30 apríl 2007

Apríl búinn !?!

Vil byrja á því að þakka fyrir afmælisgjafirnar, afmæliskveðjurnar, símtölin, myspace-kveðjurnar og msn-kveðjurnar... Þið eruð öll æði!
Afmælisdagurinn rann upp með svona líka bongó blíðu.. 30 stiga hita og glampandi sól... svo svakalegri að við sátum í skugganum á Newbury St. í afmælismatnum.
Áttum skemmtilega stund saman en síðan var arkað á bókasafnið. Enda var lært þar til miðnættis alveg frá laugardegi til þriðjudags. Massa dugleg. Kláraði svo síðasta prófið mitt á miðvikudags-kvöldið og mikið er nú ljúft að vera komin í sumarfrí ;) sér í lagi þar sem það gekk svo glimrandi vel í prófunum... þannig að núna er ég opinberlega orðinn hálfur meistari... (*öfund *öfund á Ásdísi og Dodda sem verða meistarar í maí) Hins vegar er ég alveg á því að þetta líði bara allllllllt of hratt... trúi því ekki að eftir nánast jafnlangan tíma (ef ég tek mestan part sumars frá ) sé ég bara búin ... fjúff ég er að verða gömul.
Strákarnir, vinir mínir, með mér í bekk voru líka svo yndislegir að hóa saman get-together heima hjá einum sunnudaginn fyrir afmælið mitt, þar sem hann eldaði ljúffengar kjúklingasamlokur handa okkur öllum og svo fengum við okkur nokkra bjóra og horfðum á massífan Red Sox - Yankees leik. Ég lærði nánast allar reglunar og var orðin bara hrikalega klár. Ekki skemmdi fyrir að Red Sox gerði 4 home run í röð í fyrsta skipti í sögu Red Sox.. aha.. ;)
Núna get ég kannski reynt að kenna Nínu smá í hafnarbolta svona eins og hún reyndi að kenna mér amerískan fótbolta ;)
Nína kemur eftir 3 daga og er það með ólíkindum að það sé allt í einu bara komið að því... er einmitt dugleg að gera vorhreingerninguna hérna heima áður en hún rennur í hlað. Er viss um að hún komi með eitthvað skemmtilegt með sér frá Íslandi *blikk*
Annars er bara búið að vera alveg hellings nóg að gera og þess vegna hef ég ekki komist í það að blogga fyrr. Í staðinn verðið þið bara að lesa heilan helling í hvert skipti sem ég kem mér í það að blogga... en það er bara í góðu lagi ;)
Strax eftir prófið bauð prófessorinn okkur á barinn þar sem hann borgaði fyrsta round ásamt snarli og sátum við þar fram eftir. Ég fékk sjálfsögðu hópinn til að syngja saman eitt lag í karaokee og svo söng ég eitt lag ein... go ég ;) Hrikalega skemmtilegt kvöld.
Það var síðan ekkert sofið út hér á bæ... heldur ræs ræs því Gunnar (bróðir Ólafar) og Þóra voru í bænum og skrapp ég með þeim í Wrentham Outlet. Skemmtum okkur konunglega allan daginn og ég er ekki frá því að það hafi eitthvað verið verslað.. n.b. ég verslaði ekki neitt! Skutlaði þeim svo út á South Station þar sem þau ætluðu að skreppa í tvær nætur til Ólafar og Gumma.
Föstudagurinn fór í smá letidag... vinna upp sjónvarpstapið - Idol gives back og Grey´s Anatomy... jeii það verður tvöfaldur þáttur næst af Greys ;) Skellti mér svo í Taekwon-do og svo út að borða og í bíó með Ásdísi og Möggu.
Fórum svo öll (ég - díz - doddz) í Sparring tíma í hádeginu á laugardaginn og svo í review tíma fyrir prófið.. úff 3ja tíma púl æfing þar.
Tókum síðan massíft pókerkvöld hjá Ásdísi og Dodda á laugardagskvöldið ásamt Olgu og Garðari.. hægt að segja að um langþráð pókerkvöld hafi verið að ræða.. amk hjá nokkrum okkar. Fengum okkur indian quality og spiluðum til hálftvö.. og loooksins looooksins vann ég :)
Tókum síðan Taekwon-do prófið í gær og okkur gekk öllum bara glimrandi... við Ásdís fyrir græna rönd og Doddi fyrir bláa rönd....
Jamm þið segið það... Er þetta ekki bara komið gott í bili ;)
Ætla að fara að halda áfram að taka til... bið að heilsa ykkur öllum.
LáRa
p.s. var rétt í þessu að fá email:
Congratulations!
You have passed the April Promotion test. The rank ceremony is scheduled for this evening (Monday). Please be here by 7:20pm in uniform. Jeiii.. komin með græna rönd ;)

20 apríl 2007

Boston - fréttir

Hvað segiði ...
Ætti maður ekki að nota tækifærið og blogga áður en maður verður árinu eldri... Já, fyrir ykkur sem ekki vitið, þá á skvísan afmæli á mánudaginn.... Blóm og kransar afþakkaðir en harðir sem mjúkir pakkar vel þegnir hahahahaha.

Hér hefur verið alveg hellings nóg að gera og er það kannski ástæða þessa bloggleysis..ætli maður skrifi ekki mest þegar maður hefur sem minnst að gera...pæling!

Ég byrja bara á Pulsupartýinu sem ég hélt fyrir Íslendingana mína 14.apríl sl. Ég kom út með pulsur (já ég segi pulsur) og pulsubrauð, steiktan lauk og pulsusinnep þannig að úr varð heljarinnar pulsuveisla. Eftir átið röltum við yfir til Möggu og Gumma, Hrafnkell fór í háttinn en við tók svaðalegt spilerí. Spiluðum Clue, Actionary og Trivial og má segja að stelpurnar hafi hlotið yfirburðaverðlaunin þetta kvöldið.

Brynja og Hinrik mættu svo líka til Boston um daginn og skrapp ég með þeim (+ Dís og Dodd) á Houston´s.. (hvað annað) og síðan á billiard klúbb þar sem við áttum góða kvöldstund.

Elsa, Oddur og Oddur Bjarki komu uppeftir til Boston aftur, eftir rúmar tvær vikur í Missisippi. Örlítið hafði bæst í töskurnar ;) og því var um að gera að skreppa aðeins í mallið og fylla vel í öll utanáliggjandi hólf sem og í extra töskuna sem hafði “óvart” bæst í hópinn. Við byrjuðum hins vegar á því að fara beint í stóru Wholefoods og keyptum okkur dýrindis steik og meðlæti. Það var vel þegið að fá loksins ljúffengan “Elsumat”. Þau skelltu sér síðan á Blue Man Group þar sem þau skemmtu sér konunglega.


Á meðan kláraði ég verkefnið sem átti að skila daginn eftir.
Það hefur verið nóg að gera í skólamálum enda ekki nema um 6 dagar þangað til að ég klára skólann.. fjúff komin með aðra höndina á meistarabikarinn.
Er í þessum skrifuðu orðum að leggja lokahönd á “take-home exam” sem ég á að skila eftir helgi og við tekur svo massífur próflestur fyrir lokaprófið á miðvikudaginn.
Það má einnig segja að prófveðrið sé komið... loksins eru hitatölurnar orðnar mannsæmandi og gula kvikindið orðið daglegt brauð. Sögur herma að það verði hátt í 25 stiga hiti og fínerí á sjálfan afmælisdaginn. Ekki amalegt það ;)

Síðan eru ekki nema um 13 dagar í Nínu og þá má segja að sumrið hefjist fyrir alvöru. Roadtrip skipulagningamál eru í fullum gangi og nú þegar er búið að borga bílinn og panta hótelið í Las Vegas + flugið heim frá San Francisco... Isss það verður svo gaman ;) Að sjálfsögðu verðum við með síðu þar sem við munum vera dugleg að uppdeita ykkur hvað á daga okkar mun drífa.

Vil síðan nota tækifærið og þakka honum Dodda mínum fyrir frábæra tónleika síðastliðið miðvikudagskvöld. Skemmti mér hrikalega vel í góðum félagsskap góðra vina. Ólöf mætti á svæðið frá New York og Ragga og Þorvaldur frá Íslandi. Einnig mættu Magga og Gummi, Olga og Garðar, Jóel og Abdullah og margir margir fleiri... Íslenska Mafían eins og Doddi orðaði það.

Annars vorum við Ásdís að koma úr Taekwondo sem er kannski ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að við erum að fara að taka próf næstu helgi. Þá verður reynt við græna rönd og því fylgir að maður verður að sparra... Ef ég tek af heimasíðunni þeirra þá felst Light sparring í eftirfarandi:
"These sessions are quite light, designed to increase the student’s endurance and speed without involving hard physical contact. Everyone is well padded with protective equipment, and no contact to the face is allowed."
Við sem sagt erum komnar með svaka græjur, hlífar á rist, ökkla, sköflung, hné, olnboga, úlnlið ásamt brynju og stórkostlega funky “hjálm”...
Já og það er ekki allt.. heldur vildi Mr. Kim ólmur kenna okkur basic tæknina í Sparring. Þá vildi ekki betur til en það var barna-tími í gangi, krakkar á aldrinum 4 til 10 ára og bað hann okkur Ásdísi að vera með í þeim tíma.. Það var ótrúlega skemmtileg og furðuleg upplifun en hrikalega gaman... Við Ásdís... (eða amk Ásdís) helmingi stærri en allir en samt voru þau langflest með hærra belti en við ;) But we kicked assssssssss... ekki barnanna en þið vitið heheh.

Smá "sahngdahn mahki" í restina..

..... iiiiiiii.... þessi er bara með hvítt belti :)

Boston-skvísan biður að heilsa í bili...
Gleðilegt sumar

18 apríl 2007

hRæÐiLeGt !



10 apríl 2007

Kvarr eillað gerast skilurru?

Er þetta bara ég ... eða líður tíminn bara fáranlega hratt?
  • 23 dagar í Nínu.. voru 3 mánuðir í gær... í alvöru..
  • 42 dagar í Roadtrip... OMG spennó
  • 15 dagar í að ég sé hálfnuð með mastersnámið .. scary
  • .. sem gerir það að það séu bara innan við 15 dagar í lokaprófin...meira scary
  • 8 MÁNUÐIR síðan ég flutti til USA
  • ... og ég er ennþá að fatta að ég búi í Boston... súrrealískt..
  • 13 dagar þangað til að ég á afmæli.. Jeiii Gjafir "þakkaðar"...

Best að halda áfram að læra... áður en tíminn flýgur í burtu.....

p.s. fékk gula beltið í Taekwon-do áðan ;)

06 apríl 2007

Ásta Lovísa

Ég hef fylgst lengi með síðunni hennar Ástu Lovísu og fylgst með baráttu hennar við krabbameinið. Staðan í dag er hins vegar ekki góð og bíður Ásta Lovísa eftir því að fá að komast til New York, þar sem er eitt besta krabbameinssjúkrahús í heimi. Meðferðir og lyf á Íslandi hafa ekki borið árangur og því á að athuga með að fá meðferð þar.
Þetta er ung stelpa á okkar aldri og get ég ekki ímyndað mér hvað hún er ganga í gegnum og hvernig henni líður. Ég held að minnsta kosti að peningaáhyggjur á þessari stundu séu ekki eitthvað sem hjálpa henni í veikindunum.
Það er búið að setja upp upplýsingar um styrktarreikning á síðunni hennar og skora ég á alla sem hafa aðstæður til að láta gott af sér leiða og létta undir baráttunni hjá Ástu Lovísu.
Bankaupplýsingar: 0525-14-102510 Kt:09.08.76-5469
Ég er að minnsta kosti búin að leggja mitt af mörkum og vona að sem flestir geti gert slíkt hið sama.
Hafið það gott um páskana elsku dúllurnar mínar..
LáRa

hEiMiLiSLeGt


Gott að geta bara skroppið út í Wholefoods jummmí ;)

03 apríl 2007

Sápa Sápa Sápa

hurru... það er kveikt á sjónvarpinu mínu og ég verð bara að segja það að mér finnt bara doldið ruglandi og óþægilegt að Macy og Rick úr Bold and the Beautiful séu bara allt í einu komin í aðra sápu, All my Children... Nógu mikið bull er þetta samt... Macy dáin í einni seríu... fær hærri laun í hinni... fer þangað.. deyr þar... fer annað... Ég sem hélt að þetta væri alvöru fólk og væri til í alvörunni! Er ég búin að lifa í eintómri blekkingu?
Er sem sagt Brooke ekkert skotin í Ridge... já eða Nick, já eða var það Thorne.. já eða Eric... æi þeir eru allir bræður, feðgar eða afasynir...Og greyið Taylor sem át úldna rækju og vörin stækkaði.. hvort ætlar hún að vera með Ridge, Thorne eða Nick... Djís... og elsku "fyrrverandi systkinin núverandi stjúpsystkin" Rick og Phoebe eru svo ástfangin....
Mér finnst þetta allt svo eðlilegt.....
Nei ég meina ekki það að ég sé að horfa á þetta?

02 apríl 2007

Varúð.. allt of löng dagbókarfærsla :)

I´m here I´m here !
Já.. æi þið vitið hvernig þetta er... Ég ætlaði að vera búin að blogga svo mikið fyrir svo rosalega löngu síðan að það verður alltaf erfiðara og erfiðara með hverjum deginum að koma því í verk :) Ég ætla rétt að vona það að ritstíflutímabilinu sé lokið...
Ekki það að ég hafi ekki nóg að skrifa um :) en það er önnur saga.
Þann 1. mars komu mín yndislega systir Gerða og hennar fjölskylda í heimsókn til Boston. Hentaði vel því á sama tíma byrjaði einmitt spring-breakið mitt. Eftir að ég hafði sótt þau út á völl áttum við kósí stund heima þar sem var eldaður gómsætur kjúklingaréttur a la Magga og farið snemma að sofa. Eins og sönnum Íslendingum sæmir var farið á fætur eeeeeldsnemma og á mjög svo ókristinlegum tíma miðað við þetta heimili :) En af stað skyldi halda því framundan beið okkar 12 tíma verslunarleiðangur í Wrentham outlet og Silver Galleria Mall. Markmiðið var að finna fermingardress á skvísuna hana Örnu Rán og gekk það bara ágætlega.. Get þó ekki sagt að það hafi verið það eina sem var verslað þann daginn hahahummm...
Um helgina vorum við rosalega heppin með veður og nánast peysuveður allan tímann. Við brölluðum því ýmislegt. Helst ber að nefna:
  • Skoðuðum nánast alla Boston, fótgangandi
  • New England Aquarium
  • Addi og Jón Gunnar fóru á NBA leik
  • Við stelpurnar versluðum aðeins meira..
  • Borðuðum á rosalega mörgum góðum veitingastöðum
  • Skoðuðum USS JFK skipið
  • Höfðum það hrikalega kósí

Boston vildi nú ekki leyfa þeim að fara heim til Íslands án þess að finna fyrir virkilega góðu vetrarveðri og því umbreyttist hitastigið úr +15°C yfir í feels like -25°C á mánudeginum. Við tókum því einn góðan göngutúr á Newbury Street en urðum fljótlega að gefast upp og halda heim í hlýjuna... þvílíkur kuldi...

Takk kærlega fyrir heimsóknina - hlakka til að fá ykkur næst :)

Þess ber að geta að ég er búin að búa til nýja myndasíðu! Loksins Loksins segja sumir... enda búin að búa í Boston í rúma 7 mánuði... tisss það er ekki neitt... ;) Setti inn myndir af heimsókninni ásamt nokkrum myndum úr fermingunni hennar Örnu Ránar. Er ekki ennþá búin að setja inn myndir aftur í tímann... en það kemur... á endanum :)

Myndasíðan er : http://laragudrun.myphotoalbum.com

Ef þið viljið skoða og eruð falleg og skemmtileg þá getið þið fengið aðgang að síðunni :)

-----------------------------------------------------------

Þar sem þau komu í heimsókn 1. mars til 6. mars þá ætti ég kannski svona í leiðinni að koma með fréttir hvað ég er búin að vera að bralla síðan þau fóru... svona ef ske kynni að ritstíflan myndi aftur gera vart við sig ... Allur er varinn góður og maður tryggir víst ekki eftir á :)

Hafði rosalega gaman að því að halda því leyndu fyrir Örnu Rán að ég væri að koma heim til Íslands í ferminguna enda vel þess virði þegar ég hitti hana fyrst þarna á laugardeginum.. hélt að munnurinn hennar myndi detta í gólfið :) Það var rosalega gott að koma heim til Íslands þó svo að þetta hefðu bara verið 4 nætur. Náði líka að láta Dagbjörtu missa andlitið þegar ég heimsótti hana í vinnuna á fimmtudagsmorgninum, enda vissi hún ekki betur en að ég ætti að koma heim á föstudagsmorgninum... hehe ógó gaman :) Ætla alltaf bara að koma surprise heim.. það er svo gaman.

Þó svo að ég hafi bara stoppað mjög stutt þá náði ég að gera alveg heilan helling... Fór í saumaklúbb til Guðrúnar þar sem ég hitti Guðrúnu, Ingu Rut, Vilborgu og Nínu.. Guðrún bauð upp á alllllt of girnilegar veitingar og átum við og spjölluðum heillengi um allt milli himins og jarðar. Fyndið hvað einhvern veginn það verður alltaf bara eins og maður hafi hist í gær þegar maður hittir svona góða vini.. :) Hlakka til að eiga skemmtilegt sumar með ykkur öllum.

Á föstudeginum skelltum við, ég, Nína og Henný okkur svo í leikhús að sjá Pabbinn.. rosalega skemmtilegt stykki... og fengum okkur svo ljúffffenga Eldsmiðju pizzu.... Já að sjálfsögðu fékk ég mér líka American Style daginn sem ég lenti.. hvað haldiði :) Já og aftur á sunnudeginum ef þið endilega viljið vita heheheh. Við áttum síðan miða á Sálina á Nasa og var planið að fara heim til Hennýar og skella aðeins í aðra tánna og fara svo niðrí bæ á ballið. Við gleymdum okkur aðeins í Singstar keppni og var klukkan orðin 3 áður en við vissum af... Þannig að við sungum bara aðeins lengur ;) Að sjálfsögðu rúúúúústaði ég keppninni...

Hitti svo Dagbjörtu og Bryndísi mínar á laugardeginum eftir að ég var búin að heilsa upp á Örnu Rán og co og átti svo rólegheitarkvöld með Nínu, Henný, Vilborgu og Írisi heima hjá Nínu.

Fermingardagurinn rann svo upp... Yndislega vel heppnaður dagur og ótrúlega gaman að geta hitt nánast alla stórfjölskylduna á þessu 5 daga ferðalagi mínu til Íslands. Arna Rán var ekkert smá flott og veislan og maturinn æðislegur. Fórum svo nánasta fjölskyldan heim í Bakkastaði og Arna Rán tók upp gjafirnar og áttum við smá Family quality time together :)

Ég væri nú alveg til í að fermast aftur miðað við gjafirnar allavegana... MÁ ÞAÐ? :)

---------------------------------

Það var nú líka ágætt að komast aftur til Boston og komast í þessa venjulegu rútínu... fara í leikfimi, fara í Taekwondo, drekka vatn ;) , byrja að læra aftur og allt þetta sem fylgir daglegu lífi. Elsa og Oddur komu svo á föstudaginn síðasta hingað út á leið sinni til Biloxi, Mississippi. Héldu áfram för sinni í gærmorgun og koma svo aftur við í baka leiðinni :)

Já... þetta er meira orðið svona eins og dagbókarfærsla fyrir mig... en þið sem eruð ennþá að lesa... Gott með ykkur :) Ég er allavegana búin að losa stífluna og gott betur en það... þannig að næsta færsla ætti að vera í eðlilegri lengd.

Sakna ykkar allra....

LáRA