18 ágúst 2006

Orlando Baby!

Tja hérna viti menn! Erum mættar á svæðið til Orlando og prófuðum að plögga tölvuna og hvað haldiði.. oggupínu pons internet samband. Ekki er það verra fyrir svona bloggglaða einstaklinga eins og mig :)
Áttum yndislegan dag með Guðrúnu í Boston.. Röltum um og höfðum það gott.. og að sjálfsögðu svöluðum við þorstanum með ísköldu grape vítamín vatni! Smá öfund öfund fyrir hana Döggu okkar. Röltum við í götunni minni og sýndum Guðrúnu herlegheitin..
Eftir hádegi flugum við síðan með JetBlue niður til Orlando þar sem núna kl 20:00 er ekki nema 30 gráður á Celcius :) Við ákváðum heima að vera bara settlegar og taka okkur venjulegan bílaleigubíl en síðan þegar komið var á Hertz stóðumst við ekki freistinguna og upgraderuðum okkur upp í blæjubíl! Hvað annað þegar um okkur Nínu er að ræða :)
Síðan var haldið í Walmart þar sem við keyptum okkur vatn, kók og sprite.
Fyrir þá sem eru kunnugir staðarháttum þá má til gamans geta að það standa yfir engar vegaframkvæmdir á Semoran Blvd. Til hamingju Orlando menn! :)
Núna erum við komnar í kósý heitin í villuna þeirra Kötlu og Ásgeirs og er planið að taka það úper rólega í kvöld og jafnvel fara bara fljótlega að sofa til að undirbúa sig fyrir sólina og hitann á morgunn.
Verðum í betra bandi seinna :)
P.s. Gummi takk fyrir feluleikinn... ég reyni að launa þér hann síðar :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

alveg frabaert... vaeri eg til i ad vera med ykkur nuna. Hafid tad sem allra best og njotid tess ad vera utlendingar adur en tu ferd ad vera americani...heyrumst fljotlega... love you lots Hulda

10:47  
Blogger Guðrún bullaði...

hæ sætu stúlkur. Rosalega var gaman að hafa ykkur þarna úti þó það var í stuttan tíma;) hafiði það rosa gott. xxxxx

18:17  

Skrifa ummæli

<< Home