19 desember 2006

Still in Boston ....

Jáhá... ég veit ekki hvort að hún Nína hafi þessi áhrif.. en það virðist vera sem hún festist alltaf amk einum degi lengur en áætlað er.. Hún kom sem sagt á miðvikudaginn í síðustu viku ásamt fríðu föruneyti frá Hertz. Meðan ég kláraði prófin versluðu þau af sér lappirnar eins og sönnum Íslendingum sæmir.
Á laugardagskvöldið hélt ég bráðskemmtilegt og girnilegt matarboð fyrir íslendingacrewið mitt, Möggu, Gumma, Hrafnkel Árna, Ásdísi og Dodda þar sem gómsætar íslenskar lambalundir voru á boðstólnum. Heppnaðist ekkert smá vel og síðan átum við yfir okkur af jarðaberjum, bönunum og ananas í súkkulaðifondue ;)
Jæja.. þá fór tíminn í það að pakka niður.. enda jólagjafafjallið aldrei verið stærra... kannski er maður aðeins að tapa sér að búa í útlöndum og vera að versla jólagjafirnar tímanlega heheh
Brottfarardagurinn rann upp í gær og var hann hinn hressasti!
Mættum út á völl kl 18:20 og hittum Ásdísi og Dodda beint fyrir utan... þvílík röð sem tók á móti okkur í Check-ininu að við vissum varla hvaða á okkur stóð veðrið... komumst síðan að því að vélin frá því deginum áður hafði bilað þannig að í kvöld væru að fara tvær vélar.. fyrri kl 7pm og okkar vél 8.30pm. Vélin okkar var þó ekki komin frá Íslandi vegna "vondsveðursseinkunnar" þannig að okkar vél var strax seinkað til 11.50pm. Farþegarnir sem áttu að fara með vélinni daginn áður voru nú þegar búnir að bíða 8 klst út á velli fyrri daginn, gista síðan á hóteli .. og stefndi í aðra 8 tíma bið hjá þeim því það tókst ekki að gera við flugvélina. Farangurinn þeirra var síðan fluttur úr "biluðu" vélinni og í okkar vél... og áttum við að bíða eftir að gert yrði við vélina. Sem var að sjálfsögðu eina vitið þar sem hitt liðið var búið að bíða í 2*8 klst.. og mörg lítil börn upptjúnuð og ansi hress. Nema hvað.. skv. einhverjum flugvallarlögum máttu þau ekki testa vélina á flugbrautinni... (hins vegar mega flugvélar taka á loft) en ekki má testa á fullu afli ble ble ekkva.. þannig að fyrst þarna kl 12.30am var fluginu aflýst þangað til í dag...
Við biðum í hálftíma til að vita hvað við ættum að gera... meðan boardað var í hina vélina... og síðan kom sú niðurstaða að við þyrftum að sækja töskurnar okkar og koma aftur á morgun...
ARG nenntum svo innilega ekki að sækja allar 4 töskurnar og bera þær aftur upp heima og svo aftur niður í dag.. Biðum hins vegar í einn og hálfan tíma eftir töskunum.... ZZzzzZZZ og síðan í rúman hálftíma eftir leigubíl! Úff átta klukkutímar á flugvellinum og ekkert gerðist.
Síðan til að kóróna allt þarf maður að bóka sig aftur í vélina og í sæti.. þannig að þessar ungu prúðu kurteisu og almennilegu starfsstúlkur á flugvellinum sögðu að "við þyrftum þúst bara að mæta skilurðu kl 3 (nb 5 tímum fyrir brottför*) ef við ætluðum þúst sko að fá sæti" Jáhá.. aldeilis lúxus... fáum að eyða öðrum eins klukkutímum á flugvellinum....
Nema hvað að ég hringdi í Icelandair símsvarann og bókaði okkur öll á flugið.. mig, nínu, ásdísi og dodda og talaði svo við hann Bússa, yfirmann Icelandair í Boston ( sem var by the way ekki í öfundsverðu hlutverki þessa síðustu tvo sólarhringa) og spurðum hann hvort við mættum ekki bara fara í hádeginu og tékka töskurnar inn og fara svo bara aftur heim og koma um sex... hann var svo elskulegur að segja að við mættum koma kl hálfeitt og tékka inn... Vona bara að við fáum góð sæti.
Tja.. skemmtileg ferðasaga... vonast til að vera komin til íslands um 6.40 í fyrramálið!
Bið að heilsa í bili...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Skohhh Bússi er fínn kall....það eru bara hinar beyglurnar sem mega alveg fara bara heim og vera þar.
Gott að þetta reddaðist oggangi ykkur rosa vel heim og hlakka til að sjá ykkur.

Icelandair sökkar ekki neitt!!;)

13:08  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Jamm Bússi kallinn er fínn.. fengum að tékka inn langt á undan öllum öðrum jeiii :) og erum komin með sæti núna þannig að við getum bara farið út á völl um hálfsjö og farið beint í security jeiii :)Hlakka líka ógó mikið til að sjá þig

13:41  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Ég vona bara að þetta reddast hjá ykkur því að....ÉG VIL FÁ YKKUR HEIM!!!!!!! xo

14:15  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Það liggur við að ég sé heppnari að vera enn föst í prófum.
Vona bara að lenda ekki í þessu sama:)

14:41  

Skrifa ummæli

<< Home