15 janúar 2007

Löööng færsla... en ég skulda víst :)

Já.. keppnis keppni..
Skv. skilgreiningunni á þessari keppni var skilyrðið að blogga einu sinni á dag... og skv. því hef ég víst ekki alveg verið að standa mig í stykkinu...
Hins vegar finnst mér að önnur grein bloggreglnanna ætti að vera sú að það þyrfti að vera eitthvað skilyrði að ekki mætti einungis koppí peista texta frá annari vefsíðu og láta það teljast fullgild bloggfærsla... (Set Döggu Dómara í málið) Því tók ég mér frí frá störfum og naut helgarinnar í botn í góðum félagsskap og safnaði að mér efni í þessa fínu bloggfærslu....
En þá vandast málið hvað maður eigi að skrifa um :)
Ég fékk alveg hrikalega góðan félagsskap um helgina þegar hún Baddý mín kom í heimsókn, en hún var að vinna upp í New Hampshire dagana í kringum helgina. Við byrjuðum á því að stúdera og besta það hvar væri best að leggja þessu fallega farartæki sem Baddý var á.. Eins og sannir sérfræðingar fundum við það út að það væri best að leggja á einhverju forláta bílastæðasvæði í einn sólarhring og leggja svo eftir 6pm á Boylston þar sem það er frítt að leggja þar frá 6pm á laugardögum og allan sunnudaginn.. Þannig að ég tel að við höfum sloppið vel þar :)
Við fórum á Cheesecake og fengum okkur ljúffengan mat og höfðum það svo kósí heima um kvöldið. Á laugardeginum horfðum við á fyrri hálfleik á Ísland - Tékkland... by the way.. er einhver tölvusnilli þarna úti sem er tilbúinn að finna það út fyrir mig hvort ég geti náð HM í handbolta einhversstaðar.. hvort sem það sé í TV eða á netinu... Sá hinn sami fengi vegleg verðlaun :)
Síðan fórum við í leiðangur að finna Comcast búðir sem einkenndist af þónokkrum slide og sharp beygjum... HAHAHAH... en það endaði allt saman vel og núna á ég Mr. TíVó :) og get tekið upp allt sem mig langar... þá sér í lagi American Idol sem er á þriðjudögum og miðvikudögum akkurat þegar ég er í skólanum... MUST fyrir idol sjúklinga eins og mig :)
Sííííðan.... fórum við á Museum of Science... vísindamennirnir tveir... og fórum í Omni theater á geðveika sýningu í bíói þar sem sýningartjaldið er 180° kúla yfir öllum salnum. Ótrúlega sérstök tilfinning og maður lifir sig þvílíkt inn í sýninguna. Mæli með því fyrir alla og á pottþétt eftir að taka gestina sem eiga eftir að koma í heimsókn þangað :) Það var líka dálítið átakanleg mynd sem við sáum, en hún fjallaði um Hurricane Katrina.. Sagði frá tveimur tónlistarmönnum sem ætluðum fyrir Hurricane Katrinu að hrinda af stað átaki til að bjarga votlendinu (3 mán. fyrir Katrinu) og síðan um afleiðingar fellibylsins á þetta allt saman... mjög átakanlegt ...
Hér er meira um sýninguna (www.mos.org) :
This large-format film takes viewers to one of the most vibrant places in America: the Louisiana bayou and the city of New Orleans—a region overflowing with life, love, music, history, and heartbreaking natural beauty.
Tragically, the delta's bountiful coastal wetlands are eroding into the sea at the speed of one acre every 30 minutes, leaving the entire area ever more vulnerable to major hurricanes. Treated with the same care and sensitivity MacGillivray Freeman brought to the tragic story of Everest, footage shot both before and after Hurricane Katrina poignantly documents both an environmental calamity and the staggering effects of one of the most devastating natural disasters in American history.
Narrated by Meryl Streep, Hurricane on the Bayou is produced by MacGillivray Freeman Films in association
Á laugardagskvöldið fórum við síðan með Ásdísi og Dodda á Tapas bar á Newbury Street þar sem var borðaður ljúffengur tapas matur og drukkinn ótrúlega góður Mohito með :)
Fórum síðan á skemmtilegan pöbb á Lennox hótelinu og héldum síðan heim til mín og spjölluðum saman langt fram á nótt.
Vöknuðum síðan snemma til að ná seinni leiknum í handboltanum heima þar sem Ísland vann 34-32 og fengum okkur síðan Sushi. Baddý fór síðan seinni partinn aftur upp til New Hampshire og ég átti notalega sófakartöflustund.. líkt og fleiri fram á kvöld :)
Vaknaði eldhress í morgun og fór í fínan göngutúr í grenjandi rigningu og gerðist svo kræf að labba núna hinn hringinn... flippað?
Tja verð að skella mér í sturtu.. á að mæta eftir klukkutíma að láta taka sauminn úr löppinni...verður ljúft að losna við hann.. :) Síðan er það bara að byrja að skella sér af alvöru í lærdóminn haha humm?!!?!?!?!?!
Ha' det godt..

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

jamm mín bara öflug.... ég væri svo rosalega að tapa í þessari keppni ef ég væri að taka þátt .... tisss.
Þannig að eins gott að svo er ekki. Koss og knús og svo meiri koss Bryndís

15:09  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Gvöð hvað er ég búin að koma mér útí - Dómarastörf hjá manneskjum sem eru allar með keppnisskap!! Spurning að ég fari þá að skoða þetta að einhverju viti. En ekki núna - ég ætla frekar að fara upp í rúm að lesa ;)
Eníveis - takk fyrir frábært "spjall" áðan - verð að fara að taka mig til og vera heima einhverntíman á góðum tíma og bjalla á þig. Endalaust útstáelsi á manni......
Allavegana - knúsur og kossar
Dagga

18:33  

Skrifa ummæli

<< Home