31 maí 2007

Dagur 6: Sunnudagur 27. maí

Vöknuðum um 10 leytið og misstum þar af leiðandi af morgunmatnum þannig að við tékkuðum bara út og hófum hina æsispennandi leit af almennilegum morgunmat. Við höfðum einhvern veginn ekki lyst á einhverju amerísku sulli þannig að við enduðum á að fara í einhvern súpermarkað í Memphis sem var nú kannski ekki alveg upp á marga fiska .... en fundum á endanum brauð, túnfisksallat, ost og skinku. Höfðum því smá PickNic í bílnum og heppnaðist það bara mjög vel :)
Södd og sæl keyrðum við alla leið til Oklahoma City eða um 7 tíma akstur.
Í einu pissu- og ísstoppinu í 30°C hitanum var ég svo mikill rosalegur lúði á leiðinni út úr bílnum að einhvern veginn datt myndavélin mín úr bílnum og niðrá jörðina. Filterinn á myndavélinni minni smallaðist í þúsundmola og umgjörðin á filternum beyglaðist smá þannig að hann var eiginlega fastur á linsunni. Við náðum að hreinsa öll glerbrotin varlega af linsunni þannig að bara umgjörðin sat pikkföst. Að öðru lagi virtist linsan og myndavélin vera í góðu lagi.
Við stoppuðum því eftir einhvern tíman í Home Depot og Best Buy.. þar sem við byrjuðum á því að kaupa töng til að losa filtersumgjörðina og fórum svo í Best Buy og keyptum svona loftbursta og klút og náðum að hreinsa þetta svona rosalega vel og fínt allt saman. Átti meira að segja auka filter þannig að það blessaðist allt saman á endanum. En mikið rosalega varð ég #"$#$&/ ekki glöð þegar þetta gerðist.
Við vorum komin til Oklahoma um 10 um kvöldið. Þar sem þessa helgi var Memorial Weekend (eða ég veit ekki hvort það var út af því eða hvort þetta er alltaf svona) en þá var ekki hræða á ferli. Við vorum sársvöng og allir veitingarstaðir sem við sáum í fljótu bragði voru lokaðir. Fundum á endanum ítalskan stað sem var mjög ljúffengum með eldbakaðar pizzur, pasta og fleira gúmmilaði.
Við gistum enn og aftur á Days Inn .. það var reyndar tölva í lobbýinu en hún var handsnúin þannig að það var nánast vonlaust að blogga þar... þannig að ég fór bara að sofa um tvö leytið.
Oklahoma kveðjur

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Endalaust stuð!!
Dagga

Ps. ég er náttlega bara að hlýða og setja komment við hverja færslu ;)

09:24  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Æj elskan mín heppin að myndavélin virðist vera í lagi.
Þið hafið ekki lagt í það að fá ykkur lasagna eða?? ;) ;)
hugs hugs hugs og auðvitað líka koss.

Kveðja Bryndís

10:22  

Skrifa ummæli

<< Home