31 maí 2007

Dagur 9: Miðvikudagur 30. maí 2007

Vöknuðum kl 8.15, planið var að hittast við bílinn kl 8.45 en við vorum aðeins og sein þannig að við vorum lögð í hann rúmlega 9.30, enda langur keyrsludagur framundan.

Vð Nína fengum okkur þrusugóða beyglu á Einstein’s Bros Bagel.. á meðan þau hin fengu sér all american á Waffle House. Við keyrðum gengum gamla bæinn í Albuquerque og skoðum gamla fallega kirkju og keyrðum svo út úr bænum á Historic Route 66 beint áfram til Gallup, New Mexico.

Skelltum einni skoðanakönnun á liðið og fengum okkur snæðing og héldum síðan áfram norður upp New Mexico og skoðuðum Four Corners Monument. Þar getur maður staðið samtímis á fjórum fylkjum í einu; New Mexico, Utah, Colorado og Arizona. Við eyddum dágóðum tíma þar og tókum nokkrar sprellimyndir. Ég keypti mér gasalega fínan hring og hálsmen úr alvöru Navajo turquois steini.

Þá héldum við áfram til Moab Utah, þar sem við ætlum að gista næstu tvær nætur. Heimir, bekkjarbróðir minn úr Vogaskóla var svo sniðugur á að benda okkur á þann bæ þar sem við gætum farið í geggjaða fjórhjólaferð. Þakka ég honum kærlega fyrir það.

Moab er pínkulítill bær í Utah þar sem búa um 7000 manns. Við fengum ánægistilfinningu við að keyra inn í bæinn, hann var eitthvað svo krúttlegur og sætur og umvafinn einu fallegasta landslagi sem ég hef séð. Við rúntuðum einn hring um bæinn og tékkuðum okkur svo inn ( vorum í þetta skiptið öll saman í einu herbergi með 3 queen rúmum ). Fórum svo og fengum okkur pizzuhlaðborð á stað sem seldi svona eldbakaðar pizzur.

Við vorum öll frekar þreytt á því og tilhugsunin við að þurfa að vakna 7 morguninn eftir og fara í fjórhjólaferðina ýtti okkur snemma í bælið.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Gaman gaman greinilega í gangi hjá ykkur - búin að hugsa svo oft til þess hvað það væri gaman að vera í svona ferð.
Hlakka til að tala við þig um leið og ég kem frá Krít, þar sem að þá ættir þú nú bara að vera komin heim í tjillið :)
Knúsur og kossar
Dagga

07:17  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Nei nei nei - skál - ég hef komið til Moab.
Góða skemmtun í rallíferð ;)

Bryndís

15:26  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hej, er alltaf að hugsa til ykkar. Mikið rosalega hlítur að vera gaman hjá ykkur. Njótið þess í botn að vera á ferð og flugi. Hlakka til að hitta ykkur öll.
Villý

16:12  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hæ sæta spæta!
Ég er að fara í sólina á morgun - nú er það bara ströndin og kokteilar beibí!! Krít here I come!!
En ég lofa lofa lofa að ég verð í bandi við þig þegar ég kem heim - ég kem heim aðfararnótt 17. júní, bjalla kannski í þig smá svona þjóðhátiðarsímtal þegar ég er búin að leggja mig ;)
Njóttu síðustu daga ródtrippsins,
Knúsur
Dagga

18:16  

Skrifa ummæli

<< Home