09 janúar 2007

Boston baby :)

Gleðilegt ár kæru vinir!
Margt og mikið hefur verið brallað síðan ég skrifaði síðast og biðu allmargir óþreyjufullir eftir nýrri færslu. Ég lenti á Íslandi að morgni 20. des og hafði það allt of gott og hafði of mikið að gera til að deila því með ykkur hér :) Jólin voru yndisleg í alla staði og tíminn leið hreinlega bara allt of hratt. Náði ekki að hitta nærri því alla sem ég ætlaði að hitta ... þannig að það er eins gott að maður plani sumarið vel :)
Ég veit ekki hversu mikið það tekur því að rifja upp allt sem ég brallaði...en get sagt að árið 2006 var skemmtilegt og eitt það viðburðaríkasta í mínu lífi. Og svei mér þá, ég held að árið 2007 verði bara ennþá skemmtilegra... Í lok þessa árs verður 3/4 af mastersnáminu búinn... úff það er nú bara dálítið scary tilhugsun. Á milli anna ætla ég að keyra þvert og endilangt um fylki Bandaríkjanna, enda ætlum við Nína, Ásdís, Doddi, Ólöf og Gummi að taka Roadtrip USA 2007 með stæl :)
Ég lenti í Boston síðasta sunnudag og það er bara svei mér þá alveg hreint ágætt að vera komin út aftur. Amk nær maður þá að hætta að éta yfir sig af jólamat og drykk...jum.... mörgum :) og kýla á það. Ótrúlega skondið að hugsa til þess að ég held að ég hafi drukkið u.þ.b. 4 lítra af vatni meðan ég var á Íslandi meðan maður drekkur hátt í 2-3 lítra af vatni á dag hér... :)
Hins vegar er aldrei... og þeir vita það sem þekkja mig best... lognmolla í kringum mig.
Var að fá þær fregnir að hún Baddý er að koma á fimmtudaginn til Boston í vinnuferð og ætlum við að eyða helginni saman. Hver veit nema maður fái sér í aðra tánna... :)
Síðan eru amk tvær heimsóknir komnar á hreint... Gerða og Co fyrstu vikuna í mars og síðan Elsa og co í nokkra daga á leið sinni til Mississippi eitthvað um páskana.
Tekið verður við heimsóknarpöntunum til 1. febrúar næstkomandi :)
Ég byrjaði síðan í skólanum í kvöld, Engineering Project Management, og fer síðan í Economic Decision Making á morgun. Það var bara hrikalega gaman að hitta strákana aftur og erum við nú þegar búin að plana að vera dugleg að hittast utan skóla. Þessi önn leggst bara vel í mig :)
En núna ætla ég að fara að klára að ganga frá fötum og öðrum fylgihlutum og hafa það síðan kósí.
Síðan ætlum við öll (lára-magga-gummi-keli-dísa-doddi) að hittast á morgun í lunch og hafa það gaman.
Þangað til næst... (ég skal vera dugleg að blogga... og lofa styttri færslum)
Bless með stæl og varúlfsvæl :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hæ dúllan mín,

Takk fyrir að tala við okkur mæðgurnar í gær á msn-inu. Það hitti algjörlega í mark að fá alla þessa wink-a senda því sumir skemmtu sér alveg gríðarlega vel yfir þessu öllu. Sjálf er ég furðu lostin yfir tækninni.... að geta horft á þig "in real life".... SNILLD

Love
Henný

08:40  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Takk sömuleiðis... sá ekki msnið fyrr en ég kom heim úr skólanum...
tala við ykkur kristján í kvöld á webcam.. endilega drífðu í því að fjárfesta í einni slíkri..
kv. Lára

09:18  

Skrifa ummæli

<< Home