12 janúar 2007

Versli Versl

Halló Halló frá Ammmmríku :)
Héðan er allt rosalega gott að frétta... tók mér bíl í gær og fór að versla... enda ekkert til í ísskápnum. Byrjaði á því að fara í Shaws og versla það helsta... $90 :) og ákvað svo að kíkja í Wholefoods búðina við Beacon Hill, bak við hótelið sem við vorum á, ég, Nína, Dagga og Bryndís í vor. Hef alltaf ætlað að kíkja þangað... og sé ekki eftir því. Hún er miklu stærri og girnilegri en búðin hérna rétt hjá mér... Ég gjörsamlega tapaði mér í grænmetis-og ávaxtaborðinu og var engu líkara en ég væri stödd í Disney teiknimynd... Gleymdi því í smástund að ég er bara ein í heimili.. en ætti svo sem ekki að vera í vandræðum að gúlpa í mig þetta gómsæta grænmeti...
Verst að það er ekki einungis grænmetið sem er girnilegt heldur er restin af búðinni ekkert "skárri"... Eyddi því öðrum $90 þar :) Geri aðrir betur...

Afraksturinn
Ákvað síðan að kaupa í gómsæta pizzu eftir að Magga bauð mér í ljúffenga um daginn. Það er ekki mikið mál á þessu heimili að skella í eina pizzu.. enda afbragðskokkur hér á ferð...


mmmmm ljúffeng pizza með sveppum, papriku, lauk, tómmötum, svörtum ólífum, niðurskornum ferskum basil og pizza osti... nb. þá keypti ég deigið og flatti það út sjálf... jeiiiii :)

Ekki lét ég þar við liggja heldur bjó til rosalega góðar lummur í morgun sem ég borðaði síðan með íslenskum skólaosti... mmmm :)

Ætla að skreppa út í göngutúr núna og síðan kemur Baddý um 18:00 í kvöld og við ætlum að bralla eitthvað skemmtilegt saman um helgina...

Góða helgi.... LáRa :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

hvernig sósu varstu með á pizzunni?? Pizza pronto .. hmm?

14:19  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Já gleymdi nottla aðal atriðinu... Pizza Prontó sósu sem nína kom með frá Íslandi... mmmmmm jammí

14:34  

Skrifa ummæli

<< Home