Sumarbústaðafílingur..
Já, ég er komin heim aftur eftir helgina, örlítill sumarbústaða-fílingur í manni... kannski sökum þess að Dagga vinkona er búin að fara held ég í 3 sumarbústaðaferðir á árinu og það er rétt febrúar.
Á föstudaginn pakkaði ég mat, fötum, spilum og tilheyrandi í tösku og rölti áleiðis til Möggu og Hrafnkels því Gummi skrapp til New York City að hitta vini sína. Magga krúsímús vildi fá Bodyguard í heimsókn og það sem ég er taekwondo meistari var ég að sjálfsögðu ráðin á staðnum :)
"Helgin" byrjaði eiginlega á fimmtudaginn, þar sem við Magga áttum æðislegan dag, fórum í manicure og pedicure og skelltum okkur svo á Bangkok City og fengum okkur ljúffengan mat ....
Eftir taekwondoið á föstudaginn fór ég síðan til Möggu þar sem við elduðum okkur kjúlla og horfðum á stelpuvideomynd. Hrafnkell er orðinn langbesti vinur minn í geiminum þó svo að honum hafi fundið hálffurðulegt fyrsta daginn að ég hafi komið fram úr svefnherberginu en ekki pabbi hans. Við fórum í stóóóran göngutúr um alla Boston í yndislegu veðri á laugardeginum og elduðum okkur svo pizzu um kvöldið. Við brölluðum ýmislegt og höfðum það rosalega kósí og það má segja að ég sé orðinn "Besti PastaKastari Ítala" .. "ég hef keppt í PastaKasti á spítala".. Síðan er ég orðin hin mesta prjónakona, sýni ykkur afraksturinn þegar ég er búin :)
Svo var bara æðislegt að eiga svona fullt af stelpuvinkonu tíma og spjölluðum við Magga um nánast allt milli himins og jarðar... :) Ótrúlega gaman...
Nína kom okkur svo nánast á óvart þegar hún sagði að það væri bolludagurinn í dag.. Skrýtið hvað svona dagar fara einhvern veginn alveg framhjá manni þegar maður er í úddlandinu. Við ætlum því að baka bollur með kaffinu á eftir ... jeiiii :) Svo að aldrei að vita nema við klínum ösku á Hrafnkel og hengjum í hann öskupoka á miðvikudaginn.... Ég hef hins vegar aldrei verið spennt fyrir saltkjöti og baunum....... túkall!
Nú fer aldeilis að styttast í systu og fjölskyldu og er ég farin að hlakka aldeilis til... enda bara rúmir 9 dagar í þau... úfff.. best að vera duglegur að læra þangað til.. tíminn er svo fljótur að líða :)
Læt fylgja hér með nokkrar myndir frá helginni....
Newbury Street
John Hancock tower
Hrafnkell Árni vel dúðaður fyrir göngutúrinn
Fínasti róló, nema við gátum ekki stoppað lengi, það var eins og það væri búið að teppaleggja yfir völlinn með íshellu... stórhættulegt þannig að við stoppuðum stutt í þetta skipti.... lengur næst :)
Venjulegt fólk fer að vega salt - Magga fer að ramba! WTF ?
14 Comments:
Já maður er ansi mikið fyrir að skreppa í bústað - núna er ég strax farin að spá í hvert ég get farið næst!! Góð bústaðarferð hjá þér líka greinilega. Alltaf gott að skipta um umhverfi, það er nokkuð ljóst.
Hlakka mikið til að sjá prjónakonuárangurinn hjá þér skvís.
Kveðjur af klakanum
Dagga
Takk fyrir yndislega helgi Lára mín, er byrjuð að slefa yfir bolluhungri namminamm.. búin að finna uppskrift á netinu..
Ég varð samt soldið hrædd eftir að þú varst farin í gær, heyrði skringileg brothljóð þegar ég var komin undir sæng, hélt að einhver hefði brotið rúðu í stofunni minni og ég sá bara fyrir mér mann með hettu sitja í sófanum mínum..
HAHAHAHA ég fer líka að ramba, það er best í heiminum að ramba, Gunnar Máni fer á róló til að renna, róla og ramba :o)
Jóhann heldur því fram að þetta sé einhver hafnfirska, mér finnst þetta bara einfaldlega sjálfsagt. Auðvitað fer maður að RAMBA
Kveðja,
Unnur Stella hafnfirðingur í Danaveldi
Það er ekki furða að það sé til svona mikið af Hafnfirðinga bröndurum... sér í lagi þar sem þið tvær eruð úr Hafnarfirði.. Við vegum salt og erum stollt af því... jafnvel þó megi deila um það hvort orðatiltækið "að vega salt" meiki sens..whatever :)
Jamm Dagga mín.. ég set mynd af prjónagripnum um leið og ég klára :)
Magga... ég held að þessi maður með hettuna sé ekki til... ég hef ekki rekist á hann ennþá... kannski var þetta brothljóð bara ímyndun eða jafnvel einhver með craving í sýrðan rjóma hahahah :) *einkahúmor* ... eða jafnvel miss summer.... tjah maður veit aldrei..
Takk fyrir kommentin.. haldið áfram að vera dugleg að kommenta... :) Yfir og út.. LGG
ohh það er svo notalegt að heyra í öðrum rambara.. feel you Unnur!
Ó jú Lára hann er til!
Þakkaðu bara fyrir að hafa ekki rekist á hann..
be careful what you wish for!
ég þarf að slá inn orðið: qpngcuxa til að publisha þetta komment, þetta jaðrar við einelti
Bíddu varstu ekki með svo hátt IQ í dag?
Var það bara blöff?
hmmm skil ekki??
Magga ég skil þig rosa vel. Ég er alltaf að heyra eitthvað og eitt skiptið var það köttur sem kom inn um baðgluggan minn...en ég veit ekki hver hin hljóðin eru
heheh þið eruð bara múslur... :)
Eigið ekki að vera svona hræddar..
Það drepur ykkur á endanum....
Sumir eru með innilokunarkennd, aðrir lofthræddir og fleira. Ég er ekki viss hvað þessi hræðsla heitir en það væri hægt að skíra hana hettumannakennd eða furðuhljóðakennd.
Góð og gild orð... bæti þeim í orðasafnið :) Þið þjáist amk báðar af báðum kenndunum hehehe
Heyr heyr Nína, það hafa nefnilega allir eitthvað að hræðast.
Lára það er tími til komin að þú takir þitt út úr skápnum við vitum að það er þarna.. er það þeytti rjóminn.. eða sýrði rjóminn?
ég hræðist stiga sem eru með gat við vegginn svona eins og heima hjá dagbjörtu... hef oft fengið matraðir um þannig stiga.... en eftir að ég kynntist dagbjörtu þá hefur þetta stórlagast :)
Skrifa ummæli
<< Home