31 janúar 2007

ahhhh...

mikið svakalega var þetta svekkjandi í gær.... við vorum svooo close but yet soooo far núna. En hins vegar verðum við að líta á björtu hliðarnar að við getum ennþá náð 5. sætinu... og þar eru ekki ómaklegri lið en Króatía, Spánn og Rússland.... Koma svo og taka þetta bara :)
Hins vegar er alveg nóg að frétta af mér sjálfri og er ég sjálf á góðri leið að verða heimsmeistari í svo mörgu. Eftir æsispennandi leik í gær, sem Ásdís og Doddi horfðu á með mér, var ég svo uppspennt og stressuð að ég skellti mér út í Marino Center (sem er íþróttacenterið hjá NorthEastern) og ákvað að fara að brenna í 20 mín eða svo. Mikið helv#$% var það notalegt og fín leið til að fá góða útrás. Vaknaði síðan snemma í morgun og skellti mér bara aftur í leikfimi... núna alveg hátt í klukkutíma brennslu. Hah sko dugleg ég.. alveg að verða heimsmeistari bara á einum sólarhring :)
Já og ég ákvað að staldra bara ekkert við þar, heldur lét eftir múgæsingshópþrýstingi frá Dís&Doddz, og byrja í Taikwondo á morgun :) Komin með búning og allt. Nú mega bara allir hreint fara að vara sig á Láru, aka Deadly Weapon :) Byrja á morgun í einkatíma, sem verða alls þrír talsins, og eftir það verður ekkert því til fyrirstöðu að ég og Ásdís verðum alveg hrikalega duglegar að mæta og sýna listir okkar :)
Já... svona er Boston í dag...
Well... got to get going... heimadæmin bíða.. Farin á bókasafnið..
Yfir og út í bili...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Frábært... væri ekkert smá til í að fara í Taikwondo með þér. er ekki hægt að fljúga út bara þegar það eru tímar :/ kannski ekki.

Kraftur í þér stelpa, líst vel á þig.

Baráttu kveðjur frá fróni
Koss Bryndís

17:43  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Þú ert dugleg og verður að halda því áfram. Því ég er komin í keppni við þig og hann Kristján er að fara að taka mig og Henný í einkatíma í boxi og einhverjum æfingum :)
Þau hlæja bara af Missy

18:26  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Missy er töff :)

Þau eru bara öfundsjúk.

Jamm nú er það sko officially keppni... verðum ýktar pæjur í Roadtripinu :)

Jamm Bryndís... komdu bara svona þrisvar í viku út... býð þér í mat í leiðinni og svona :) Getur bara lært í flugvélinni...

21:07  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Sjáumst á eftir :)

17:59  
Blogger Unnur Stella bullaði...

Hummm.......ætli hún sé föst á bókasafninu, alveg síðan í lok janúar. Það skyldi þó aldrei vera ;o)
Allavega þá bíðum við í Danaveldi spennt eftir fleiri Boston fréttum.

Bestu kveðjur,
Unnur Stella og co.

13:53  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hvernig gekk í prófinu?

13:55  

Skrifa ummæli

<< Home