13 maí 2007

Boston fréttir...

Hæhæ, héðan er allt rosalega gott að frétta. Veðrið leikur við okkur og við erum búin að bralla alveg hellings mikið.

Loksins loksins létum við verða af því að skella okkur á Red Sox leik á Fenway Park.

Ætluðum með Ásdísi og Dodda í gær en ákváðum í staðinn að fara öll saman í dag. Sjáum svo sannarlega ekki eftir því. Fengum mögnuð sæti fyrir slikk og sólin gjörsamlega steikti okkur ;) Framan af leit ekki út fyrir að við fengjum að sjá mikið spennandi leik... staðan í byrjun 9. hrinu (síðasta hrinan) var 0 - 5 Baltimore í hag og ekki eitt home-run komið í leiknum. Nokkuð var um það að fólk stóð upp og yfirgaf völlinn en þau naga sig eflaust í handarbökin núna því lokaspretturinn var magnaður!

RedSox menn náðu svo sannarlega að snúa leiknum okkur í hag og í einni hrinu (inning) náðum þeir að breyta stöðunni úr núll-fimm í sex-fimm (sjá myndir að ofan) okkur í hag og uppskárum við því sigur í leiknum. Þvílík spenna og ég hlakka til að fara aftur á leik.

Einn skemmti sér aðeins of vel og stökk inn á völlinn en var handtekinn um leið af feitu löggunni en við skemmtum okkur hins vegar konunglega og læt ég hér fylgja nokkrar myndir af okkur úr sólinni á Fenway Park:

Eins og ég var búin að minnast á þá komu Henný og Kristján með Nínu út þann 3. maí síðastliðinn. Kristján átti afmæli 4. maí og hafði hann ekki hugmynd um að Henný ætlaði að bjóða honum út og hafði ekki grænan grun um allt plottið sem Henný og Nína voru búnar að vera að undirbúa síðan í febrúar. Enda tókst þetta frábærlega og voru þau í Boston fram á mánudagskvöld 7. maí. Við skemmtun okkur hrikalega vel og náðum að gera rosalega mikið á stuttum tíma. Það má segja að við höfum náð að fara yfir nánast alla helstu staðina í og umhverfis Boston og ekki skemmdi fyrir að við fengum alveg hrikalega gott veður allan tímann.
Henný og Kristján gistu fyrstu nóttina hérna heima og gistu síðan restina á Sheraton. Fyrsta kvöldið fór í kósíheit og afslappelsi ... tókum eitt gott Grey´s maraþon. Afmælisdagurinn rann síðan upp og var Kristján sendur í lúxus spa á Newbury street þar sem hann eyddi morgninum í nudd, andlitsbað og manicure. Á meðan röltum við skvísurnar um Newbury Street. Við fórum síðan upp í Prudential Tower og nutum útsýnisins frá veitingastaðnum Top of the Hub. Mæli hins vegar ekki með matnum þar..

...en útsýnið er magnað og því er sniðugast að fara bara þangað upp í einn drykk og borða annars staðar.

Við létum það hins vegar ekki á okkur fá og héldum áfram göngu okkar um borgina. Stoppuðum í Boston Common og löbbuðum síðan alla leið niður á Quincy Market. Fórum síðan um kvöldið í ljúffengan afmælismat á Houston´s.

Laugardeginum eyddu Henný og Kristján á Newbury Street og þar í kring. Við Nína skutluðumst í Ikea og fórum síðan í þrusu skemmtilegt útskriftarpartý til Ásdísar. Þar var fullt af fólki og gríðarleg stemmning. Enduðum svo kvöldið á að rölta á Lansdowne Street og fórum svo á klúbb sem heitir Tequila Rain og dönsuðum fram á rauða nótt... þ.e.a.s. til 2am og þá lokar allt hér í Boston ;)

Á sunnudaginn tókum við bíl og keyrðum út um allt bókstaflega. Náðum að afkasta alveg heilum helling .. svo mikið að eftir á leið okkur eins og tveir dagar hefðu liðið. Fórum síðan fínt út að borða um kvöldið á Abe & Louise á Boylston. Svo skemmtilega vildi til að Ásdís, Doddi og 2x foreldrar voru af hreinni tilviljun nánast á næsta borði. Komum svo við í Shaws á leiðinni heim og skemmtum okkur svo rosalega vel í stífri jarðaberja Mohito drykkju hérna heima.

Aðrar myndir hlutu ekki náð hjá ritskoðunarnefndinni ;)

Mánudagurinn rann upp með glampandi sól og um 30 stiga hita og því ákváðum við bara að rölta af stað og njóta dagsins úti í sólinni. Borðuðum fyrst á Cheesecake Factory og röltum svo í Boston Common og keyptum frisbí disk og spiluðum frisbí í tæpa 3 tíma.

Kristján og Henný yfirgáfu okkur svo á mánudagskvöldið .. eins og okkur Henný er einum lagið þá mátti glitta í ein, tvö tár á flugvellinum. Við söknum ykkar strax og hlökkum til að koma heim í sumar og fá almennilegt garðpartý í nýja húsinu :)

Jamm og jæja... ætli ég sé ekki búin að segja nóg í bili..

Erum búnar að eyða dögunum í garðinum, bæði í blaki og í frisbí, fara á ströndina með Ásdísi og Dodda, fara í Wrentham outlet og njóta þess að vera til. Fríða kemur í heimsókn í eina nótt á morgun á leið sinni frá Íslandi til Georgia og síðan ætlum við Nína að skella okkur upp til Canada og eyða tveimur dögum við Niagara Falls. Meira um það síðar... Hafið það ofsa gott.

Lára... og Nína :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hæ sætustu,

Voða er gaman að lesa þetta. Rifja þetta allt saman upp...
Mikið ofboðslega sakna ég ykkar. Er að fara á eftir og kaupa símkortið þannig að þið eigið eftir að heyra heilan helling í mér. Ég hugsa til ykkar stöðugt.

Ég sé það alltaf betur og betur hvað heimsóknin var yndisleg og ég á eftir að lifa lengi á þessari ferð.

Heyrumst í kvöld
Henný

05:07  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

En hrikalega gaman að heyra loksins almennilega frá ykkur. Mikið hefur verið hrikalega gaman hjá H & K og það greinilega sést á myndunum þar sem þau eru ekkert smá sæt : )
Ég tek upp símann kannski bara í dag og heyri í þér ljósið mitt - aðeins of langt síðan ég hef talað almennilega við þig. Sakna þín alveg böns!!!!
Knúsur og kossar til þín og Nínu
Dagga : )

06:48  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Hæ hæ luvs.
frábært að fá fréttir frá ykkur og meiriháttar að þið séuð að fara til Canada, væri ekkert smá til í að fara með ykkur. Gaman líka að fá að sjá myndir, alltaf gaman að sjá myndir.
Það var greinilega yfirmáta gaman hjá ykkur þegar Henný og Kristján voru, snilld hvað veðrið var gott.
En bless í bili.
koss og annar koss og svo knús

14:19  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Vinsamleg tilmæli til ykkar!

Viljiði blogga á hverjum degi. Kíki á síðuna á 2ja tíma fresti í von um að eitthvað nýtt sé komið..

Lov
Henný

12:29  

Skrifa ummæli

<< Home