HEI ÞIÐ!
... Chilliði alveg :)
Það eru nú bara u.þ.b. 14 klukkutímar síðan ég kláraði prófið þannig að bara aaaaalveg róleg á því :) Ég er nú sko ekkert hætt að blogga... enda er annað próf á fimmtudaginn hehehhe. Maður verður nú líka að fá að sofa... munið það er 5 tíma munur hér og á klakanum.
En já.. það gekk nú bara svona líka ágætlega á prófinu. Var reyndar með miðannarpróf frá því í fyrra... Midterm 1 var óskaplega svipað Midterm 1 í fyrra... en prófessornum hefur fundist of margir ná síðast því þetta próf var gjörólíkt prófinu í fyrra og reyndi mikið á skilning.
Auðvitað massaði ég það eins og allt annað :)
Hehehe, nei prófið var mjög langt og var ég á milljón að skrifa allan tíman. Óttar sat við hliðina á mér og sá ég að hann kepptist líka við að klára prófið. Ekki hjálpaði til að við þurftum að skipta um stofu (frá venjulegu stofunni sem við erum alltaf í ) af því við vorum svo mörg að taka prófið, yfir í svona týpíska fyrirlestrastofu með borðum sem maður tekur upp úr stólunum... skiljiði.. þannig að borðplássið var varla stærra en eitt frímerki... Kjöraðstæður fyrir próf :)
En já.. þetta gekk bara ágætlega... Segi með 99% confidence (a.k.a Lík og Töl) að ég verði á bilinu 8,5 til 9.8. Segi með 95& confidence að ég verði á bilinu 9,0-9,5.
haha... farin að læra undir líkindafræði....
yfir og út :)
5 Comments:
Jesi ti to lafo glumica?
Duglega mín!! Þú massar allt sem þú tekur þér fyrir hendur :)
Nú geturu komið til Orlando eftir helgi þar sem ég hef greinilega ákveðið að dissa allar vinkonur mínar og gera eithvað allt annað en þær biðja mig um!!!
Voða gott að slappa af í sólinni ;) Sitja á sundlaugarbakkanum, lesa bók og hugsanlega skella í sig eins og einu hvítvínsglasi....... ummmm
Mikið ætla ég að njóta þess að fara loksins í sumarfrí :)
hrúga af knúsum
Dagga
duuuuuugleeeeg stelpa:) luv ja
Ég er einmitt búin að prófa að taka próf í svona stól og með 2 inverja alveg ofan í mér þar sem við sátum svo þétt. Ömurleg borð!!
Glæsó splæsó. Það er gaman þegar vel gengur. Og það er gaman að eiga svona duglega vini eins og þig músin mín.
knús
Skrifa ummæli
<< Home