20 apríl 2007

Boston - fréttir

Hvað segiði ...
Ætti maður ekki að nota tækifærið og blogga áður en maður verður árinu eldri... Já, fyrir ykkur sem ekki vitið, þá á skvísan afmæli á mánudaginn.... Blóm og kransar afþakkaðir en harðir sem mjúkir pakkar vel þegnir hahahahaha.

Hér hefur verið alveg hellings nóg að gera og er það kannski ástæða þessa bloggleysis..ætli maður skrifi ekki mest þegar maður hefur sem minnst að gera...pæling!

Ég byrja bara á Pulsupartýinu sem ég hélt fyrir Íslendingana mína 14.apríl sl. Ég kom út með pulsur (já ég segi pulsur) og pulsubrauð, steiktan lauk og pulsusinnep þannig að úr varð heljarinnar pulsuveisla. Eftir átið röltum við yfir til Möggu og Gumma, Hrafnkell fór í háttinn en við tók svaðalegt spilerí. Spiluðum Clue, Actionary og Trivial og má segja að stelpurnar hafi hlotið yfirburðaverðlaunin þetta kvöldið.

Brynja og Hinrik mættu svo líka til Boston um daginn og skrapp ég með þeim (+ Dís og Dodd) á Houston´s.. (hvað annað) og síðan á billiard klúbb þar sem við áttum góða kvöldstund.

Elsa, Oddur og Oddur Bjarki komu uppeftir til Boston aftur, eftir rúmar tvær vikur í Missisippi. Örlítið hafði bæst í töskurnar ;) og því var um að gera að skreppa aðeins í mallið og fylla vel í öll utanáliggjandi hólf sem og í extra töskuna sem hafði “óvart” bæst í hópinn. Við byrjuðum hins vegar á því að fara beint í stóru Wholefoods og keyptum okkur dýrindis steik og meðlæti. Það var vel þegið að fá loksins ljúffengan “Elsumat”. Þau skelltu sér síðan á Blue Man Group þar sem þau skemmtu sér konunglega.


Á meðan kláraði ég verkefnið sem átti að skila daginn eftir.
Það hefur verið nóg að gera í skólamálum enda ekki nema um 6 dagar þangað til að ég klára skólann.. fjúff komin með aðra höndina á meistarabikarinn.
Er í þessum skrifuðu orðum að leggja lokahönd á “take-home exam” sem ég á að skila eftir helgi og við tekur svo massífur próflestur fyrir lokaprófið á miðvikudaginn.
Það má einnig segja að prófveðrið sé komið... loksins eru hitatölurnar orðnar mannsæmandi og gula kvikindið orðið daglegt brauð. Sögur herma að það verði hátt í 25 stiga hiti og fínerí á sjálfan afmælisdaginn. Ekki amalegt það ;)

Síðan eru ekki nema um 13 dagar í Nínu og þá má segja að sumrið hefjist fyrir alvöru. Roadtrip skipulagningamál eru í fullum gangi og nú þegar er búið að borga bílinn og panta hótelið í Las Vegas + flugið heim frá San Francisco... Isss það verður svo gaman ;) Að sjálfsögðu verðum við með síðu þar sem við munum vera dugleg að uppdeita ykkur hvað á daga okkar mun drífa.

Vil síðan nota tækifærið og þakka honum Dodda mínum fyrir frábæra tónleika síðastliðið miðvikudagskvöld. Skemmti mér hrikalega vel í góðum félagsskap góðra vina. Ólöf mætti á svæðið frá New York og Ragga og Þorvaldur frá Íslandi. Einnig mættu Magga og Gummi, Olga og Garðar, Jóel og Abdullah og margir margir fleiri... Íslenska Mafían eins og Doddi orðaði það.

Annars vorum við Ásdís að koma úr Taekwondo sem er kannski ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að við erum að fara að taka próf næstu helgi. Þá verður reynt við græna rönd og því fylgir að maður verður að sparra... Ef ég tek af heimasíðunni þeirra þá felst Light sparring í eftirfarandi:
"These sessions are quite light, designed to increase the student’s endurance and speed without involving hard physical contact. Everyone is well padded with protective equipment, and no contact to the face is allowed."
Við sem sagt erum komnar með svaka græjur, hlífar á rist, ökkla, sköflung, hné, olnboga, úlnlið ásamt brynju og stórkostlega funky “hjálm”...
Já og það er ekki allt.. heldur vildi Mr. Kim ólmur kenna okkur basic tæknina í Sparring. Þá vildi ekki betur til en það var barna-tími í gangi, krakkar á aldrinum 4 til 10 ára og bað hann okkur Ásdísi að vera með í þeim tíma.. Það var ótrúlega skemmtileg og furðuleg upplifun en hrikalega gaman... Við Ásdís... (eða amk Ásdís) helmingi stærri en allir en samt voru þau langflest með hærra belti en við ;) But we kicked assssssssss... ekki barnanna en þið vitið heheh.

Smá "sahngdahn mahki" í restina..

..... iiiiiiii.... þessi er bara með hvítt belti :)

Boston-skvísan biður að heilsa í bili...
Gleðilegt sumar

18 Comments:

Blogger Ásdís bullaði...

Heyr heyr og húrra fyrir pulsum........Puuuuuuuulsum :)

22:42  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

gaman gaman ... þið eigið eftir að rústa þessu grænu randar prófi. Mér finnst frábært að vera með þrjá bardaga meistara í RoadTrippinu ég þarf þá ekkert að vera hrædd þegar við byrjum að gista á einhverjum Motelum. Stóra skræfan með stóra skapið ;) Gangi þér vel í prófinu í skólanum og ég hlakka ekkert smá mikið til að sjá þig eftir 12 daga.´
Annað þá eru þetta pylsur en ekki pulsur, að segja pulsur er eins og að segja talva en ekki tölva ... pirrar mig rosalega þega fólk segir pulsur og talva...hehe

22:54  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Þú ert frábær. Ekki langt í að þú verðir margfaldur meistari...verkf...tækvandó og gvöð má vita hvað meira. kíp öp þe gúd vörk.

07:51  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Heyr heyr Nína - ég fæ illt í augun þegar ég les pulsa og illt í eyrun þegar ég heyri orðið!
En mikið er nú gaman að fá loksins fréttir af þér ljósið mitt - hugsa mikið til þín og hlakka mikið til að sjá þig í sumar. Kemur í ljós hvort það verði í Boston eða Rvk.
Hafðu það gott og vertu ógó dugleg að lesa ;) Ég sendi þér lesstrauma :)
Knúsur
Dagga

07:53  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Magga segir Talva og fer það óstjórnlega mikið í mig heheheh... EN PULSA ER PULSA og ekkert múður :)

Takk fyrir kommentið.. sakna ykkar ógó mikið...

Vilborg hvernig gengur að safna í Boston ferð fyrir næsta vetur ;)

10:08  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Talva

12:07  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Einkanir hahhaha

19:03  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

poteito potato :p

03:12  
Blogger Guðrún bullaði...

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Lára!!! Hún á afmæli í dag..........Til hamingju sæta mín svo færðu Live útgáfu í dag;)

05:04  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Innilega til hamingju með daginn Lára mín:)
ps. þú hleraðir;)
kv. Erlen Björk

05:50  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Til hamingju með afmælið skvís :) og takk fyrir síðast! Það var ekkert smá gaman :)

06:22  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hey pæ. Til hamingju með ammælið sætust. Dekraðu nú rækilega við sjálfa þig í tilefni dagsins ;) því þú átt það skilið.

07:40  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Njóttu dagsins yndislegust!!

Knúsur
Dagga

08:40  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Til hamingju með daginn :)

09:06  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

til hamignju með afmælið sætust ;D (L)

09:18  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Frábært að fá fréttir af dömunni.
innilega til hamingju með daginn sætust. vona að þú getir notið hans í tætlur og gert allt sem þig langar til að gera.

Rosalega stór afmæliskoss
Bryndís

11:13  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Aftur til hamingju með daginn og aftur takk fyrir frábæra afmælismáltíð á bestasta deginum í marga marga mánuði..svitn..svitn..

Magga massi

19:44  
Blogger Unnur Stella bullaði...

Til hamingju með gærdaginn skvís. Mitt æðislega internet virkaði ekki heima, svo ég komst ekki inn á réttum tíma til að senda kveðjuna :o(

Þetta með að halda uppi síðu á roadtrippinu ykkar og vera dugleg að uppfæra hana. Ég legg til að þú takir það að þér, þar sem (þrátt fyrir bloggleysi á stundum) þú ert langduglegust af ykkur að uppfæra heimasíðuna. Allavega lendir Ólöf aftarlega í aftasta sæti, þó Ásdís fylgi fast á hæla þinna :o)

Bestu kveðjur úr sumrinu í Áló,
Unnur Stella bumbulín og fylgifiskar

13:17  

Skrifa ummæli

<< Home