Orlando Baby!
Tja hérna viti menn! Erum mættar á svæðið til Orlando og prófuðum að plögga tölvuna og hvað haldiði.. oggupínu pons internet samband. Ekki er það verra fyrir svona bloggglaða einstaklinga eins og mig :)
Áttum yndislegan dag með Guðrúnu í Boston.. Röltum um og höfðum það gott.. og að sjálfsögðu svöluðum við þorstanum með ísköldu grape vítamín vatni! Smá öfund öfund fyrir hana Döggu okkar. Röltum við í götunni minni og sýndum Guðrúnu herlegheitin..
Eftir hádegi flugum við síðan með JetBlue niður til Orlando þar sem núna kl 20:00 er ekki nema 30 gráður á Celcius :) Við ákváðum heima að vera bara settlegar og taka okkur venjulegan bílaleigubíl en síðan þegar komið var á Hertz stóðumst við ekki freistinguna og upgraderuðum okkur upp í blæjubíl! Hvað annað þegar um okkur Nínu er að ræða :)
Síðan var haldið í Walmart þar sem við keyptum okkur vatn, kók og sprite.
Fyrir þá sem eru kunnugir staðarháttum þá má til gamans geta að það standa yfir engar vegaframkvæmdir á Semoran Blvd. Til hamingju Orlando menn! :)
Núna erum við komnar í kósý heitin í villuna þeirra Kötlu og Ásgeirs og er planið að taka það úper rólega í kvöld og jafnvel fara bara fljótlega að sofa til að undirbúa sig fyrir sólina og hitann á morgunn.
Verðum í betra bandi seinna :)
P.s. Gummi takk fyrir feluleikinn... ég reyni að launa þér hann síðar :)
2 Comments:
alveg frabaert... vaeri eg til i ad vera med ykkur nuna. Hafid tad sem allra best og njotid tess ad vera utlendingar adur en tu ferd ad vera americani...heyrumst fljotlega... love you lots Hulda
hæ sætu stúlkur. Rosalega var gaman að hafa ykkur þarna úti þó það var í stuttan tíma;) hafiði það rosa gott. xxxxx
Skrifa ummæli
<< Home