15 október 2006

Brjálað að gera :)

hæts... ég er ennþá á lífi.. :)
Bara alltaf crazy að gera á þessu heimili!
Í næstu viku eru fyrri midterm prófin í báðum kúrsunum þannig að ég er að fara í 2 próf í næstu viku. :( Það er nokkuð merkileg tilfinning að vera að læra undir próf.... og þá actually vera að rifja upp fyrir próf en ekki LÆRA undir próf svona eins og all nokkur síðustu skipti voru þegar maður fór síðast í próf.
Af hverju var enginn búinn að deila þeim fróðleik með manni að það væri bæði áhrifaríkara, maður lærði meira og maður hefði meira gaman af, ef maður myndi læra jafn óðum yfir veturinn og gera heimadæmin sín sjálfur... ekki hin víðfræga copy-paste tækni sem var allsráðandi í VR2 í den. Ok ég er kannski að ýkja... hehe ég lærði alveg fullt heima en ekki nærri því eins dugleg og ég er búin að vera hér... þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að árangurinn verði jafn góður :) :)
Íris fór heim á fimmtudagsmorguninn síðasta yfir til LA og það var alveg yndislegt að hafa hana.
Á þessari viku sem hún var hérna náðum við að bralla heilan helling og skemmtum okkur rosalega vel. Gaman að geta nýtt tækifærið að skoða borgina og gera eitthvað túristalegt og antitúristalegt meðan það eru gestir í heimsókn... GESTIR segiði... þess má til gamans geta að á næstu 22 dögum.. þá eru ekki meira en 6 dagar sem ég verð ein í kotinu.´
Já það er hrikalega gaman að vera svona vinsæll og eiga svona marga góða vini :) Elsa, Oddur og Doddý frænka koma á miðvikudaginn og verða fram á sunnudag. Mamma og pabbi koma svo 27 okt til 30 okt.. og svo koma Vilborg og Nína 29 okt til 5 nóv. Síðan verða Silja og Erla hérna í Boston líka 27 okt til 30 okt þannig að það er sko nóg að gerast :)
Þess vegna ætla ég að reyna að finna allskonar skemmtilegt að bralla með þeim og reyna að finna alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð til að skoða... Allar tillögur vel þegnar :)
Skrapp í gær út að borða með Baddý og Bjössa vinnufélaga hennar og kynnti þeim fyrir Symphony Sushi... Ekki varð maður fyrir vonbrigðum þar frekar en fyrri daginn :)
En... núna ætla ég að halda áfram að læra.... Bið að heilsa ykkur heima í bili....
Ciao :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

jeiii ég er fyrst að skrifa :)
Núna verða allir glaðir með það að þú sért búin að skrifa.

11:36  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hæ sæta mín
Eins gott að þú náir því að læra eithvað þó að það sé svona þvílíkur gestagangur hjá þér. Veit svo sem að þú átt eftir að standa þig fljúgandi vel - ekki spurning um það!
Skemmtu þér vel með gestunum og haltu áfram að njóta lífsins.
Knús
Dagga

18:04  

Skrifa ummæli

<< Home