förum aftur upp til Boston.

Þess má geta að Nína gerði stórgóð kaup þegar hún verslaði 7 pieces ferðatösku á 60 dollara í SuperTarget sem innihélt 2 fínar ferðatöskur, fluffutösku, bakpoka, handtösku, skópoka, sundpoka og allar græjur :) Enda þurfum við virkilega á því að halda þegar við förum að pakka niður :)

Læt fylgja með mynd af stórinnkaupunum :)


Held samt að inniloftnetið sé eitthvað bilað því veðurkallinn í sjónvarpinu var bara að spá rigningu út vikuna... hummm hlýtur að vera ekkva skrýtið við það! Skilum bara græjunni. :)

En við látum ekki svoleiðis smáatriði slá okkur út af laginu.. heldur ætlum við að hafa það þrusu gott... Biðjum að heilsa ykkur öllum á klakanum..

Lára og Nína

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Gott að þið séuð komnar í gírinn:)

09:42  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Lane Bryant hefur eflaust tekið vel á móti ykkur - fréttir hafa eflaust borist milli ríkja af verslunarferðinni ykkar í Boston nefnilegast. En af því sem ég sé á myndinni líst mér held ég bara best á Corona kassana þarna - you make me so proud ; )
Njótið áfram lífsins elskurnar mínar og gott að fá smjörþefinn af því sem þið eruð að dúllast, dúllurnar mínar : )
Knúsur og kossar alla leið til Orlando
Dagga

13:17  

Skrifa ummæli

<< Home