10 nóvember 2006

Pæling..

Ætli það renni einhvern tímann upp sá dagur að maður geti verið á tveimur stöðum í einu...??
Hugsið ykkur ef maður gæti verið í sitthvorri heimsálfunni og verið að skoða og upplifa mismunandi hluti á sama tíma. Ætli það væri ekki fínt? A.m.k. helvíti mikill tímasparnaður :)
Svo er spurningin hvort þetta væri siðferðislega rétt? Ætli margir myndu ekki misnota þetta og lifa tvöföldu lífi? Það er spurning... það væri þá hægt að setja þá aðila í straff í að geta verið á tveimur stöðum í einu....
Amk væri ég obboðslega mikið til í að geta verið á tveimur stöðum í einu í kvöld, því að í kvöld er risa partý á Nasa fyrir alla gömlu Stöðvar 2 starfsmennina sem hafa unnið þar á sl. 20 árum og áður en 365 stórveldið varð til :) Þeir sem þekkja mig vita að ég má hreinlega ekki missa af neinu og því verkjar mig í hjartað að fá ekki að tjútta með Döggu, Helgu Gísla, Bryndísi, Ástu, Rakel og öðrum stórvinum mínum í kvöld.... Ég hefði seriously skoðað það að fara heim ef ekki væru Midterms í næstu viku... (já kannski ekki í alvörunni... en svona í þykjustu heimi hefði ég farið heim :) Góð hugmynd að minnsta kosti....)
Annars verður eflaust bara hundleiðinlegt hjá þeim þar sem vantar aðaldjammpíuna :) hahahahhahahahh ég má allavegana halda það ...
Muniði svo líka eftir þáttunum í gamla daga þar sem stelpan setti puttana saman og stöðvaði tímann.. þannig að hún gat gert það sem hún vildi og svo bara klappaði hún og þá varð allt aftur normal... Ég væri alveg til í það núna þegar ég er að fara að læra undir þetta #$%#$& leiðinlega lík og töl próf. Neinei... ég massa þetta bara....
Annars er doldið spes að það eru bara 3 * 13 dagar þangað til að ég kem heim....
Það eriggi neiiitttt.... :)
Heimta heimkomunefnd, skilti, blóm, alla fjölmiðla landsins og allan pakkann þegar ég kem heim :) Hlakka ógó mikið til að knúsa ykkur öll....
Back to the studies... Love you guys..
P.s. Ég vil nota tækifærið og lýsa eftir góðvinkonu minni Henný Sif Bjarnadóttur!
Væri obbboðslega gaman að heyra frá henni :) Ég veit þú ert þarna úti..... svaraðu símunum þínum eða hringdu í mig :) Love you ...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Þú ert náttlega bara dúlla!!

Fullt af knúsum og kossum
Dagga

15:12  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Já ef ég gæti skipt mér, þá væri einn hluti að vinna fyrir hinn hlutann ... því hinn hlutinn væri að ferðast og eyða peningum og hafa það næs :)

20:30  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Jamm nákvæmlega!
Bara sniðugt!

22:39  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Heyrðu það vantaði greinilega AÐAL í gærkveldið - hvað er að manni þegar maður gefst upp með hausverk fyrir hálf eitt!! Ég vill meina að þetta sé Láru leysi....... Ekkert annað!!!
Og já ég man eftir þættinum með stelpunni sem frysti tímann - mikið svakalega langaði mann að gera svoleiðis og eiginlega langar enn.......
Og að endingu - spurning um að ég hafi samband inn á þessa miðla sem ég er að vinna hjá til að láta vita af heimkomu þinni til að sá sem er á vakt þá geti undirbúið þá mögnuðu frétt sem þarf að segja þann daginn.......

Hrúgur af knúsum
Dagga

06:55  

Skrifa ummæli

<< Home