19 september 2007

Ohhh...

.... mér finnst ógeðslega leiðinlegt að versla á netinu með ÍSLENSKU kreditkorti!
Sko þannig er mál með vexti að ég fór á tjúttið í fallegu steve madden skónum mínum og... ég.... sko veit ekki alveg en þeir líta ekki eins vel út og þegar ég fór út á þeim... Dagga og Helga eru vitni að því... veit ekki hvað gerðist en það er svo sem ekki alvarlegt.. ekki eins og New Orleans skórnir forðum daga... en ég tók þá viturlegu ákvörðun að athuga á netinu hvort það væri ekki til eins par í staðinn fyrir að eyða pening í að reyna að lappa upp á útlitið á gömlu skónum..
Jú viti menn.. Zappos baby átti fyrir mig glæsilega nýja fallega alveg eins skó þannig að ég skellti mér á svo sem eins og eitt stykki...
Allt gekk eins og í sögu þangað til ég fékk póst áðan:
Subject: Problem with your Zappos.com order.... óóh æææ
Unfortunately, because you are using an internationally issued credit card, our order system is notable to automatically verify your information. Therefore, in order to process your order we need the following information for a manual check:
* A copy of the credit card (front)
* A copy of a valid photo ID
* Two (2) valid phone numbers where you can be reached
Í fyrsta lagi þá setti ég inn shipping address og billing address og þar var tekið fram að það væri ok ef það væri sitthvort ef maður væri með international kort! GOD DAMN! Og hvað er svo með það að það þurfi tvö valid símanúmer! Ég á nú bara eitt og finnst ég nú bara tala alveg nógu mikið með eitt símanúmer.... Djís!
Svo er ekki eins og það sé auðveldast í heimi að útvega sér amerískt kreditkort! Það er svo sem alveg sama hversu mikinn pening maður ætti og hversu duglegur maður hafi verið að borga alla reikninga á réttum tíma s.l. ár.. maður þarf að vera með credit og það gott credit.. og síðan þessa fuxxing social security kennitölu!
ARG GARG! Lenti í endalausu bulli í haust líka... þegar ég var að kaupa sjónvarp og rúm og fleira og fleira og þá var gott að hafa aðgang að Doddý frænku í Ameríku já og líka hinum aðilanum sem heitir líka Doddý :)
Well.. farin að ljósrita og skanna líf mitt til að senda á zappos svo ég geti farið sæt á bjórkvöldið með íslendingunum á föstudagskvöldið!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Ég sendi þeim þetta sama og þá getur maður pantað aftur og aftur og aftur:)
Mæli með því að þú gerir eins og við með kreditkort;)

16:02  
Blogger Ásdís bullaði...

en bíddu....ertu ekki með bank of america debetkort?

17:37  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Júúúúú debit?

it that enough? for zappos?

Ólöf stal ykkur svoooo

I miss you guys :)

23:25  
Blogger Ásdís bullaði...

Já þú átt að geta notað debetkortið allsstaðar í staðinn fyrir kreditkortið. Nú geturðu aldeilis byrjað að shoppa á netinu ;)

10:33  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

Djísus kræst..

guð hjálpi mér ....

18:31  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Það er reyndar ekkert erfitt að fá kreditkort þó þú sért ekki með credit history. Hellingur af nofee stúdentakortum með lágum heimildum. En hinsvegar er kennitalan frekar flöskuhálsinn

21:40  
Blogger Lara Gudrun bullaði...

who's jóhann?

12:09  

Skrifa ummæli

<< Home