30 apríl 2007

Apríl búinn !?!

Vil byrja á því að þakka fyrir afmælisgjafirnar, afmæliskveðjurnar, símtölin, myspace-kveðjurnar og msn-kveðjurnar... Þið eruð öll æði!
Afmælisdagurinn rann upp með svona líka bongó blíðu.. 30 stiga hita og glampandi sól... svo svakalegri að við sátum í skugganum á Newbury St. í afmælismatnum.
Áttum skemmtilega stund saman en síðan var arkað á bókasafnið. Enda var lært þar til miðnættis alveg frá laugardegi til þriðjudags. Massa dugleg. Kláraði svo síðasta prófið mitt á miðvikudags-kvöldið og mikið er nú ljúft að vera komin í sumarfrí ;) sér í lagi þar sem það gekk svo glimrandi vel í prófunum... þannig að núna er ég opinberlega orðinn hálfur meistari... (*öfund *öfund á Ásdísi og Dodda sem verða meistarar í maí) Hins vegar er ég alveg á því að þetta líði bara allllllllt of hratt... trúi því ekki að eftir nánast jafnlangan tíma (ef ég tek mestan part sumars frá ) sé ég bara búin ... fjúff ég er að verða gömul.
Strákarnir, vinir mínir, með mér í bekk voru líka svo yndislegir að hóa saman get-together heima hjá einum sunnudaginn fyrir afmælið mitt, þar sem hann eldaði ljúffengar kjúklingasamlokur handa okkur öllum og svo fengum við okkur nokkra bjóra og horfðum á massífan Red Sox - Yankees leik. Ég lærði nánast allar reglunar og var orðin bara hrikalega klár. Ekki skemmdi fyrir að Red Sox gerði 4 home run í röð í fyrsta skipti í sögu Red Sox.. aha.. ;)
Núna get ég kannski reynt að kenna Nínu smá í hafnarbolta svona eins og hún reyndi að kenna mér amerískan fótbolta ;)
Nína kemur eftir 3 daga og er það með ólíkindum að það sé allt í einu bara komið að því... er einmitt dugleg að gera vorhreingerninguna hérna heima áður en hún rennur í hlað. Er viss um að hún komi með eitthvað skemmtilegt með sér frá Íslandi *blikk*
Annars er bara búið að vera alveg hellings nóg að gera og þess vegna hef ég ekki komist í það að blogga fyrr. Í staðinn verðið þið bara að lesa heilan helling í hvert skipti sem ég kem mér í það að blogga... en það er bara í góðu lagi ;)
Strax eftir prófið bauð prófessorinn okkur á barinn þar sem hann borgaði fyrsta round ásamt snarli og sátum við þar fram eftir. Ég fékk sjálfsögðu hópinn til að syngja saman eitt lag í karaokee og svo söng ég eitt lag ein... go ég ;) Hrikalega skemmtilegt kvöld.
Það var síðan ekkert sofið út hér á bæ... heldur ræs ræs því Gunnar (bróðir Ólafar) og Þóra voru í bænum og skrapp ég með þeim í Wrentham Outlet. Skemmtum okkur konunglega allan daginn og ég er ekki frá því að það hafi eitthvað verið verslað.. n.b. ég verslaði ekki neitt! Skutlaði þeim svo út á South Station þar sem þau ætluðu að skreppa í tvær nætur til Ólafar og Gumma.
Föstudagurinn fór í smá letidag... vinna upp sjónvarpstapið - Idol gives back og Grey´s Anatomy... jeii það verður tvöfaldur þáttur næst af Greys ;) Skellti mér svo í Taekwon-do og svo út að borða og í bíó með Ásdísi og Möggu.
Fórum svo öll (ég - díz - doddz) í Sparring tíma í hádeginu á laugardaginn og svo í review tíma fyrir prófið.. úff 3ja tíma púl æfing þar.
Tókum síðan massíft pókerkvöld hjá Ásdísi og Dodda á laugardagskvöldið ásamt Olgu og Garðari.. hægt að segja að um langþráð pókerkvöld hafi verið að ræða.. amk hjá nokkrum okkar. Fengum okkur indian quality og spiluðum til hálftvö.. og loooksins looooksins vann ég :)
Tókum síðan Taekwon-do prófið í gær og okkur gekk öllum bara glimrandi... við Ásdís fyrir græna rönd og Doddi fyrir bláa rönd....
Jamm þið segið það... Er þetta ekki bara komið gott í bili ;)
Ætla að fara að halda áfram að taka til... bið að heilsa ykkur öllum.
LáRa
p.s. var rétt í þessu að fá email:
Congratulations!
You have passed the April Promotion test. The rank ceremony is scheduled for this evening (Monday). Please be here by 7:20pm in uniform. Jeiii.. komin með græna rönd ;)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Til lukku með þetta allt saman. frábært að það er bara komið sumar hjá þér og tjill. Nína á leiðinni og svakalegt rodetripp.

Hafðu það gott þangaði til næst skvís
Kooossss og knúúússssss Bryndís

16:29  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

DUGLEGA!!! Til lukku með prófin og til lukku með hálfan meistara ;) Þú ert klárlega bestust eins og ég hef alltaf sagt ;)

ofur knús og kossar
Dagga

19:16  
Blogger Unnur Stella bullaði...

Til hamingju með sumarfríið

*öfund*

nú eru heilar 5 vikur í að ég eigi að skila verkefninu mínu, svo ekkert sumarfrí fyrir mig strax :o( Hinsvegar eftir 58 daga verð ég í sama hópi og Ásdís og Doddi, með meistaraskírteini í hönd ;o)

Til hamingju með græna beltið líka.
See ya,
sumarkveðjur frá Álaborg

07:36  
Blogger Tóta bullaði...

Til hamingju með prófin og beltið Lára mín! þú verður heldur betur röndótt þegar þú kemur heim ;)

09:06  
Blogger Guðrún bullaði...

Hlakka svo til að fá þig heim í sumar....þú fara á þjóðahátíð !!1 jájájájájá...útilegu jamm og partýýýým jamm...og og og og í snúsnú og teygjó:)
Til hamingju með prófin og hafðu það nú gott í sólinni og með Nínunni......væri alveg til í að vera með ykkur.
p.s. Taktu þetta word verification AF!!:) Luvluvluv you

10:14  

Skrifa ummæli

<< Home