21 september 2006

Ekki mikil viska þar á ferð....

Hvernig hreinlega stendur á því að það séu til viskustykki, nota bene VISKUstykki, sem hreinlega þurrka bara alls ekki neitt! Þau hafa einn tilgang í lífinu... að þurrka leirtau, jú og kannski að vera upp á punt. Ég keypti rosa fín rauð viskustykki í Bed, Bath and Beyond og er búin að þvo þau 3svar.... og þau bara þurrka alls ekki neitt... meira svona dreifa bleytunni...
Hvernig má það vera?

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

hhmmm... veit ekki með þig en í minni sveit heitir þetta viskastykki.... semsagt ekkert tengt visku.

En þú þarna upprennandi húsmóðir! Ekki setja mýkingarefni í viskustykkin þín, ask me anything, I know.

Knús og kossar
Henný

17:53  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hef lent í þessu vandamáli og það er ferlegt. Ég nota ekki mýkingarefni en það var samt sama sagan. Ég get sagt þér það að þú getur keypt viskastykki í Crate&Barrel, þau virka vel get ég sagt þér af mikilli reynslu (allavegana ekki lent í þessu með þau) Hin, tja þau eru bara aftast í skápnum af því að ég gafst upp á að nota þau - örugglega á leiðinni í ruslið.......
Knúsur
Dagga

18:13  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

visku viska
póteitó pótató
tómeitó tómató

what´s the difference :)

skelli mér í crate&barrel á morgun hehehhe

22:06  
Blogger Guðrún bullaði...

Svo er bara að nota sjóðandi heitt vatn þegar mar er að vaska upp;) Auðveldara að þurrka þá....kveðja Martha Stewart

08:11  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Já... ef það væri til sjóðandi heitt vatn í ameríku hehehhe

14:00  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Mig vantar svo VÍTAMÍNVATN !!!!!
það er svo gott að þamba það :)

11:22  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Sendi eitt með DHL á eftir...

Straight to Shipswim

13:38  
Blogger Unnur Stella bullaði...

Elsku dúllan mín,
þetta er rétt hjá henni Henný, þetta heitir viskastykki og að viska eitthvað þýðir að þurrka. Þegar ég var lítil og hrekkjótt (bara í den sko) þá gerðum við alltaf mikið grín að þeim sem sögðu viskustykki en ekki viskastykki. Einmitt afþví viskAstykkin eru einstaklega óviskuleg ;o)

Svo þetta með að dreifa bleytunni. Búin að fá frábæra lausn á því. Ekki setja viskastykki í þurrkara, bara hengja upp úti og þá verða þau fín aftur.

Bið að heilsa í Bostoníunni.

14:54  
Blogger vilborg bullaði...

Til hamingju með sæta íbúð og smekklegt innbú.Hlakka til að máta sófann vonandi sem fyrst.
Gangi þér vel í baráttunni við viskastykkin
hils pils
Villý

18:44  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Lara min bara kaupa odyr viskastykki tau virka miklu betur en nokkud annad. og svo eftir ad tu ert buin ad tvo tau ta bleyta tau med koldu vatni og hengja upp tau verda alveg frabaer. Soknum tin love fra oxford

16:54  

Skrifa ummæli

<< Home