01 ágúst 2007

JeDúddaMía!

Eins og hefur berlega komið í ljós þá þjáist ég af stórkostlegri bloggleti og held ég haldi mig við þá bloggleti á meðan ég verð á Íslandinu góða.

Það voru nú langflestir sem trúðu því ekki að ég hafi tekið myndina af George Clooney hérna fyrir neðan, en believe it or not þá tók ég hana þegar við Nína stóðum uþb 5 cm fyrir framan hann stjörnudáleiddar við Hollywood Blvd.

Íslenskt sumar hefur verið frábært í alla staði og einkennst af stórgóðri skemmtun, fellihýsaútilegum og tjaldútilegum ásamt því að hitta alla yndislegu vini mína.

En núna ætla ég að skella mér til Eyja þar sem ég ætla að dansa frá mér allt vit.

Hafið það gott um verslunarmannahelgina..

LáRa