Klukkan er núna 22:00 og það er 21°C úti! Við erum gjörsamlega að deyja úr hita! Báðir gluggarnir eru opnir.. við erum búnar að kaupa viftu sem við settum út í glugga til að vifta lofti inn OG kælingin er í gangi..
Ja hérna hér... Aðeins munur frá þremur gráðunum í Reykjavík.. fórum meira að segja á ströndina í gær. Ef ég verð ekki dáin úr hita á morgun þá má búast við almennilegri bloggfærslu fyrir helgi!
Steikjandi kveðjur, Lára og Nína
3 Comments:
Það er einmitt jafn heitt hjá okkur en einhverra hluta vegna þá verður ekki heitt inni hjá okkur. Ég ligg undir teppi.
Við vorum einmitt með svona í síðustu og þarsíðustu viku, fórum á ströndina og pjakkurinn í sjóinn og allt. En sem betur fer er búið að kólna aftur og byrjað að rigna. Það er einhvernvegin mun auðveldara að sitja inni og læra þegar er rigning úti, heldur en þegar er sól og yfir 20 gráður.
Hilsen frá Álaborg
Je minn eini!
En yndislegt að heyra hvað það er heitt og kósý hjá ykkur. Væri alveg til í að vera hjá ykkur núna. Ekki endilega útaf veðrinu, heldur bara almennt séð úr söknuði.
Hugsa stöðugt til ykkar.
Heyrumst um helgina. Þá verð ég búin að kaupa kortið.
Henný
Skrifa ummæli
<< Home