24 janúar 2007

Hitt og þetta :)

Héðan er allt gott að frétta, enda eintóm gleði hér á bæ eftir að Ísland vann Frakkland.
Við (ég, Díz&Doddz) erum nú þegar búin að skipuleggja að hittast og horfa á þessa fjóra leiki sem framundan eru. Við ætlum að horfa saman á Túnis leikinn á eftir meðan við slöfrum í okkur gómsætt Sushi.
Var í skólanum í allan gær með Anish og Gibran vinum mínum þar sem við vorum að vinna í heimaverkefnunum okkar. Síðan vorum við í tíma frá kl 6 og síðan kom ég heim og horfði á ótrúlega skemmtilegt American Idol sem mr. TíVó tók upp fyrir mig.
Hér er aðeins hlýrra og í fyrsta skipti síðan ég kom hefur sést í hvíta jörð :) Ekkert nema gott um það að segja svo lengi sem það er ekki 20 gráðu frost. Reyndar stefnir í að það verði ískalt hérna um helgina....
Til gamans má geta að ég hjálpaði Anish að búa til sinn fyrsta snjóbolta á ævinni. Já ótrúlegt en satt þá hafði hann aldrei séð snjó áður enda frá Indlandi þar sem er alltaf grilljón gráðu hiti. Ég sagði honum söguna þegar við bjuggum til stóra snjóhúsið út í garði hjá Guðrúnu fyrir nokkrum árum og skoraði svo á hann í snjókast um leið og það kæmi almennilegur snjór hér.
Þetta er samt alveg ótrúlegt... og reyndar voru þeir bara hálfsmeykir þegar ég var að kasta í þá snjóboltum hehehh. Ég er ekki svo viss um (þó maður blóti stundum færðinni heima) að maður myndi vilja skipta nokkru út fyrir að hafa aldrei séð snjó.... aldrei farið á skíði, aldrei á sleða út í brekku, aldrei búið til snjókarl, snjóhús eða farið í snjókast... eða jafnvel aldrei búið til engil í snjónum... hummm lífið er ótrúlega skrýtið...
En núna ætla ég að fara að koma mér í handboltastellingar... adíós og áfram Ísland :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Þeir Íslendingar sem búa í útlöndum og hafa áhuga á að fylgjast með beinum útsendingum frá leikjum Íslands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Þýskalandi geta keypt sér aðgang að útsendingum með því að fara inn á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins, www.ihf.info. Þar geta þeir keypt sér aðgang hjá IHF á Netinu.

15:58  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

uuuu... who are you? :)
eins og sést kannski á textunum hér fyrir neðan þá er ég nú þegar að horfa....

21:08  

Skrifa ummæli

<< Home