11 desember 2007

Fiðrildi..

Lokaprófið í kvöldið, verkefnavinna á morgun og svo kynning á því um kvöldið... og svo bara búið :) Síðan ætlum við krakkarnir jafnvel að kíkja í einn bjór.
Síðan er það bara að versla smotterí.. pakka niður og skella sér til Íslands :)

10 desember 2007

wow tékkið á þessu!

07 desember 2007

Boston fréttir

Ég er búin að vera að fá athugasemdir hvort ég sé ennþá á lífi... tjah það er amk ennþá púls... og ég ætla rétt að vona að hann þrauki til 13. desember þegar ég legg af stað heim til Íslands. Það er hins vegar alveg búið að vera alveg hellings nóg að gera hérna hjá mér síðan í byrjun nóvember. Ég ákvað að skella mér í gistihúsabransann og opnaði Guesthouse Lára á dögunum. Móttökurnar voru framar væntingum og hefur verið hér stanslaus straumur síðan 8 nóvember.
Ekki slæmt það.

8.nóv - 12.nóv
Elva Rósa skellti sér í heimsókn til mín 8. nóv. Það var ótrúlega gaman að fá hana og rifja upp alla gömlu góðu dagana í Eikjuvoginum. Við náðum að gera alveg hreint heilan helling.. versla og borða góðan mat. Fengum okkur örlítið í aðra tánna og sungum aaaaayyyyyoooo spurdísígörí ble ble technology út í eitt með misgóðum árangri.. en æfingin skapar víst meistarann sagði einhver vitur maður! Takk fyrir að koma og ég hlakka til að sjá þig um jólin.
Ég skutlaði síðan Elvu Rósu út á völl þann 12 nóv. en viti menn... haldiði ekki bara að Nína Björk hafi staðið á flugvellinum bara eins og ekkert væri ... SURPRISE ;) alveg rúmri viku á undan áætlun. Vá.. ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin... var eiginlega bara orðlaus í orðsins fyllstu og sagði bara " hvað ert þú að gera hér?" Held að það hafi tekið mig heilan dag að fatta að hún væri actually hérna í Boston. Ég var obboðslega glöð að sjá hana... og líka aðallega tölvuna hennar sem hún tók með sér.. enda búin að vera tölvulaus í meira en viku og fráhvarfseinkennin farin að segja til sín.

12. nóv - 27.nóv
Þar sem mikill lærdómur var planaður þessa vikuna þá þurfti ég að vera smá niðrí skóla.. en það var bara ótrúlega gott að hafa Nínu sem þekkir Boston út og inn þannig að hún gat dúllað sér á Newbury og hér og þar. Kíktum á tjúttið með Rebeccu og Camillu og fleiri krökkum úr skólanum á Rumor á þriðjudeginum... ekkert smá gaman - dönsuðum af okkur lappirnar...
Það var einstaklega gott að fá hana Nínu mína til mín á meðan það var svona brjálað að gera í skólanum.. því Nína tók sig til og eldaði ofan í okkur svona líka þessar fínustu kræsingar dag eftir dag.. þá sérstaklega jummí íslensku kótiletturnar sem við keyptum í Wholefoods. Þú ert fyrirtaks Au-pair og þú mátt alveg setja mig á meðmælendalistann þinn :)
Fórum svo út að borða með Jóni Oddi sem býr hérna í Boston og var að vinna með Nínu á Hertz. Fórum á Haru Sushi (sem er sami staðurinn og við borðuðum á í Philadelphiu í roadtripinu) OSSSSAlega staður.. fór þangað reyndar líka með Elvu Rósu... risalega gott jummjumm.. Kíktum svo á Kings í pool.. þrusu stuð. Kíktum aðeins í mallið en höfðum það annars bara rólegt og gott þess á milli sem ég var ekki að læra niðrí skóla.

17.nóv - 22.nóv
Á föstudeginum 17. nóv vaknaði Nína aðeins á undan mér og var að tala við Bryndísi á msninu.. Bryndísi langaði svo rosalega mikið að vera hérna með okkur þannig að Nína sagði henni bara að skella sér... hún reyndar var þá orðin og sein fyrir föstudagsflugið þannig að hún skellti sér bara til okkar á laugardeginum. Elska svo skyndihugmyndir - þær eru langskemmtilegastar. Það var líka æði að fá Bryndísi út og núna held ég bara að það séu nánast flestir búnir að koma í heimsókn til mín. Auka kostur var líka sá að þá gat ég líka verið áhyggjulaus niðrí skóla og þær tvær að dunda sér saman í búðunum og svona :)
Bryndís var varla lent þegar við drifum hana út að borða með okkur, því verkfræði-Íris var í heimsókn með frænkum sínum hérna í Boston þannig að við skelltum okkur út að borða með þeim og Möggu. Ég var frekar upptekin í skólanum þennan mánudag og þriðjudag þannig að Nína sýndi Bryndísi í allar Urban búðirnar ;) ásamt góðu rölti um Boston.
Á þriðjudeginum fórum við svo tjútta með vinkonum mínum hérna í Boston og á þetta lag eftir að minna mig endalaust á þig Bryndís... Tja ef maður náði ekki bara að fá Bryndísi tipsy :) Ógeðslega gaman :)

21.nóv - 27.nóv
Elsa, Oddur og Oddur Bjarki mættu á svæðið miðvikudaginn 21. nóv. Ótrúlega gott að fá þau og þótt ótrúlegt sé þá sváfum við samtals 6 hérna í íbúðinni minni ;) Geri aðrir betur ... Það fór nú samt bara alveg ótrúlega vel um okkur. Ekki skemmdi heldur fyrir að Elsa og Oddur komu út með nýju tölvuna þannig að loksins komst ég í samband við umheiminn aftur ;) Ekki það að bloggið hafi notið góðs af því heheh ;)
Bryndís fór svo heim á fimmtudeginum - Thanksgiving - eftir gott rölt um borgina í 20 stiga hita. Eitt sem ég á aldrei eftir að geta áttað mig á eru hitastigsbreytingarnar hérna milli daga :) En þetta var kærkomið þar sem það var lokað í öllum búðum (HJÚKK loksins pása) og við gátum notið þess að labba í rólegheitunum um borgina. Bryndís fékk kalkún í hádeginu á meðan við fengum okkur eitthvað annað til að spara okkur fyrir kvöldið. Við Nína skutluðum henni út á völl og fórum svo öll saman á Four Seasons hótelið hérna í Boston og fengum rosa góða Thanksgiving máltíð.
Verslunarpásan stóð ekki lengi því við tók ein mesta geðveiki sem ég hef upplifað á minni ævi! Black Friday er dagurinn eftir Thanksgiving þar sem flestar búðir opna 6am (jafnvel á miðnætti) og eru opnar langt fram á kvöld og geðveikar útsölur í gangi. Við tók sem sagt 14 tíma verslunarferð! Jamm, engar ýkjur þar á ferð .. vorum komin út milli 8-8.30 am og vorum ekki komin heim fyrr en 11pm. Fórum fyrst í Galleria mall - síðan heim að tæma bílinn! YES seriously.. og síðan áfram í South Shore mallið og þaðan svo í Wrentham outlet. Pjúff Fjúff.. Mikið gaman og mikið hlegið.. já og mikið verslað.
Að sjálfsögðu var svo meira verslað næstu dagana enda enduðu þau með 6 fullar ferðatöskur og 2 golfkerrur á leiðinni heim! Tjah bara ööööörlítið verslað :)
Já, það er ekki annað hægt að segja en byrjunin á Guesthouse Láru hafi verið glæsileg enda stanslaus straumur af fólki. Hins vegar hefur stjórnin tekið ákvörðum um að loka tímabundið rekstrinum fram í janúar á næsta ári.. Hægt er að leggja inn pöntun hér.

Það var mjög skrýtin tilfinning að vera allt í einu bara ein í kotinu ... og það var líka bara eins og íbúðin mín hefði stækkað um alveg helling af fermetrum eftir allir fóru... það var líka búið að versla svo mikið að ég hefði hæglega getað opnað LáRA's (get it.. Macy's) .
Við tekur nú alvara lífsins enda nóg að gera og aðeins 5 dagar í að önnin klárast.
Kynningin gekk bara nokkuð vel... En það verður fínt að ljúka þessu af... svo er bara að skila marketing planinu mánudaginn 10.des, próf þriðjudaginn 11.des og kynnning á öðru verkefni 12.des. og svo bara pakka og leggja svo af stað heim 13.des. Svo er líka rosa gaman að Rebecca bókaði flug á sama degi heim og ég þannig að við verðum samferða ég fluginu heim.. ég til Íslands og hún áfram til Noregs.. verður eflaust mikið fjör.
Ég hlakka bara til að sjá ykkur öll á klakanum heima... stórefast um að ég bloggi eitthvað meira áður en ég fer heim... enda alveg KREISÍ að gera hérna!
Hafið það gott ... pís át LáRa ;)
Sérstakar kveðjur til pabba sem bíður spenntur heima eftir að ég bloggi og auðvitað til Bryndísar sem á afmæli í dag...

03 desember 2007

Það er lífsmark...

.... get ekki beðið eftir að þessi dagur verði að kvöldi kominn...

Kynningin á verkefninu mínu er í kvöld.... þannig að það er stress fiðrildi í mallakút :=)

Lofa góðu bloggi á morgun!

LáRa