03 desember 2006

Úff púff skítarúff...

Jæja nú jæja...
Þetta er búinn að vera meiri dagurinn!
Gærkvöldið fór í allsherjar póker veislu ásamt dashi af förðunarundraverkum með nýja MAC dótinu okkar... Við vorum einróma sammála um að Íris hafi unnið 1. verðlaun fyrir afbragðs förðun... amk hún gerði eins vel og hún gat miðað við bjórana sem við vorum búin að fá okkur :) Íris fór örlítið fyrr að sofa en við hin .... en við Gummi þraukuðum lengst eða til 6 um nóttina.. eftir mikið spjall og skemmtilegheit ..
Takk Gummi og Ólöf fyrir að taka á móti okkur - þetta var ekkert smá skemmtileg helgi.
Eftir manicure og mexíkanskan mat héldum við Íris út á völl... Ég til Boston (áætlað flug kl 8.10) og Íris til Íslands (áætlað flug kl. 8.15). Svo skemmtilega vildi til að terminalarnir okkar voru bara hlið við hlið þannig að við tókum bara saman taxa út á terminalinn hennar Írisar ... og svo löbbuðum við yfir og tékkuðum mig inn....
En...! Þetta gekk ekki svona hrikalega vel !
Leigubílstjórinn má eiga það að hann var hress... enda gortaði hann sig á því bæði að búa í "the city of the world" ásamt því að standa algjörlega undir væntingum þess að vera "New York City Taxidriver" ... Sem hann svo sannarlega gerði! Ég og Íris sátum í aftursætinu og þvílíka rússíbanaferð höfum við hvorugar farið í... úff... það var fínt að vera loksins komin á áfangastað.
Terminal 7 á JFK.... Eitthvað misskildum við Íris samt hvora aðra... því á endanum vorum við ekki með nægan pening... þannig að Íris stökk inn í hraðbanka til að taka út 20 dollara...
Þar sem þetta var svona sérpantaður leigubíll en ekki gulur cab þá er honum með öllu bannað að taka upp farþega á flugvellinum... þ.e. einungis gulir leigubílar mega taka upp farþega fyrir framan arrival terminalana... og hljóðar sektin upp á fangelsisvist. Okkar maður var nú ekki hræddur við það, heldur gortaði sig við mig meðan Íris hljóp í hraðbankann, að hann gerði þetta nú 5 sinnum í viku síðustu 20 árin og hafði aldrei verið tekinn......
Hins vegar ætlaði það ekki að ganga jafn vel í þetta skiptið... Á meðan hann var að bíða eftir borgun frá okkur skimaði hann sig um í leit að farþegum til að taka til baka....
Meanwhile inside the terminal....
Allir hraðbankar á terminalum voru að sjálfsögðu out of order.. þannig að Íris þurfti að fara í Money Exchange bás til að taka út pening... borgaði $10 fee til að fá $30. En það gekk ekki svo auðveldlega heldur.. því gaurinn var svo mikið að reyna við Írisi og vildi æstur fá að eiga ljósrit af myndinni í passanum hennar... hún bara DUDE I´m in a hurry, get me my money.....
Meanwhile outside the terminal....
Tveir Security gæjar komnir að ræða við bílstjórann og segja honum að ef hann hætti þessu ekki þá munu þeir hringja á lögregluna... Ég bara HVAAR er Íris!!! .... Security gæinn kallar á löggunna og er hún rétt ókomin þegar Íris kemur út og við hendum $50 í gæjann og hann brunar í burtu...
Þá var komið að því að tékka sig inn... það gekk nú ágætlega nema hvað Íris týndi græna miðanum úr passanum sínum... í annað skiptið í þessari ferð heheh en það reddaðist þó að lokum. Helvítis síminn minn var batteríslaus þannig að við Íris gátum ekkert haft samband meðan við vorum að bíða eftir vélunum okkar.... því miður því....
Ég fór út í vél kl 7.30 og þurfti að bíða á brautinni í fu$#ing klukkutíma áður en við fórum í loftið... og síðan fékk ég sms eftir að ég kom heim þar sem vélinni hennar Írisar hafði líka seinkað um einn og hálfan tíma og barinn lokaður :/
heheh well eftir þessa þrautarferð þá er ég loksins komin heim í sætu fínu íbúðina mína...
og þar sem ég nenni hreinlega ekki að byrja í kvöld á heimadæmunum mínum fyrir morgundaginn, þá ætla ég bara að fara að stökkva í bólið...
Þess má til gamans geta að það er kominn teljari hér til hliðar sem sýnir hversu langt er til að ég lendi á Íslandi... Jeiiiii það verður svooooo gaman..... :)
Ætla að fara að skríða í rúmið eftir frábæra helgi !!!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Allt er gott sem endar vel.... gangi þér vel með heimadæmin :)

Kv Bryndís

04:49  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Fólk spyr hvað er SPANX.

luv h

09:35  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Takk fyrir frábæra og ævintýrafulla helgi Lára mín!!! Við komumst NÁNAST heilar til baka ;) love u

09:37  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Spanx er Ótrúlega þægilegt...
Til í henni Amríkunni.. :)
Oprah og Tyra Banks og fleiri celeb eru ALLTAF í þessu.. meira segja búnar að fara úr buxunum í þáttunum sínum og sýna þær hehe ... Við vinkonurnar keyptum okkur svona... algjör snilld. Sést ekki bjúga og gerir flott curv..
Farið á spanx.com og svo mæli ég með higher power buxum:

http://www.spanx.com/pls/enetrixp/!stmenu_template.main?complex_id_in=477024.488695.686135.681433.page

10:43  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Takk kærlega fyrir yndislega helgi. Það var svo æðislegt að hafa ykkur hérna. Hef ekki hlegið svona mikið lengi lengi. Næst knúsa ég þig bara á Íslandinu góða en þangað til mössum við þessi próf.

Ég mæli líka eindregið með Spanx. Allir kvenkynsgestir sem komið hafa hingað hafa fjárfest í Spanx. Go Spanx.

13:54  
Blogger Ásdís bullaði...

Me gusta la spanx....sí....

19:40  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

sí bien bien seniorita por favor

21:44  
Blogger vilborg bullaði...

ohh sé eftir að hafa ekki keypt svona spanx...verð að fara aftur til ameríku...en hlakka til að fá þig heim

06:57  
Blogger Dominika Starańska bullaði...

Great article.

11:30  

Skrifa ummæli

<< Home