26 október 2007

Hey..

Ég er búin að kaupa mér flugmiða heim til Íslands um jólin...$463 eða 28,525 krónur! Botna ekki alveg í því af hverju þetta var svona ódýrt... ætli ég þurfi að sitja út á væng.. já eða í farangursgeymslunni.... tja ég ætla ekki að kvarta mikið :) (kem heim morguninn 14. des og fer aftur út þann 8. jan... )
Af því tilefni ákvað ég bara að kaupa mér skó í dag :) Ég meina ég græddi beisikklí alveg 15 þús krónur á þessum flugmiða þannig að af hverju ekki að skella sér á skó sem eitt sinn kostuðu $120.. en voru á útsölu á $89... þegar ég var síðan búin að borga þá kom í ljós að þeir kostuðu bara $69... djís hvað ég er búin að græða hellings mikið í dag :)
Nánast gefins.. og kom nánast út í plús í dag :)
Herlegheitin, svona svart silfur sanseraðir pæjuskór :

Boston News

Vildi nota tækifærið og óska Ingu Rut, Einari og Hönnu Björg til hamingju með litlu sætu Heklu Dögg.. hlakka til að sjá ykkur um jólin og það var gaman að heyra í ykkur í gær.
Síðan er ég orðin rosa spennt því Elva Rósa vinkona ætlar að koma til mín og heiðra mig með nærveru sinni 8.nóv - 12. nóv. Eins og hún orðaði það... þetta verður alveg eins og þegar við gistum alltaf saman í gamla daga í Eikjuvoginum.. annað hvort í 13 eða 29 :) Eigum án efa eftir að rifja upp margar skemmtilegar minningar og hlæja mikið ... Hlakka til að fá þig skvísa.
Síðan fer heldur betur að styttast í að Nína, Oddur, Elsa og Oddur Bjarki lenda hér.. en þau eru áætluð hér 21. nóv. og ætlum við að eyða Thanksgiving saman. Það verður eflaust tekinn einhver verslunarpakki... og þá er um að gera að klára jólagjafapakkann líka því ég verð í prófi og verkefnum til 12 des og síðan er planið að koma heim morguninn 14. des :)
Þetta á eftir að verða ótrúlega fljótt að líða og strax búið að plana ýmislegt sem verður brallað í jólafríinu... en segi meira frá því síðar þegar það verður komið á hreint ;)
Kveðja frá Boston
Lára

25 október 2007

GO RED SOX!

Já hér er sko alveg hellings hellingur að gera. Ég fór sem sagt á tjúttið með Rebeccu og Camillu á föstudaginn.. ætlaði ekki að drekka neitt en humpf you know me... gat varla staðið við það.. þannig að laugardagurinn fór í pínu þynnku og rólegheit en ekki massa lærdóm eins og ég ætlaði mér. En skemmti mér hins vegar konunglega með stelpunum og við ætlum aftur út næsta laugardag.

Doddi var með tónleika í Boston á sun og mán þannig að við skelltum okkur öll saman út að borða.. ég, Ásdís, Magga, Olga, Garðar, Gummi og Doddi á India Quality... fengum okkur einn öl og síðan var bara farið heim í háttinn... enda stór lærdómsdagur daginn eftir. Red Sox vann svo American League á sunnudagskvöldið eins og kom fram í fyrri færslu þannig að núna eru þeir komnir í World Series.
Prófið var síðan í gær.. og stóð ég mig svona líka rosalega vel... !
Fyrsti leikurinn í World Series var síðan í kvöld ... þannig að við ákváðum að fara nokkur saman úr bekknum að horfa á leikinn saman... fengum okkur gott að borða og horfðum svo á leikinn og skemmtum okkur konunglega enda vann Red Sox 13-1. ÉG (Ísland), Rebecca (Noregur), Anish (Indland), Gibran (Pakistan), Wittney (USA), Robert (USA), Sergei (Úkraína) og Matt (USA)... rosa fjör... svo er næsti leikur á morgun og ætlum við að hittast aftur yfir leiknum og fá okkur einn öl :)
Það var ekkert smá flott að sjá Prudential í kvöld... merktir GO SOX :)

23 október 2007

Ég er stórskrýtin..

Já.. held það barasta..
Ég er alltaf frekar stressuð fyrir próf.. Sér í lagi á dögum fram að prófdegi... Síðan á prófdeginum sjálfum þá fyrst verð ég yfirleitt voða chilluð... (fer eftir því hvort maður kann námsefnið ágætlega eða ekki)... Svo gerist það furðulega... svona tveimur tímum fyrir próf... sem er akkurat núna þegar þetta er skrifað.. þá verð ég stressuð yfir því að vera ekki stressuð!
What the fxxk?
Svona er maður skrýtinn.... en ég ætla nú samt að rúúústa þessu!

22 október 2007

BASEBALL BRJÁLUÐ BOSTON!

YEAH BABY!
Það er allt gjörsamlega að verða vitlaust hérna í Boston... 3 ungir drengir voru rétt í þessu að hlaupa fram hjá húsinu mínu með pottlok og sleif... annar stór hópur hlaupandi öskrandi eins og vitleysingar og lætin frá Fenway Park heyrðust alla leið hingað sem og lætin í öllum þyrlunum sem sveima hérna yfir... :)
Boston Red Sox urðu rétt í þessu American League meistarar og eru á leiðinni í World Series og að sjálfsögðu ætlum við að vinna það líka! Þetta var magnaður leikur og við gjöööörsamlega rústuðum þeim :) Jon vinur minn í skólanum er búinn að kenna mér svo mikið í baseball að ég er orðinn algjör sérfræðingur og finnst hrikalega gaman að fylgjast með þessu... Við Rebecca erum meira að segja strax búnar að skipuleggja að fara á einhvern sportklúbb á miðvikudagskvöldið eftir tíma og horfa á fyrsta leikinn í World Series...
Jamm ég vildi bara láta vita.. var að horfa á leikinn með öðru (báðum) á meðan ég var að læra undir prófið... :) Ætla að halda áfram...
Það eru 1200 lögreglumenn fyrir utan Fenway Park og það er allt troðið... og samt er nánast enginn farinn af vellinum því leikmennirnir eru á leiðinni aftur út á völlinn eftir kampavínsbað í búningsherberginu... Úff eins gott að maður er ekki þarna.. það verður mikið fjör þegar 30þús manns bætast við út á götu! :)
Bið að heilsa í bili, LGG

21 október 2007

ritgerð smitgerð!

Ég vildi að ég væri þeim hæfileika gædd að þegar ég les yfir eitthvað einu sinni þá myndi ég muna það um aldir alda.. orðrétt og fullkomið ;) Partur af prófinu á þriðjudaginn verður ritgerðir.. Jeiiii en hvað það er gaman að fara í svoleiðis próf :)
Krossaspurningar.. ritgerðir og svo dæmi... ég kann bara að læra fyrir dæmi :)
En by the way.. hvers konar orð er "gædd" .. mér finnst það sérlega óaðlaðandi orð!

19 október 2007

21°C úti og ég á leiðinni á tjúttið...

Allt að gerast.... á sama tíma!

Maður spyr sig, hvurs vegna er það svo að það lendir þannig að það sé allt að gerast ákveðna daga og svo nánast ekkert suma daga!
Þannig er mál með vexti að ég er að fara í 40% próf í einum kúrs á þriðjudaginn næsta! Gott og blessað með það.. er búin að vera nokkuð dugleg að læra.. en þar sem bæði er um að ræða dæmi, krossaspurningar og ritgerðarspurningar þá einhvern veginn er maður aldrei búinn að læra nógu mikið. Ég hef því nóg fyrir stafni með það eitt saman fyrir þriðjudaginn næsta. Svo ekki sé minnst á case sem ég þarf að klára fyrir tímann á mánudaginn ... og halda áfram með annað verkefni sem er í gangi alla önnina.... Já.. eins og það sé ekki nóg...
Þá eru Rebecca og Camilla, tvær norskar vinkonur mínar að reyna að draga mig á klúbb í kvöld þar sem þær ætla að dansa af sér rassgatið og það er frítt vín til miðnættis og verður fyrirpartý heima hjá Rebeccu. Svo er líka bjórkvöld hjá Íslendingafélaginu í kvöld.. Síðan eru Ásdís og Doddi að koma til Boston og eflaust verður einhver hittingur úr því... RedSox eru að spila annað kvöld og væri líka gaman að sjá þann leik... Doddi er með tónleika á sunnudagskvöld og mánudagskvöld og svo framvegis og framvegis... Núna stend ég frammi fyrir því að velja hvað ég hef tíma til að gera... Ef ég þekki mig rétt þá langar mig að vera allsstaðar! en... samviskan mín segir að ég ætti nú að vera heima að læra en ekki fara að tjútta í kvöld með stelpunum...
Svo kíki ég á mbl...
Naut: Áður en þú heldur áfram, stansaðu þá og hældu sjálfum þér fyrir hversu langt þú ert kominn. Það gefur góða orku í kvöld að leika eða hlusta á tónlist.


WTF? Hvað á ég nú að gera.... ;) OG af hverju var þetta ekki allt síðustu helgi... já eða næstu helgi!

13 október 2007

Sko...

hver neitar því að versl sé íþrótt?

Ég er amk komin með tennisolnboga af of-versli .....

Ja hérna hér..

Gerða og Arna Rán mættu á svæðið á miðvikudagskvöldið og síðan þá erum við búnar að bralla alveg heilan helling! Byrjuðum á því að skreppa í Wrentham outlet og Silver Galleria á fimmtudaginn og elduðum okkur svo gómsætan mexíkanskan mat eftir skemmtilega og minnistæða verslunarferð í Wholefoods :)

Á föstudaginn löbbuðum við svo alla Newbury Street og höfðum það kósí og fórum svo gott út að borða um kvöldið. Mikið hlegið og mikið gaman. Vorum núna að koma úr Galleria Mallinu í Cambridge og þar var AÐEINS verslað... Myndin hér að neðan sýnir ekki nema 17 poka... sem er þó aðeins brot af því sem búið er að versla síðan þær mættu á svæðið... Við erum þess vegna núna á leiðinni út í Target og Marshall´s að finna auka ferðatösku hehehe :)

Hafið það gott og við söknum allra heima...

kv. Lára, Gerða og Arna Rán.

10 október 2007

Unnur Gréta...

Elsku Unnur Gréta mín hefði orðið sextug í dag!

Þín er sárt saknað!

08 október 2007

I´m one of the 55. Are you?

Don´t even think about using spell check!!
Prófið að lesa textann hérna fyrir neðan upphátt! og athugið hvernig það gengur :) Ég var amk einn af þessum 55%. Látið mig vita hvernig ykkur gengur.
fi yuo cna raed tihs, yuo hvae a sgtrane mnid too. Cna yuo raed tihs? Olny 55 plepoe out of 100 can.
i cdnuolt blveiee taht i cluod aulaclty uesdnatnrd waht I was rdanieg. The phaonmneal pweor of the hmuan mnid, aoccdrnig to a rscheearch at Cmabrigde Uinervtisy, it dseno´t mtaetr in waht oerdr the ltteres in a wrod are, the olny iproamtnt tihng is taht the frsit and lsat ltteer be in the rghit pclae. The rset can be a taotl mses and you can sitll raed it whotuit a pboerlm. Tihs is bcuseae the huamn mnid deos not raed ervey ltetet by istlef, but the wrod as a wlohe. Azanmig huh? and yaeh .. I awlyas tghuhot slpeling was ipmorantt!
Og.. hvernig gekk ? :)

ARG

ohhh ég hata að eiga svona margar TV-seríur á DVD.... maður verður algjörlega addicted og ég hreinlega get bara ekki hætt..... á móti kemur að ég er líka pirruð yfir því að þurfa að bíða í heila viku eftir þeim þáttum sem á ég ekki á DVD...
HELP - I´m torn :) Algjört Loooooose Loooooooooose situation! Einhver ráð þarna úti ??
Annars heyrði ég í ótrúlega mörgum skemmtilegum í dag... Mamma og pabbi hringdu frá Spáni... Gerða hringdi líka og eru þær mæðgur orðnar hrikalega spenntar yfir því að vera að koma á miðvikudaginn jeiiii ég líka.... og svo talaði ég fullt við hana Nínu mína og svo hringdi hún Dagga mín... Alltaf gott að tala við góða vini... eins gott að ég sé með 1000 mín. símaplan tíhíhíhíhíh :)