30 ágúst 2006

Komin heim!

Hæ hæ,
Ég vona að þið séuð öll búin að ná ykkur eftir síðustu færslu.. enda var hún eflaust sú lengsta í sögunni og ég efa það að ég nái einhvern tímann aftur að toppa þessa færslu.
Á mánudaginn síðasta lentum við Nína á Bostonflugvelli eftir 3 tíma flug frá Orlando þar sem við náðum meira að segja að horfa á Prison Break og fleira í vélinni. Algjör snilld... og ekkert minna spennandi þáttur heldur en síðast. Við tékkuðum okkur inn á Collonade hótelið sem er hótelið sem Guðrún og hinar fluffurnar gista alltaf á. Rosa næs að vera þar, þar sem það er ekki nema 2ja mínútna gangur yfir til Möggu og Gumma. Fórum einmitt til þeirra í gær og horfðum á Rockstar og kusum af okkur rassgatið.
Gærdagurinn var mjög langur en spennandi... :) Var niðrí skóla frá átta um morguninn til sex um kvöldið. Þar fóru fram allskyns formlegheit svo sem eins og að hitta prófessorinn minn og fá advise um hvaða kúrsa maður á að velja. Síðan fór ég í myndatöku fyrir skólaskírteinið mitt og síðan tók við 4 tíma bið eftir immigration status viðtali. Rosa gaman.
Ég fékk mér síðan síma í dag þannig að núna getið þið farið að hringja í mig eins og vitleysingar :)

Sá sem hringir í mig fyrstur eða sendir sms hann fær vegleg verðlaun við komu sína til Boston* :) (*flugfar ekki innifalið)
Magga og Gummi buðu okkur síðan í mat í kvöld þar sem við ætlum að horfa á úrslitin í Rockstar og hafa það kósí með bjór og með því.
Á morgun ætlum við síðan að klára bankamálin og fara svo með Ásdísi í Ikea og skoða staðarhætti og byrja að melta allt sem er til :) Jeiiii... hlakka til að heyra í ykkur næst.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Frábært að heyra... ég verð með ykkur í anda í IKEA - sko það sem þig vantar er sleif, skurðar bretti, glös, hnífapör ... píííp ... en annars máttu bara ráða því sjálf ;)

07:41  
Blogger Guðrún bullaði...

hæhæ sæta mín..vona að allt gangi vel og svona. Kem ekkert til Boston í sept:( fer bara á eitthvert annað skítapleis. Luv jú and miss jú lots and lots. xxxxxx

14:21  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Gaman að lesa um ævintýri þín í USA Stúfur minn. Væri sko alveg til í að kíkja með í svona eins og einn verslunarleiðangur.
Þinn Gáttaþefur

20:23  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Gaman gaman...eg vaeri nu alveg til i ad fa ad sja fleiri myndir kannski setja nokkrar i albumid eda eitthvad. hvernig vaeri tad. Soknum ykkar svakalega.
Ps. Dawn er ad spyrja hvort tu aetlir ekki ad koma i afm hennar i end sept.. hehe hafdu tad sem allra best.. bjollum fljotlega.

16:32  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

I dont like you very much !!! Verð að viðurkenna smá vott af öfundsýki við lestur færslunar ógurlegu um Flórída!! VÁÁÁ hvað það er búið að vera leiðinlegt hjá ykkur, miklu skemmtilegar hér í góða veðrinu!! satt manneskja!!
En ég vona að þú hafir það voða voða gott og átt eftir að brillera í skúlen !! Má ég ekki bara flytja til þín? gott mál, kem á morgun !:)

11:34  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Þú ert alltaf velkomin! Býst þá við þér annað kvöld ... er búin að búa um þig :) Komdu fagnandi :)

12:42  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hæ dúllan mín
Er ekki komin tími á nýtt fréttaskot? Nei ég bara segi svona af einskærri forvitni - kannski einhver Lára í mér ;) hehe
Haldið áfram að hafa það gott - og ég er farin að hlakka til að sjá Nínu þegar hún kemur heim með ferðasöguna :)
Knúsur yfir hafið
Dagga

04:53  
Blogger Guðrún bullaði...

Hæhæ ertu ekki örugglega ennþá meðal vor??;) Maður er svo spenntur að fá að heyra hvernig gengur hjá þér dúllan mín. Lovjú

20:28  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Henný tölvuhefta, sem kann ekki að kommenta ennþá, bað mig um að koma þeim skilaboðum á framfæri að hún sé orðin vel fréttaþyrst. Hún kom hérna og hraunaði yfir mig rétt og ég væri ábyrg fyrir þessum slugsahætti í þér. Plís bættu úr þessu svo ég verði ekki fyrir frekari árásum.
Bestu kveðjur annars úr Skaftahlíðinni
Dagga
nú og þá líka Henný :)

12:16  

Skrifa ummæli

<< Home