26 janúar 2007

Lára var ein í heiminum .... eða ekki :)

Tjahh þið segið það...
já það er vottur fyrir örlitlum einmannaleika hér á bæ.
Nína í skvísu-sumarbústaðaferð með öllum tilheyrandi herlegheitum, Henný og Dagbjört mestu skvísurnar á árshátíð 365 og allir einhvern veginn á fullu allsstaðar... og ég sit hér ein í milljón gráðu frosti...
Það er ekki frá því að þessi önn er einhvern veginn allt öðruvísi en sú fyrri, þar sem helmingur hinnar annarinnar fór í að koma sér fyrir svo ekki sé minnst á allan gestaganginn sem var alveg hreint ómetanlegur! Núna sé ég ekki fram á heimsóknir fyrr en 1. mars nk og fyrir utan það að kuldinn hérna er ekki alveg að gera sig.
En.. hins vegar veit ég að ég hef það alveg rrrobbboðslega gott og á alveg hellings af fallegum vinum sem hugsa til mín. Átti mjög skemmtilegt samtal við Hennsluna mína á webcam á msninu í dag... og síðan hringdi Ólöf með peppup símtal dauðans - takk sæta mín - og er ég harðákveðin að fara til New York á næstu 3 vikum... eigum eftir að finna besta tímann sem hentar að skólaskipulaginu okkar. Síðan kórónaði Dagga mín daginn þegar hún hringdi núna rétt í þessu þegar hún var á leiðinni heim af árshátíðinni og sagði að hún bara hefði orðið að hringja í mig því hún saknaði mín svo mikið... árshátíðin var víst ekki söm án mín heheheh :)
Þess vegna er þetta bara allt á uppleið og ég fékk heldur betur spark í rassinn í lærdómnum þar sem New York ferð er nú skyndilega í spilunum.
Ekki skemmir heldur fyrir að ég fékk skemmtilegar fréttir um viðbót í fjölskylduna á þessu ári. Jeiiiiiiiii..... :)
Jæja ég er þá farin aftur að læra :)
Svo er bara um að gera að rúúúúústa þessum tveimur leikjum um helgina... Slóvenar og Þýskarar þið megið bara passa ykkur....

3 Comments:

Blogger Guðrún bullaði...

Hæhæ..
Hver er að bæta við fjölskylduna??

06:22  
Blogger vilborg bullaði...

Þegar maður er einmanna er gott að gera eitthvað fyrir sjálfan sig s.s. fara í nudd, leigja mynd og panta sér sushi. Svo er líka ótrúlega töff að fara einn í bíó. Það má nú líka skrá sig á eitthvað námskeið eða fara í líkamsrækt. Það er svo margt hægt að gera....hehe já svo eru líka nokkur góð söfn í nágreninu.
Gangi þér vel skvísa

07:00  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Það toppaði líka kvöldið hjá mér að hringja í þig - heyra aðeins í þér darling!
Ég var líka búin að segja þér að eitt það besta sem hægt er að læra er að læra að vera einn og njóta þess. Og mundu líka að það sem drepur mann ekki styrkir mann bara - Alltaf gott að læra meira um sjálfan sig :)
Lov'ya darling
Dagga

09:07  

Skrifa ummæli

<< Home