Dugnaður... ha ?
Komiði sæl og blessuð!
Lýst hefur verið yfir Blogg-stríði milli mín Nínu og Hennýjar. Að sjálfsögðu skal ég bera sigur úr býtum :) Hvað annað...
Það er helst að frétta að ég er vöknuð og komin á ról kl. 8.30 am að staðartíma.
Ekki nóg með það heldur er ég búin að afreka það að fara í göngutúr um fenin.. og klukkan ekki orðin ellefu :) Geri aðrir betur...
Í gærkvöldi fór ég í fyrsta tímann minn.. sem var ossa gott.. kom síðan heim.. opnaði forláta rauðvínsflösku sem ég átti og horfði á People Choice Awards. Hrikalega notó..
Síðan er stefnan núna að hoppa í sturtu og hitta crewið í lunch.
3 Comments:
Jæja þú hefur bara tekið kipp ... hehe
Ég mun finna eitthvað skemmtilegt að skrifa þegar ég kem heim í kvöld ;)
You go girl... það er bara tekið á því.
gott að lækka rostann í henni Nínu (yfirlýsingar hennar hvenar þú vaknar þarna úti;) ).
Nú ertu sko einstaklingur ;);)
Kveðja Bryndís
Þokkalega... þetta var ekkert smá gott... labbaði svo heilan helling í viðbót þegar við fórum að borða á Tremont street...
Nú verður tekið á því :)
Skrifa ummæli
<< Home