14 febrúar 2007

Happy Valentine´s Day :)

Elskendur nær og fjær.. til hamingju með daginn!
Vil einnig nota tækifærið og segja að ég elska ykkur öll og notum daginn í að vera góð við hvort annað. Einnig vil ég óska Val innilega til hamingju með daginn og Huldu og Val til hamingju með brúðkaupsafmælið :)
Ameríkanar eru að sjálfsögðu búnir að vera að missa sig síðastliðinn mánuð í tilefni þessa dags.. hjartasúkkulaði, hjartabangsar, blóm í massavís, sjónvarpsauglýsingar, útvarpsauglýsingar, blaðaauglýsingar, endalausar varíasjónir af kortum... skreytingum og fleira....
Ameríkanar eru alveg sérstök tegund af fólki...
Í fyrsta skipti snjóaði hér almennilega... þá as in almennilega að það eru hvítir bílar, hvítar götur og bara svona gott íslenskt veður með slabbsnjókomu... snjórinn í götunni minni nær frá götunni upp að gangstéttarbrúninni.... en svo mikið að öllum tímum hefur verið aflýst í skólanum mínum eftir kl 4pm í dag! Gummi fer heldur ekki í skólann þar sem þeir hafa ekki undan að ryðja á bílastæðinu..... Algjör hreinasta snilld.
Hins vegar vildi ég líka deila því með útlandaíslendingunum sem lesa þessa síðu að núna er loksins orðið áhorfandi á VefTV visis.is eftir að ég sendi skammarmail á frkv.stjóra D3 sem sér um síðuna. Þetta fór strax í vinnslu og var ég með í testi hjá tæknimanni vodafone og núna getur maður loksins horft óhikstandi á Fréttir, Ísland í Dag og Kompás :) Jeiii áfram ég...

Lára í "brjálaða veðrinu" ... eða ekki heheh

This is what the fuzzz is all about :

Að sjálfsögðu fór Gainsborough Management í málið og reddaði hlutunum... með skóflu og snjósláttuvél.. Ekki má Lára sín detta á hausinn..... hummm þó ég hafi nú dottið á hausinn í gær beint fyrir utan húsið mitt og þá var enginn snjór... en ja.. það er önnur saga :)



4 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Mér finnst svona snjóslátturvélar ekkert smá töff ... væri alveg til í að eiga svoleiðis eða kannski bara ef maður ætti heima úti á landi. Það er næstum aldrei snjór í Reykjavíkinni :)

15:12  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Ég hefði kannski átt að hlaupa út og fá að prófa?... Já eða jafnvel fá að kaupa hana af honum og senda þér?

15:16  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Þetta er ekkert smá magnað... svona snjóslátturvél. ætli maður þurfi meirapróf á hana í USA ;)

Koss og knús smús Bryndís

06:53  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Eg var einu sinni spurd i amerikunni hvort ad eg ætti ekki svona thvi eg kæmi fra islandi og tha kæmist madur aldrei ur husunum sinum...eg var reyndar lika spurd hvort eg byggi i snjohusi og hvort eg hefdi smakkad nami...do I have to say more..hehehe. Jæja tha er eg loksins ad fara flytja fra kolleginu i mina eigin ibud eftir 1 og ½ viku...get ekki bedid...allt komid a hreint og eg buin med 1 attunda af naminu..hehehe. Jæja sæta min njottu snjosins thad er enginn herna og hefur bara ekki verid neitt af viti... paska blomin eru bara springa ut thannig ad ja enginn vetur thannig....knusar og kossar fra danmørkunni...

11:55  

Skrifa ummæli

<< Home