25 nóvember 2006

Thanksgiving og Ebay

úffff..... var að klára að kaupa fyrstu tvo hlutina mína á Ebay :)
Get bara varla annað sagt en þetta hafi verið hálfgert adrenalín kikk síðustu sekúndurnar... Lenti í harðri baráttu við annan "bjóðara" og vann að sjálfsögðu á síðustu metrunum....þvílíkt stuð :) Ég vona samt bara að þetta fari ekki að verða fastur liður því ég held að það sé ótrúlega auðvelt að verða fastur gestur þarna inni og bjóða af sér rassgatið :) Þá veit ég hverjum ég kenni um..
Völu Möller, skófíkli dauðans... Írisi frænku... öðrum skófíkli.... pínu lítið Ásdísi fyrir að kenna mér trick í að bjóða rétta upphæð og svo síðast en ekki síst henni Nínu sem henti mér út í djúpu laugina og LÉT mig kaupa þennan hlut :)
En mikið er ég ánægð... þá er amk partur af jólagjöfinni hennar Nínu kominn í hús :)
NEI Nína... þú færð ekki að sjá þá fyrr en þú opnar jólapakkann :)
Fyrir utan stóra Ebay ævintýrið er alveg hreint frábært að frétta úr henni Boston.
Mamma og pabbi komu á miðvikudagskvöldið eftir rúmlega 3 vikur í Orlando. Ég sótti þau út á völl og síðan pöntuðum við okkur pizzu og kjöftuðum saman... Á fimmtudaginn var síðan Thanksgiving day. Heljarinnar rigning úti eins og alla þá daga sem mamma og pabbi hafa verið í Boston. En við létum það ekki á okkur fá og skelltum okkur á Four Season hótel hér í Boston og fengum ekkert smá góða Thanksgiving Turkey máltíð á svona líka fancy og flottum veitingastað. Alveg hreint æðislegt....
Í gær var síðan loksins sól og frábært veður þannig að við fórum upp í Prudential Tower og skoðuðum útsýnið yfir borgina frá 50. hæð. Obboðslega fallegt og náði að benda þeim á hitt og þetta samhliða því sem við hlustuðum á Audio tour. Síðan vorum við búin að leigja bílaleigubíl.. og gerðist ég guide í hlutastarfi því við náðum nánast að keyra um alla Boston og hluta af Cambridge þannig að ég gat sýnt þeim svona það helsta. Góður dagur :)
Um kvöldið hittum við síðan Þorvald, Röggu, Önnu Katrínu, Ásdísi og Dodda á Capital Grill á Newbury Street þar sem við snæddum saman ljúffenga máltíð. Hrikalega góður matur og notalegt umhverfi með góðu fólki. Við unga fólkið kíktum síðan á Match í drykk og héldum svo heim á leið.
Í dag er líka svona hrikalega gott veður... Mamma rölti upp í Crate and Barrel á meðan á Ebay ævintýrinu mínu stóð og síðan ætlum við saman út að rölta. Í kvöld er svo planið að fara að sjá Blue Man Group og fara síðan ekkva gott út að borða.
Heyrumst betur :)

6 Comments:

Blogger Ásdís bullaði...

Kom trikkið ekki að góðum notum ;)

18:10  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

djís.. jú... ég rústaði henni á centunum :)

09:56  
Blogger vilborg bullaði...

gaman að nína fái loksins þú veist í jólapakkann sinn...hlakka til fyrir hennar hönd...veit að hún getur ekki beðið...hehe
svo er líka minna en mánuður þangað til þú kemur heim....PRATTÝ!!!

08:44  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Mig langar bara að taka mér frí um jólin og eiga spila og partý jól :)

14:25  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Til hamingju með að hafa "popped your ebay cherry!" ;c)
eBay er bara bráðnauðsynlegt apparat. Ótrúlegur peningur sem það sparaði mér þegar ég var að undirbúa brúðkaup mitt í mars og sparnaðurinn við jólagjafirnar núna? púff ótrúlegur.

20:04  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Hæ Jana.. gaman að sjá þig á svæðinu.... ég er sammála þér með sparnaðinn... samt hrædd um að þessi sparnaður verði að aukinni eyðslu í hitt og þetta sem maður hefði annars aldrei keypt :) heheh
En það á eftir að koma í ljós :)

22:09  

Skrifa ummæli

<< Home