Sælinú :)
Við Nína lögðum af stað til Boston í gærdag og gekk ferðalagið eins og í sögu. Ég var búin að búa mig undir einhverja massífa leit og eitthvað vesen en þetta var bara allt voðalega smooth. Þurftum ekki einu sinni að fara úr skónum. Third degree-ið sem ég var búin að búa mig undir í tollinum á flugvellinum í Boston reyndist svo bara elskulegt tjatt um hvað ég væri að fara að gera og jarí jarí.
Þjónustan um borð í Icelandair vélinni var að sjálfsögðu guðdómleg enda engin önnur en frk Guðrún Jónsdóttir að fljúga með okkur. Fengum sæti í röð 5 þannig að við sátum í Saga Class sæti og fengum nánast fullkomna Saga Class þjónustu. Flugfreyjurnar stjönuðu í kringum okkur þar sem við vorum vinkonur Guðrúnar :)
Síðan var lent í Boston og tókum leigubíl heim til Möggu og Gumma. Alla leiðina var ég með krossaða fingur að þessir þrír lyklar sem ég hafði smíðað eftir myndu virka. Einn var að útidyrahurðinni, einn að póstkassanum og einn að innihurðinni.
Úff nú voru góð ráð dýr! Hvorki hvíti, bleiki né græni lykillinn virkaði að útidyrahurðinni og við Nína stóðum úti með massífan farangur. Þökk sé partýglöðum ameríkönum á efstu hæðinni í blokkinni náðum við að smygla okkur inn í andyrið! Hummm tékkaði á öllum lyklunum á póstkassanum og komst að því að græni væri póstkassinn og bleiki inn í íbúðina.
Hvað gera Danir þá... Jú víst vorum við komnar inn í íbúðina en ef við hefðum lokað dótið okkar inni þá hefðum við ekki komist inn aftur um aðalhurðina því hvíti lykillinn komst ekki einu sinni inn í skránna.... hummmm best að hringja í Gumma... Hvar eru aukalyklarnir sem þú sagðir að væru í íbúðinni.... hann bara.... þeir eru í kommóðunni, já eða náttborðinu, já eða í eldhúsinu, já eða í stofunni, já eða í skrifborðinu, já eða þarna eða þar.... Í 300 gráðu hita.. (ekki búnar að setja loftræstinguna á) gerðum við Nína dauðaleit að helv&$%& lyklunum og fundum ekki... þangað til Gummi hringdi aftur og sagði já.. en prófiði þarna já og þarna og þarna.... hummmm hafði greinilega ekki hugmynd um hvar þeir voru. En eftir að við kíktum aftur í fullkomnu skipulögðu kommóðuna hennar Möggu með fötunum hans Hrafnkels þá voru lyklarnir þar velfaldir... Hjúkkk Lyklarnir fundnir!
Já og Magga.. allt lítur voða vel út og sjónvarpið er á sínum stað :)
Mmmmmm þá gátum við loksins farið á Cheesecake .. Fórum og náðum í Guðrúnu...
fengum okkur Mohitos á barnum og skoðuðum matseðlana. Úff hvað það er mikið girnilegt til!
Ákváðum að fá okkur svona Thai Lettuce Wrap .. Þið sem voruð með mér síðast í Boston vitið hvað það er mmmmmmmmmmmmmmm..... og svo fékk ég mér eitthvað snilldargott Boritos.
Cheesecake Factory klikkar seint! Að sjálfsögðu var síðan kíkt í dröggann... (Walgreens) og rölt um borgina mína :)
Núna erum við síðan vaknaðar rise and shine og ætlum að rölta eitthvað um með Guðrúnu.
Klukkan 12 förum við síðan upp á flugvöll og tökum vél niður til Orlando. Verðum reyndar netlausar þar.. þannig að ef ég sé netkaffi þá hoppa ég inn... annars skrifa ég næst 29 ágúst.
Hlakka til að heyra í ykkur... og ég sakna ykkar strax
Love Lára
3 Comments:
Hæ darling
Gott að heyra að ferðin hefur gengið vel og allt það. Skemmtilegt og hressandi lyklaævintýri sem þið hafið lent í heheheh
Ummmmmm...... Cheescake - ég bara fæ vatn í munninn við að skrifa nafnið ;)
Góða skemmtun í Orlando skvísós :)
Knús yfir hafið
Dagga
Hei, ég sagði að lyklarnir væru í kommóðunni. Ég faldi þá bara vel. Mér fannst líka gaman að geta sent ykkur í feluleik í hitanum. Djö. verst að hafa misst af grillveislunni
stórt knús .... góða skemmtun í orlandoinu gellan mín.
Natan Blær biður sérstaklega vel að heilsa :)
Kveðja Halldóran og Nataninn
Skrifa ummæli
<< Home