27 júlí 2006

Þá er þetta að skella á :)

Jæja, þá er komin staðfest dagsetning hvenær ég legg í hann til fyrirheitna landsins! Þann 17. ágúst næstkomandi fer ég til Boston ásamt Nínu sem ætlar að vera svo elskuleg að eyða sumarfríinu sínu með mér í Ameríkunni.
Planið er þetta:

17. ágúst Brottför til Boston. Ef Guð og Icelandair lofa þá mun Guðrún fljúga með okkur út og eyða einum sólarhring með okkur í Boston. Þar ætlum við að henda farangrinum inn til Möggu og Gumma og fara á Cheesecake Factory og fá okkur eitthvað gott að borða. Einnig er planið að reyna að útvega mér gsm númeri og einu stykki bankareikningi!
18. ágúst Guðrún fer til Íslands og ég og Nína fljúgum til Orlando þar sem við ætlum að eyða 10 dögum í góðu yfirlæti í húsinu hjá Kötlu og Ásgeiri. Markmiðið er að sleikja alla sólargeislana og hafa það hrikalega gott áður en fjörið byrjar í Boston.
29. ágúst Mæting í skólann á Orientation kynningu þar sem maður kemur til með að hitta fleiri Northeastern Newbía :)
1. september Fæ íbúðina afhenta og þá hefst þrif og SHOPPING dauðans.
Þetta verður ekkert smá gaman...! Meira um þetta fjör síðar... enda lofaði ég víst að verða ógeðslega dugleg að blogga eftir að ég er komin til USA.
Í dag er 21 dagur þangað til að við förum út og það má segja að það sé búið að plana nánast hvern einasta dag þangað til.
Ég er nýkomin heim úr 3 daga sumarbústaðaferð með Skipasundsfjölskyldunni minni og í kvöld förum við aftur upp í bústað og um helgina ætlum við að ferðast til Húsavíkur og nágrennis. (Mývatn, Dettifoss, Laugar etc) Síðast en ekki síst ætlar mín að skella sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, frá fimmtudegi til mánudags...!! Haldiði að það sé :) Síðan eru Erlen Björk og Kiddi að fara að gifta sig þann 12. ágúst og þar með eru helgarnar upptaldar sem eftir eru þangað til að ég flyt út!
ÚFFFF hvenær á ég eiginlega að hitta alla sem ég þarf að hitta áður en ég fer út!!!
Tillögur óskast í comment boxið hér að neðan.

Farin að halda áfram að henda æskunni! :) (p.s. "æskan" er sem sagt drasl og dót úr herberginu mínu og kjallaranum sem ég er búin að eiga frá því að ég fæddist... tími til kominn að laga til hjá sér og henda þessu ... stal þessum frasa.. að henda æskunni frá henni Ágústu vinkonu minni)
Skál í boðinu :)

06 júlí 2006

ÆST TÖFF!

Fréttablaðið, 06. Júlí 2006 04:00

Bresk kona eftir heilablóðfall:

Talar eins og Bob Marley
Linda Walker, sextug bresk kona sem fékk heilablóðfall á dögunum, kom sjálfri sér og fjölskyldu sinni rækilega á óvart þegar hún vaknaði á spítalanum. Hún var heil á húfi, en með nýjan, erlendan talanda. Nú talar hún eins og hún sé fædd og uppalin í Kingston, Jamaíku, en stundum eins og Slóvaki eða Kanadamaður. Frá þessu var greint á vef BBC og þar segir að um sjaldgæfan kvilla sé að ræða.
"Ég hef glatað sjálfsmynd minni," segir Linda, "allir spyrja mig hvaðan ég sé og þegar ég segist vera frá Newcastle hlæja allir, fólk heldur að ég sé að ljúga."
JA MAN.. haldiði að það sé töff!
Vil endilega nota líka tækifærið og óska Írisi frænku minni innilega til hamingju með 26 ára afmælið í dag! Njóttu dagsins skvísa!

04 júlí 2006

TAHITI

OMG - fékk þá flugu í hausinn að mig langar bara að fara til Tahiti og ekkert annað! Nína var að sýna mér myndir og now nothing compares to Tahiti.....!!!!! Þeir sem vilja koma með mér.. skrái sig í kommentakerfið hér að neðan.

Læt myndirnar tala sínu máli!


Síðan vil ég bara senda ástar- og stuðningkveðjur til eiginmanns míns... Hann er staddur í Þýskalandi um þessar mundir...!! Þú rúúúústar þessu darling og þið farið alla leið!