Já, Unnur Stella hafði áhyggjur hvort ég hefði lokast inni á bókasafninu, en nei.. langt í frá... og hef ég verið busy að gera nánast allt annað en að læra ... haha hummmm :)
Olga - Óttar - Inga frænka - Hidda - Lára í afmæli hjá Óttari
Þann 1. febrúar síðastliðinn komu Ólöf og Gummi með Fungwah rútunni frá New York city :) Mikið hrikalega var gott að fá þau í heimsókn og knúsa þau í tætlur. Ásdís/Doddi, Ólöf/Gummi hafa aðeins fjallað um þetta á síðunum sínum og því ætla ég að reyna að stikla á stóru.
Á föstudeginum nutum við veðurblíðunnar og löbbuðum um alla Boston. Ólöf og Gummi voru mest hissa hvað Boston væri í raun og veru lítil og hvað hún væri rosalega hrein og fín :) Jamm, þetta er yndisleg borg. Við löbbuðum um Boston Common og ég lét plata mig á skauta! Já var einmitt búin að gefa út það komment að fara aldrei aftur á skauta eftir að ég datt einu sinni svo svakalega að ég var að drepast í rófubeininu í 3 mánuði :) En á svellið fór ég ... einn hring með fram "bakkanum" Nokkuð góður árangur þar hah :)
Ólöf og Ásdís töpuðu sér aðeins í H&M þannig að við strákarnir, ég Doddi og Gummi settumst á barinn á Joes og höfðum það hrikalega gott... bjórinn rann niður sem aldrei fyrr.. og vorum við búin með rúmlega 3 bjóra þegar stelpurnar komu og vorum orðin ansi hress. Skelltum okkur því á Houstons og ekki sveik maturinn þar okkur frekar en fyrri daginn.
Fórum svo heim til Ásdísar og Dodda og spiluðum póker langt fram á nótt og drukkum allllllt of mikið :)
Laugardagurinn rann upp og heilsan svona tjah... hefur verið betri. Skelltum okkur í Museum of Science og sáum mynd í IMAX um Alaska (180° bíótjald þvílíkt gaman). Fórum síðan á gútsí-gútsí (Cuchi-Cuchi) í Cambrigde og fengum fínan mat. Heilsan tjah aðeins að skána en ekki mikið í tjúttfílingnum. Fórum heim til mín og höfðum það kósí :)
Á sunnudeginum fórum við í ljúffengar íslenskar pönnsur til Ásdísar og byrjuðum aðeins að skipuleggja Roadtripið :) Það er vel hægt að segja að það sé stórt verkefni fyrir höndum og tíminn á eftir að líða ótrúlega fljótt.. þannig að það er um að gera að byrja strax að skipuleggja... Ef þú lesandi góður hefur sjálfur eða þekkir einhvern sem hefur farið í Roadtrip um Bandaríkin þá eru allar upplýsingar vel þegnar á laraxgudrun@gmail.com .
Ólöf og Gummi fóru síðan til baka til NYC á sunnudagskvöldinu eftir mjöööög skemmtilega helgi.
-------------------------------
Þriðjudagurinn 6. febrúar rann upp í öllu sínu veldi og enginn annar en Justin Timberlake um kvöldið! Sátum í geðveikum sætum... ég fékk alveg gæsahúð þegar ég labbaði inn í höllina þegar Pink var byrjuð að syngja... milljón manns og allt svo hrikalega flott eitthvað :) Justin klikkaði ekki ... jesú minn hvað hann er hrikalega flottur og flottur dansari :)
Já, svo er maður búinn að vera að taka á því :)
Þessir 3 DVD workout diskar sem ég keypti af Ebay komu í vikunni og er ég búin að vera dugleg að nýta parketið í stofunni :) Einnig erum við búnar að vera duglegar að mæta í Taikwondo og stefnan sett á próf 25. febrúar þar sem við ætlum að ná nýju belti - hvítu með gulri rönd :) Kynntist stelpu frá Sviss í tíma í gær sem var að byrja líka, og er hún í Music Business í Berkelee .. alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Síðan er bara um að gera að taka rækilega á því fram að Roadtripi svo maður eigi eftir að vera hrikalega flott módel á öllum þessum myndum sem verða án efa teknar :)
Fór síðan til Möggu og Gumma í mat á sunnudagskvöldið... ljúffengur matur eins og alltaf og síðan horfðum við á Grammy Awards... Rosa flott show. Öfundaði samt ekkert smá stelpuna sem vann keppnina Grammy moments, og fékk að syngja tvö lög upp á sviði með Justin. Fyrst "Aint no sunshine" og síðan "My Love"..... með bæði Justin og T.I. og dansaði og alles :)
"If I wrote you a symphony - Just to say how much you mean to me - what would you do"
Var síðan að fá pakka sendan að heiman frá Gerðu og Adda og Nínu... Hlý undirföt úr álafoss... síðar afabrækur og bolur þannig að núna verður mér alltaf hlýtt... fékk síðan bókina sem mig vantaði í seríuna um Kvenspæjarastofu nr.1 , auðkennislykla fyrir íslensku heimabankana og síðast en ekki síst 3 stykki af Boxy strokleðri :) jeiiiiiii :)
TAKK FYRIR MIG :)
Humm... núna er þessu skyldu bloggi lokið... vona að ykkur hafi ekki leiðst of mikið.... Hlakka til að skrifa næst... Pásan búin.. og skora á Henný og Nínu að byrja aftur af krafti.. Sakna ykkar allra - þið þarna fólkið mitt á Íslandinu -
Síðan vil ég benda á teljarann að það eru bara 15 dagar í Gerðu og co. og neðst á síðunni er teljari sem segir mér að það séu "bara" 2 mánuðir, 2 vikur og 6 dagar í að Nína komi til Boston ...
.: LáRa GuÐRúN :.
8 Comments:
Mér finnst rassaskautamyndin best.
Reyndar finnst mér pókermyndin nokkuð góð líka. Sérstaklega ánægður með ógæfusvipinn í augunum á mér...svo er líka gaman að sjá muninn á hverning ég og Guðmundur geymum pókertjippsin okkar...
Justin myndirnar eru snilld.
Svo eitt létt lándhás í lokin.
Geðveikar myndir af Justin.... í boði Gumma og Möggu myndavéla smyglara :)
Já póker myndin lýsir eiginlega bara mjög vel stemmningunni... nema chipsin hans Gumma hefðu þurft að vera á gólfinu :)
Spá í að taka eitt hopping front, lándhás, forward punch í lokin ...
Rassaskautamyndin stækkar einum of mikið þegar maður smellir á hana, ég vil helst aldrei þurfa að horfa á rassinn minn aftur með þessari stækkun:)
Takk enn og aftur fyrir æðislega helgi!
Bíddu hvað þarftu að stroka svona mikið? Ertu svona mikill klaufi?
Nína heldur það allavegana :)
Alltaf gott að eiga nóg strokleður ef það skyldi koma stríð ....
Ég tók þetta á hlaupum og fékk þrjú í hendina þegar ég setti hana ofan í dolluna og skellti þessu bara á borðið. Bíllinn var lagður ólöglega þannig að ég var meira að spá í það en hvað ég hefði tekið mörg strokleður. Ekki stroka ég út þannig að Lára fékk þau öll :)
Voða eru þið sæt öllsömul... ég held samt að mér finnist Justin aðeins meira hot (ekki að reyna að vera leiðinleg, hann bara er það :Þ ).
En það hefur greinileg verið ógeðslega gaman hjá ykkur.
Kiss kiss Bryndís
Justin er líka hriiiiiikalega hot... enda er hann maðurinn minn :)
Skrifa ummæli
<< Home