17 mars 2007

Ja hérna hér..

Jájá ég er ennþá á lífi og aldrei verið hressari :)
Ferðasagan er öll að koma ... segjum að hún sé í smíðum.
Héðan er allt gott að frétta. Upplifði 20°C sól og sumar og feels like -10°c og 15 cm snjó á 48 klst. Geri aðri betur... svo er sagt að það sé funky veður á Íslandi.
Fór í gær í snjónum í ræktina og barðist svo í brjáluðu veðri yfir fenin í Taekwondo. Ég hélt ég myndi deyja á leiðinni heim, eftir mikið púl, að klofa yfir þennan 15 cm snjó sem ákvað að koma bara si svona á einum degi. Var mjög freistandi bara að leggjast í snjóinn og hvíla sig aðeins...
Ég var alveg búin þegar ég kom heim... var komin upp í rúm um tíu.. prjónaði aðeins :) og svaf svo í 12 tíma heheh.
Í dag er St. Patricks day og allar útskýringar á þeim degi eru vel þegnar. Ég skaust yfir í Taekwondo og annar hver maður sem ég mætti á leiðinni var íklæddur grænu og blindfullur...og hver einasti bar stútfullur. Ákvað síðan bara að skella mér í ræktina líka og því má segja að ég sé búin að svitna eins og xxxx í kirkju tvisvar í dag :) Á leið minni þangað varð ég næstum því fyrir snjóbolta árás í snjókasti milli fullra og blindfullra... Gaman að því... Sá hins vegar ameríska leið til að búa til snjóhús og get ekki annað sagt að ég hafi verði impressed.
Hurru.. já ferðasagan öll í smíðum... Ég ætla að stökkva í sturtu og svo í stelpupartý til Ásdísar..
Adíós

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Mikið verð ég að lýsa yfir gleði minni með það að þú hafir loksins bloggað ljósið mitt.
En ég er sum sé samt búin að dæma í stóru blogg keppninni - þó að ég hafi ekki tilkynnt það neinsstaðar, en þá er bara að tilkynna það hér og nú!! Sko þó að ég hafi ekki tekið þátt þá vann ég, svo í öðru sæti varst þú Lára mín, í þriðja sæti var Nína og svo var það Henný sem vermdi botnsætið. En þetta er eingöngu litið á það hversu oft hver og ein af okkur hefur bloggað! Stelpur takið mig til fyrirmyndar ;)
Knúsur
Dagga

20:01  
Blogger Ásdís bullaði...

WHO'S YOUR DADDY????????

03:35  
Blogger vilborg bullaði...

Gaman að sjá hvað þú stundar áhugamálin af miklum krafti. Ég er meira segja pínu smituð af tækwando áhuga, maður ætti kannski að skella sér bara.
Hlakka svo til að fara í prjónó með þér í sumar.
Gúdd lökk girl

06:44  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Heyrðu Dagbjört! Ekki alveg á eitt sátt.... Botnsætið hvað, ég þarf greinilega að eiga við þig orð!

En voðalega er gaman að lesa um hana Láru sína og hvað er mikið að gera hjá henni. ÉG ER ROSALEGA STOLT AF ÞÉR HVAÐ ÞÚ ERT DUGLEG...

Haltu áfram að skrifa, þó svo að það sé nauða ómerkilegt.

Lofjú
Henný

08:21  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Mér finnst það bara ekkert ómerkilegt :)

En sakna ykkar skvísur....

LáRa

10:15  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Já frábært að vita af þér ennþá í fullu fjöri, vá ég hljóma eins og þú sért níræð. samt allavega gott að heyra að gott er í þér hljóðið.

Koss og knús og aftur rosa koss Bryndís

15:40  

Skrifa ummæli

<< Home