10 janúar 2007

SingStar

.... fékk þá afbragðsflugu (gott nýyrði) í höfuðið, þegar ég var að finna "út-að-labba-lög" í iTunes, að leita eftir góðri textasíðu á netinu...
Hver þarf Singstar þegar hann á iTunes, Bose headphone og stórfína söngtextasíðu ???
Sat eflaust í dágóðan hálftíma og söng hástöfum, nágrönnum mínum til mikillar kátínu :)
Það er annars að frétta af SingStar málum í USA að Ásdís og Doddi hafa komist að því að SingStar var gefið út í fyrsta skipti í nóvember sl. Þá hefur einungis verið gefinn út einn diskur en það er SingStar Rock.. sem virðist þó vera ólíkur þeim sem gefinn var út heima. Sögur herma að Ásdís ætli að fjárfesta mjög fljótlega í gripnum og þá getur Ásdís byrjað að þjálfa Boston Dúettinn sem stofnaður var sl föstudag í partýinu heima hjá mér :)
---------------------------------------------------
"Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig. Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði ég að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér."
... Já eða ekki.... :)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Nágrannarnir hafa skemmt sér konunglega ... hehe

En það eru líka til svona karókí leikir í playstation í usa ... svona eins og ég á einn disk af.

17:25  

Skrifa ummæli

<< Home