Sennilega lengsta færsla í heimi....
Hæ hæ þið öll á klakanum heima!
Þið sem hélduð að við værum dauðar þá hefur bara aldeilis margt drifið á daga okkar síðan við skrifuðum síðast og því höfum við bara hreinlega ekki haft tíma til að blogga. Eftir göngutúrinn góða sem við skrifuðum um síðast fórum við að stússast heilan helling. Nína fór og keypti sér einn bol sem hún gleymdi að kaupa sér í síðustu verslunarferð. Síðan fórum við í góðan bíltúr um Orlando og fundum loksins Liquor Store þar sem við gerðum stórgóð kaup. Sjá afraksturinn hér.
Fimmtudagur 24. ágúst
Doldið druslulegur dagur og þreytulegur eftir skemmtilegt kvöld. Náðum þó að vera komin út í sundlaug um hádegi. Við vorum þar til að verða fjögur þegar við hentumst heim í sturtu og í föt og fórum síðan í Universal Studios og borðuðum á Hard Rock café. Eftir það var haldið á Hard Rock Live tónleikastaðinn þar sem við fórum að sjá Wu Tang Clan. Já, þið segið það! Ég held að ég skrifi ekki mörg orð um þá tónleika... Okkur leið eins og við værum á Rottweiler tónleikum án þess að ég sé eitthvað að lasta þá :)
Vorum á tímabili að spá í að fara bara heim á miðjum tónleikum sér í lagi þar sem strákarnir fyrir framan okkur reyktu dálítið mikið af jónum sem við vorum ekki alveg að fíla. En við dugðum þó út tónleikana eftir að búið var að reka strákana í burtu og sáum allt heila clanið, Method Man og co og heiðrum minningu Old Dirty Bastard. R.I.P.
Tónleikarnir voru búnir um miðnætti og þá var aldeilis kominn háttatími hjá skvísunum.
Föstudagur 25. ágúst
Ræs ræs snemma snemma því nú var málið að taka daginn með aldeilis trompi. Ásta, Jón Viðar, Auður og Stebbi komu upp úr níu að sækja okkur og við héldum í Wet n Wild þar sem við tókum daginn aldeilis með trompi. Fórum í nánast öll tækin og skemmtum okkur konunglega. Upp úr tvö var hins vegar eins og hellt væri úr fötu með þvílíkum þrumum og eldingum að öllum tækjum var lokað og þurfum við að leita skjóls undir einhverju tjaldi í rúmar 30 mínútur. Shiiiiit hvað það rigndi mikið. Um leið og stytti upp og þrumurnar hættu þá opnuðu tækin aftur og við hlupum um eins og lítil börn. Við vorum í garðinum til að verða hálffimm þegar við héldum heim á leið. Þá tók við maraþon að taka sig til því við áttum pantað borð á Benihana´s (Japönsku steikhúsi) kl. 8. 30.
Við Nína löbbuðum yfir til krakkanna og leigubíllinn kom síðan og sótti okkur kl. 7.30.
Benihana er ekkert smá skemmtilegur staður og hvet ég alla sem eiga leið um Orlando að koma þar við og borða. Maður situr við borð þar sem er eldað fyrir framan mann og hefur maður sinn eigin þjón og kokk sem leikur listir sínar meðan hann eldar þennan líka rosalega góða mat. Krakkarnir voru rosalega ánægð með staðinn. Við vorum amk öll pakksödd eftir hrikalega góðan mat.
Þar sem var nú föstudagur vorum við ekki alveg á þeim buxunum að fara strax heim. Þess vegna skelltum við okkur í Pleasure Island í Down Town Disney sem er svæði með fullt af skemmtistöðum við allra hæfi. Fórum meðan annars á R&B klúbb, 70´s and 80´s klúbb og síðan á Rock n Roll stað þar sem var live hljómsveit að spila. Tókum síðan leigubíl heim um 2 leitið.
Laugardagur 26. ágúst
Vöknuðum um hálfellefu leytið ennþá saddar og sælar eftir matinn á Benihanas. Kíktum út í sundlaug og hittum krakkana. Vorum heillengi í sundi. Nína skrapp meira að segja í Walmart og keypti blaksundbolta og lékum við okkur heillengi í blaki í sundlauginni. Þvílíkir blaktaktar hafa ekki sést áður í Flórída. Eftir gott sund og sólbað sátum við með krökkunum við klúbbhúsið og kjöftuðum og drukkum 1 dollara bjór á happy hour. Pælið í því að borga 70 kr fyrir bjór. Það eru 100 bjórar fyrir 7000 krónur... Tja ekki svo slæmt.
Eftir góðan dag í sundlauginni fórum við heim og skiptum um föt og skruppum niðrí Premium Outlet og versluðum okkur m.a. sitthvor Ray-Ban sólgleraugun. Eftir hellings langt sund og hellings langt versl vorum við orðnar sársvangar og komum því við á Subway á leiðinni heim. Fórum þreyttar að sofa upp úr miðnætti.
Sunnudagur 27. ágúst
Ætluðum aldeilis að vakna eldsnemma til að olíubaða okkur og nýta sólina út í ystu æsar.
Vöknuðum um átta leytið og fórum fram úr um hálfníu. Hins vegar lét sólin ekkert á sér bera fyrr en upp úr ellefu sökum mikilla skýja... hvítra skýja.. já ekki blárra skýja :) Einkahúmor ha ha ha...Settum þess vegna bara í nokkrar þvottavélar og bjuggum okkur til eðal morgunmat. Upp úr ellefu fórum við hins vegar út í sundlaug og lágum þar í olíubleyti til um hálfþrjú. Þá fór að þykkna upp eins og flesta daga hingað til með rigningu og þrumum og eldingum og öllu tilheyrandi. Skelltum okkur því bara í góðan verslunarleiðangur og fórum í Millenia Mall, Belz Outlet og Florida Mall. Enduðum svo góðan dag með því að taka Take Away hjá Tony Romas. Komum heim og fengum okkur rif og bjór, horfðum á Emmy og tókum síðan til í óðalsetrinu hjá Kötlu og Ásgeiri. Vil hér með koma á framfæri kærum þökkum fyrir lánið á húsinu. Þið eruð langbest!
Þið sem hélduð að við værum dauðar þá hefur bara aldeilis margt drifið á daga okkar síðan við skrifuðum síðast og því höfum við bara hreinlega ekki haft tíma til að blogga. Eftir göngutúrinn góða sem við skrifuðum um síðast fórum við að stússast heilan helling. Nína fór og keypti sér einn bol sem hún gleymdi að kaupa sér í síðustu verslunarferð. Síðan fórum við í góðan bíltúr um Orlando og fundum loksins Liquor Store þar sem við gerðum stórgóð kaup. Sjá afraksturinn hér.
Þessar flöskur fyrir aðeins 46 dollara... alls ekki svo slæmt.
Lítið var um sólbað þennan daginn en hins vegar bjuggum við okkur til algjöra snilldar Mojito drykki....
Lítið var um sólbað þennan daginn en hins vegar bjuggum við okkur til algjöra snilldar Mojito drykki....
Það er einn stórgóður kostur við að búa í USA. Maður fær að sjá eðal sjónvarpsefni á undan ísfólkinu á klakanum heima. Fyrsti þátturinn af Prison Break, seríu 2, var einmitt á mánudaginn. Eins og við má búast var hann algjör tryllir og gaf manni amk 8 hjartaáföll.
Getum ekki beðið eftir að sjá þátt nr. 2. Þið megið vel vera spennt eftir að þetta byrji!
Þriðjudagur 22. ágúst
Þessi dagur fór í sólbaðslegu mikla. Lágum í sundlauginni frá kl. 11 til kl. 17. Geri aðrir betur. Ekki myndi maður þó slá hendinni fast á móti slíkum vinnudegi but believe you me að þá er þetta hard work dauðans að vera í svona miklum hita. Veit samt að þið öfundið okkur alveg heilan helling.
Getum ekki beðið eftir að sjá þátt nr. 2. Þið megið vel vera spennt eftir að þetta byrji!
Þriðjudagur 22. ágúst
Þessi dagur fór í sólbaðslegu mikla. Lágum í sundlauginni frá kl. 11 til kl. 17. Geri aðrir betur. Ekki myndi maður þó slá hendinni fast á móti slíkum vinnudegi but believe you me að þá er þetta hard work dauðans að vera í svona miklum hita. Veit samt að þið öfundið okkur alveg heilan helling.
Eignuðumst samt íslenska vini í sundlauginni í dag. Tvö pör sem eru á sama aldri og við, Ásta og Jón Viðar og Auður og Stefán. Ótrúlega hressir krakkar og svo vill einmitt svo skemmtilega til að þau eru bara í næstu götu við okkur. Við skelltum okkur því í sturtu og í partýgallann og pökkuðum Mojito græjum í poka og héldum yfir til þeirra þar sem þau höfðu boðið okkur yfir í Rockstar partý. Vil einmitt nota hér tækifærið og minna alla á það að kjósa Magna næsta þriðjudag á http://www.rockstar.msn.com/. Eftir að við Nína vorum búnar í sturtu tókum við eftir því að vatnið í sturtunni rann ekkert voðalega smooth niður og síðan var eins og það væri að leka vatn meðfram klósettinu. Við þurrkuðum það upp og settum handklæði við til að stoppa lekann. Síðan skelltum við okkur yfir til krakkanna og sátum hjá þeim til klukkan 3 um nóttina og kjöftuðum og höfðum það kósí. Eins og sannir Íslendingar vorum við búin að tengja okkur saman á ótrúlegastu vegu þar á meðal bjuggu Auður og Stebbi á móti Nínu í Skipasundinu í fyrra, Ásta og Jón Viðar eru með Ingu Rut í hestum, Auður var að spila blak á Akureyri og var meira að segja í unglingalandsliðinu hjá honum Magga og síðan var hún í HK með Ingu Rut. Jón Viðar er síðan frændi minn þannig að þetta var alveg hreint ótrúlegt.
Miðvikudagur 23. ágúst
Við ákváðum að sofa aðeins út þennan daginn og þegar við vöknuðum og fórum að pissa þá var nánast allt á floti við bæði klósettin. Við botnuðum ekkert í þessu hvað það gat verið sem væri að og hringdum því í Finnboga sem býr hér í Ventura og sér um húsið fyrir Kötlu og Ásgeir. Á meðan höfðum við sett í eina þvottavél með handklæðum frá kvöldinu áður sem hafði þær afleiðingar að allt vatnið fór að bubbla upp úr bæði sturtunni og baðkarinu á hinu baðinu. Sigurður sonur Finnboga kom yfir með drullusokk og klór og reyndi allar græjur en ekkert virkaði. Bæði klósettin voru stífluð og vatnið lak ekki úr sturtubotnunum og því vatn út um allt. Meiri dagurinn!!!
Við enduðum því með að sitja heima allan daginn og bíða eftir píparanum sem kom og lagaði þetta á 5 mínútum. Hann sagði bara að þetta hefði verið stífla í lögnunum fyrir utan húsið. Við Nína ákváðum því bara fyrst að dagurinn var svona að opna ískalda rósavínsflösku og hafa það kósý í sólbaði út í screeni. Við fórum því ekkert út þennan daginn og pöntuðum okkur bara þunnbotna Dominos pizzu og fengum okkur í glas á náttfötunum og horfðum á úrslitin í Rockstar. Úúúúffff Magni var næst neðstur og því hvet ég ykkur enn og aftur til að kjósa og kjósa og kjósa næsta þriðjudag.
Um leið og úrslitin voru búin bönkuðu Stebbi og Jón Viðar upp á hjá okkur með bjór í hendi og settust niður hjá okkur í einn drykk. Við Nína skelltum okkur þá í föt og hentum víni í poka og fórum yfir í húsið þeirra. Við drukkum ótæpilega af Vodka og Baccardi og höfðum það ótrúlega gaman. Dönsuðum meira að segja við Súperman eins og við gerðum í Vogaskóla í gamla daga og í brúðkaupinu hjá Erleni og Kidda um daginn. Hrikalega skemmtilegt kvöld og vorum við ekki komnar heim fyrr en rétt um hálffjögur.
Nokkrar myndir frá kvöldinu:
Miðvikudagur 23. ágúst
Við ákváðum að sofa aðeins út þennan daginn og þegar við vöknuðum og fórum að pissa þá var nánast allt á floti við bæði klósettin. Við botnuðum ekkert í þessu hvað það gat verið sem væri að og hringdum því í Finnboga sem býr hér í Ventura og sér um húsið fyrir Kötlu og Ásgeir. Á meðan höfðum við sett í eina þvottavél með handklæðum frá kvöldinu áður sem hafði þær afleiðingar að allt vatnið fór að bubbla upp úr bæði sturtunni og baðkarinu á hinu baðinu. Sigurður sonur Finnboga kom yfir með drullusokk og klór og reyndi allar græjur en ekkert virkaði. Bæði klósettin voru stífluð og vatnið lak ekki úr sturtubotnunum og því vatn út um allt. Meiri dagurinn!!!
Við enduðum því með að sitja heima allan daginn og bíða eftir píparanum sem kom og lagaði þetta á 5 mínútum. Hann sagði bara að þetta hefði verið stífla í lögnunum fyrir utan húsið. Við Nína ákváðum því bara fyrst að dagurinn var svona að opna ískalda rósavínsflösku og hafa það kósý í sólbaði út í screeni. Við fórum því ekkert út þennan daginn og pöntuðum okkur bara þunnbotna Dominos pizzu og fengum okkur í glas á náttfötunum og horfðum á úrslitin í Rockstar. Úúúúffff Magni var næst neðstur og því hvet ég ykkur enn og aftur til að kjósa og kjósa og kjósa næsta þriðjudag.
Um leið og úrslitin voru búin bönkuðu Stebbi og Jón Viðar upp á hjá okkur með bjór í hendi og settust niður hjá okkur í einn drykk. Við Nína skelltum okkur þá í föt og hentum víni í poka og fórum yfir í húsið þeirra. Við drukkum ótæpilega af Vodka og Baccardi og höfðum það ótrúlega gaman. Dönsuðum meira að segja við Súperman eins og við gerðum í Vogaskóla í gamla daga og í brúðkaupinu hjá Erleni og Kidda um daginn. Hrikalega skemmtilegt kvöld og vorum við ekki komnar heim fyrr en rétt um hálffjögur.
Nokkrar myndir frá kvöldinu:
Jón Viðar, Ásta og Nína
Stebbi og Jón Viðar
Auður
Lára Beibí :)
Fimmtudagur 24. ágúst
Doldið druslulegur dagur og þreytulegur eftir skemmtilegt kvöld. Náðum þó að vera komin út í sundlaug um hádegi. Við vorum þar til að verða fjögur þegar við hentumst heim í sturtu og í föt og fórum síðan í Universal Studios og borðuðum á Hard Rock café. Eftir það var haldið á Hard Rock Live tónleikastaðinn þar sem við fórum að sjá Wu Tang Clan. Já, þið segið það! Ég held að ég skrifi ekki mörg orð um þá tónleika... Okkur leið eins og við værum á Rottweiler tónleikum án þess að ég sé eitthvað að lasta þá :)
Vorum á tímabili að spá í að fara bara heim á miðjum tónleikum sér í lagi þar sem strákarnir fyrir framan okkur reyktu dálítið mikið af jónum sem við vorum ekki alveg að fíla. En við dugðum þó út tónleikana eftir að búið var að reka strákana í burtu og sáum allt heila clanið, Method Man og co og heiðrum minningu Old Dirty Bastard. R.I.P.
Tónleikarnir voru búnir um miðnætti og þá var aldeilis kominn háttatími hjá skvísunum.
Föstudagur 25. ágúst
Ræs ræs snemma snemma því nú var málið að taka daginn með aldeilis trompi. Ásta, Jón Viðar, Auður og Stebbi komu upp úr níu að sækja okkur og við héldum í Wet n Wild þar sem við tókum daginn aldeilis með trompi. Fórum í nánast öll tækin og skemmtum okkur konunglega. Upp úr tvö var hins vegar eins og hellt væri úr fötu með þvílíkum þrumum og eldingum að öllum tækjum var lokað og þurfum við að leita skjóls undir einhverju tjaldi í rúmar 30 mínútur. Shiiiiit hvað það rigndi mikið. Um leið og stytti upp og þrumurnar hættu þá opnuðu tækin aftur og við hlupum um eins og lítil börn. Við vorum í garðinum til að verða hálffimm þegar við héldum heim á leið. Þá tók við maraþon að taka sig til því við áttum pantað borð á Benihana´s (Japönsku steikhúsi) kl. 8. 30.
Við Nína löbbuðum yfir til krakkanna og leigubíllinn kom síðan og sótti okkur kl. 7.30.
Benihana er ekkert smá skemmtilegur staður og hvet ég alla sem eiga leið um Orlando að koma þar við og borða. Maður situr við borð þar sem er eldað fyrir framan mann og hefur maður sinn eigin þjón og kokk sem leikur listir sínar meðan hann eldar þennan líka rosalega góða mat. Krakkarnir voru rosalega ánægð með staðinn. Við vorum amk öll pakksödd eftir hrikalega góðan mat.
Þar sem var nú föstudagur vorum við ekki alveg á þeim buxunum að fara strax heim. Þess vegna skelltum við okkur í Pleasure Island í Down Town Disney sem er svæði með fullt af skemmtistöðum við allra hæfi. Fórum meðan annars á R&B klúbb, 70´s and 80´s klúbb og síðan á Rock n Roll stað þar sem var live hljómsveit að spila. Tókum síðan leigubíl heim um 2 leitið.
Laugardagur 26. ágúst
Vöknuðum um hálfellefu leytið ennþá saddar og sælar eftir matinn á Benihanas. Kíktum út í sundlaug og hittum krakkana. Vorum heillengi í sundi. Nína skrapp meira að segja í Walmart og keypti blaksundbolta og lékum við okkur heillengi í blaki í sundlauginni. Þvílíkir blaktaktar hafa ekki sést áður í Flórída. Eftir gott sund og sólbað sátum við með krökkunum við klúbbhúsið og kjöftuðum og drukkum 1 dollara bjór á happy hour. Pælið í því að borga 70 kr fyrir bjór. Það eru 100 bjórar fyrir 7000 krónur... Tja ekki svo slæmt.
Eftir góðan dag í sundlauginni fórum við heim og skiptum um föt og skruppum niðrí Premium Outlet og versluðum okkur m.a. sitthvor Ray-Ban sólgleraugun. Eftir hellings langt sund og hellings langt versl vorum við orðnar sársvangar og komum því við á Subway á leiðinni heim. Fórum þreyttar að sofa upp úr miðnætti.
Sunnudagur 27. ágúst
Ætluðum aldeilis að vakna eldsnemma til að olíubaða okkur og nýta sólina út í ystu æsar.
Vöknuðum um átta leytið og fórum fram úr um hálfníu. Hins vegar lét sólin ekkert á sér bera fyrr en upp úr ellefu sökum mikilla skýja... hvítra skýja.. já ekki blárra skýja :) Einkahúmor ha ha ha...Settum þess vegna bara í nokkrar þvottavélar og bjuggum okkur til eðal morgunmat. Upp úr ellefu fórum við hins vegar út í sundlaug og lágum þar í olíubleyti til um hálfþrjú. Þá fór að þykkna upp eins og flesta daga hingað til með rigningu og þrumum og eldingum og öllu tilheyrandi. Skelltum okkur því bara í góðan verslunarleiðangur og fórum í Millenia Mall, Belz Outlet og Florida Mall. Enduðum svo góðan dag með því að taka Take Away hjá Tony Romas. Komum heim og fengum okkur rif og bjór, horfðum á Emmy og tókum síðan til í óðalsetrinu hjá Kötlu og Ásgeiri. Vil hér með koma á framfæri kærum þökkum fyrir lánið á húsinu. Þið eruð langbest!
Millenia Mall
Ef vel er að gáð má sjá u.þ.b. 300 svitaperlur á enninu... enda 35°C
En maður er sko alltaf hress... :)
Á morgun er síðan planið að vakna eldsnemma og liggja í sundlauginni þangað til að við fljúgum til Boston um kvöldið. Skrifum því næst frá Boston.... Hlökkum til að heyra frá ykkur næst.... Adíos frá Flórída.
6 Comments:
Það er nánast að maður þurfi að taka sér frí úr vinnunni til að lesa þetta hjá þér skvís þetta er svo langt hehehehhe
En mikið er gott að þið eruð búnar að skemmta ykkur vel og hafa það svona líka gott.
Hugsa til ykkar og hafið góða ferð til Boston. Hlakka svo til að heyra meira frá þér beib : )
Knúsur
Dagga
Hæ hæ:)
Vildi bara óska ykkur góðrar ferðrar og láta ykkur vita að við erum komin með síma hérna í Nýju Jórvík
347-596-2554. Endilega látið í ykkur heyra og gefið mér upp símanúmerið þitt:) Tjus
hæ sætustu eðalskvísur íslands....
ó mæ good hvað mig langar í þennan mojito :)
æðislegt að það sé búið að drekka og versla svona mikið rosalega ánægð með ykkur því þið þekkið mig og mér finnst það langskemmtilegast af öllu he he he :Þ
góða ferð til boston beibí og nína ég kem bara út og hjálpa þér með farangurinn heim he he he eh nei kannski ekki sniðugt því þá þurfum við mjög stóra cargo vél ef ekki tvær he he he ógeðslega fyndin he he he
Þetta eru engin smá massa skrif hjá ykkur. þið klikkið ekkert á því að skemmta ykkur vel, gott að vita. gaman að heyra frá ykkur og spennandi að sjá hvenar þið farið á Cheescake:þ
luv ja - stór koss og knús
sorry þetta átti ekki að vera getraun hjá mér... en það var sum sé ég sem skrifaði anonymous
Vá - þú kemur á óvart með þessarri rosa færslu :) dugleg stelpa !!
keep up the good work!
Ótrúlegt hvað maður getur næstum alltaf tengt íslendinga við sig eða sína - kemur mér alltaf jafn mikið á óvart.
Músímúsímús
Skrifa ummæli
<< Home