21 janúar 2007

Hvað er málið....

Fyrst skítur Íslenska handboltalandsliðið illilega á sig í Þýskalandi á móti Úkraínu og síðan tapar New England Patriots í undanúrslitunum fyrir Superbowl.. allt á sama deginum.

Spurning hvort að það eina sem dugi sé að halda með Frökkum á morgun, það væri okkar eina leið til að vinna :) En strákar, þið takið þetta á morgun.... OK Pollýanna...

Annars vil ég bara óska Badminton fólkinu innilega til hamingju með daginn... og þakka Óttari kærlega fyrir gott partý í gær og Hiddu, Ásdísi og Dodda fyrir samveruna í dag... jafnvel þótt við höfum tapað ... :)

3 Comments:

Blogger Unnur Stella bullaði...

Hummmm....leikurinn sem ég horfði á í gær var milli Íslands og Úkraínu, ekki Ungverjalands. Missti ég af einhverju í landafræði í gamla daga? Eða eru þetta ekki lengur tvö lönd þar sem Úkraína liggur norðaustan við Ungverjaland og er töluvert mikið stærri ;o)

Kveðjur frá nördinum í Danaveldi

06:59  
Blogger Guðrún bullaði...

ÆÆÆ ég vorkenndi þeim bara í gær.Ég vona bara að þeir hafi fengið einhverja vítamínsprautu og valti bara yfir Franzaranna.....það sakar ekkert að vera smá Pollíanna;) Sakna þín sæta mín, það væri sko ekki leiðinlegt að sitja með þér og Nínu í kvöld með einn kaldann og garga aðeins á Kassann.

07:12  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Jú hárrétt hjá þér Unnur Stella .. ég held bara að Doddi hafi kallað þetta of oft ÚkraNína með þýskum hreim þannig að það breyttist einhvern veginn í Ungverjaland í hausnum á mér heheh aníhú.. er amk búin að laga það í færslunni.

Já Guðrún.. djöfull sakna ég þess að vera ekki heima og horfa á leikina með ykkur eins og við erum vanar. Held hreinlega að dís&dodd hafi verið hrædd við mig þegar ég fór að garga á sjónvarpið :)

En rúúústum bara þessum leik í dag..

11:23  

Skrifa ummæli

<< Home