Þið segið það!
Já, ég er eiginlega alveg hreint hrikalega ómöguleg :)
Ég vafrast milli blogga hjá vinum og vandamönnum og fussast og sveiast hér í einrúmi yfir því hvað allir eru hrikalega lélegir að blogga! Henný - Ásdís - Doddi og Guðrún mættu nú alveg fara að skrifa oftar svo ég geti lesið um raunir þeirra....
.. en svo uppgötva ég að ég er sjálf ekki búin að skrifa í tæplega viku!!! Hvurs lags er þetta eiginlega! Maður á nú varla að fussast í öðrum sem maður getur ekki einu sinni staðið við sjálfur.
Því hef ég ákveðið að taka hana DayB vinkonu mína til fyrirmyndar og vera ógeðslega dugleg hér eftir að uppfæra bloggið mitt :)
Héðan er annars bara allt hrikalega gott að frétta...
Hitastigið er svona á góðri niðurleið... úr 30 gráðum niðrí 20 gráður og ef maður á að vera totally honest þá er bara orðið pínu chilly :) Djöfull er maður fljótur að aðlagast.
Skólinn gengur mjög vel .. Búin að skila tveimur heimadæmum í báðum kúrsum og búin að fá þrjú þeirra til baka : 100%, 100% og 19,5 / 20.
Helvíti gott :)
Annars er mjög gaman að kynnast mismunandi menningarheimum fólks. Var einmitt að tala við einn frá Indlandi og einn frá Pakistan sem eru með mér í bekk. Pakistaninn var að tala um hversu mikla heimþrá hann væri með ... og ég nottla bara nú? Hva.. saknarðu fjölskyldu og vina?
Hann bara nee.. og já... bara alls... Það er allt svo hratt í USA.. t.d. er allt internet keyrt á innhringimódemum og hann var mjög frústreraður að það skyldi aðeins taka örskamma stund að skoða emailið sitt hérna í Ameríkunni. Ég bara ha? Hvað meinarðu? Hann: Já, ég meina hvað á maður þá að gera við allan hinn tímann sem maður sparaði?
Humm.. doldið spes.... Annað sem er doldið spes er að allir skemmtistaðir loka kl 12 á miðnætti í Indlandi og áfengi er með öllu ólöglegt í Pakistan. Úfff !
Ef þú villt kaupa þér vín í Indlandi þá þarftu ekki að sýna skilríki sem gerir það að verkum að allir niðrí 13 ára geta keypt sér bús... já og ef þú ert stoppaður fyrir að keyra og drekka þá bara borgarðu löggunni svo sem eins og samsvarar 3 dollurum og þá ertu sloppinn.
Síðan ef þú ættir næga peninga þá kæmist þú nánast upp með að drepa hálfa þjóðina í Pakistan.. bara ef þú mútar löggunni nógu helvíti mikið... (100 dollara eða svo :) )
Já, mikið lifandi ósköp er ég fegin að hafa fæðst og alist upp á Íslandinu góða :)
Talandi um aðrar menningar og tungumál...
Haldiði að ég sé ekki búin að skrá mig í spænskunámskeið. Fríkeypis og alles. Maður mætir einu sinni í viku í klukkutíma í senn og fær að læra tungumálið og önnur menningarmál. Er meira að segja búin að plata hana Möggu með mér.
Þá er eitt skref af nokkrum komin í process.. og þá á ég bara eftir að verða atvinnusöngvari, sushigerðarkona, strippari.. og hvað var það aftur fleira? :)
Annars er ég búin að hafa alveg hellings að gera.
Síðasta föstudag fór ég með Ásdísi og Dodda í bíó og sá þá snilldarmynd, A little Miss Sunshine.
Mæli með henni þegar hún kemur í bíó heima!
Á laugardagskvöldið bauð ég síðan öllum íslensku vinum mínum; Ásdísi og Dodda, Möggu, Gumma og Kela Kelirófu í mat í slottið. Boðið var upp á eðal kjúklingalundir á teini í teriyaki / engifers marineringu og meðlæti. Í forrétt gæddum við okkur síðan á Artichoke/Chilli dippinu hennar Mömmu ásamt "nakkosi" :) (Nachos á góðri ensku en mamma ber það alltaf fram sem nakkos þrátt fyrir hundrað tilraunir til að leiðrétta hana :) )
Við skemmtum okkur konunglega.. aðrir betur en sumir ... no comment hehe
Síðan er nánast orðið fullt í heimsóknartíma til Láru sinnar í Boston.
Ef einhver biður ógeðslega fallega þá er vel hægt að skvísa... en fyrst kemur hún Íris frænkan mín í heimsókn til mín núna á miðvikudaginn og ætlar að vera í heila viku jeiiiiiiiiiiiiii.
Þá mun hún halda hinum megin á landið þar sem hún ætlar að vera í LA í 2 mánuði! Go girl!
Síðan koma Elsa og Oddur, stjúpforeldrar mínir í heimsókn og síðan ætla mamma og pabbi að koma 27 okt til 30 okt.. fara þá til Orlando í mánuð og koma svo aftur 22. nóv til 26. nóv og verða hér yfir Thanksgiving :)
Ekkert smá gaman. Síðan ætlar hún Nína fína í Kína eflaust að kíkja á mig... nánari dagsetning liggur þó ekki endanlega fyrir.
Held ég segi þetta gott í bili en læt fylgja með nokkrar myndir.....
Skólinn minn :)
Útidyrahurðin mín :)
Íbúðin mín, á 2. hæð vinstra megin við hvíta skreytta gluggann.
Alltaf pláss fyrir fleiri gesti :)
Nægur matur til í ísskápnum...
Kósí hjá okkur...
Fallega fólkið
Það var aðeins fengið sér í aðra tánna :)
Dúdarnir Doddz og Gummz
9 Comments:
Hæ skvís. Já ég segi það með þér að það er æðislegt að kynnast ólíkum menningarheimum og sjá hvað það er gott að vera Íslendingur. Ohh ég öfunda þig að vera á spænskunámskeiði, ég væri sko mikið til í að vera þarna með ykkur Massa.
Hafðu það gott í Boston,
Vi ses igen men hvornar jeg ved ikke.
Kv. Íris
Hæ krútta mín,
Bara rétt að óska þér til hamingju með að geta bloggað hehehe.... Nei svona í alvörunni þá ert þú ert rosadugleg það verður sko ekki tekið af þér.
Ég get ekki séð eitt einasta vítamín vatn í ísskápnum hjá þér - spurning um að laga það fljótt!! Þá er þetta orðið bara alveg elegant hjá þér :)
Knúsur
Dagga
Það er bara alls ekki rétt þá þér...í efstu hillunni hægra meginn sést glitta í 2 stk vitamín vatn.. og samtals eru þar um 12 flöskur! :)
Jú Dagga mín það er vítamínvatn í ískápnum. Þú hefur ekki skoðað myndina nógu vel. Skoðaðu efst í ískápnn hægra megin ;)
Nína
Great minds think allike :)
Kíkt á bloggið þitt og vildi bara óska þér til hamingju með allt, stórglæsileg íbúð sem þú ert í;) gangi þér rosa vel
Ég verð nú bara að byrja á því að segja að ég er hálf smeik við að skrifa eitthvað hér, hrædd um að einhver sé að skrifa það sama og ég á sama tíma ... hehehe
Ég vildi bara deila því með þér að það verður sko nóg að gera þegar þú kemur heim um jólin.
Ég fór með Betu í BT á föstudagskvöldið og sé þá þar að það er kominn nýr Singstar diskur sem hefur ekkert verið auglýstur, þannig að ég veit ekkert hvenær hann kom út. En auðvitað keypti ég hann !!!! Svo í byrjun Nóv. kemur annar út þannig að það verða til tveir nýir Singstar diskar sem þú átt eftir að prófa. Ég býst við því að ég þurfi að kaupa eyrnatappa fyrir gömlu hjónin á efrihæðinni. Við ætlum að hafa þetta syngjandi Jól :)
Bráðum koma blessuð jólin
Nína Björk
Úff.. ég er einmitt búin að renna yfir lagalistann og byrjuð að hita upp.... Reyni að skora á Ásdísi í Karoke Sushi einu sinni í viku fram að jólum.... :)
Þú stendur þig alveg massavel í blogginu ;) ekkert smá kósí að fá liði í mat..... var bara með ykkur í anda.
Skrifa ummæli
<< Home