31 maí 2007

Dagur 5: Laugardagur 26. maí

Vöknuðum um níuleytið því palnið var að vera komin út að bílnum um 10 og leggja af stað um 10.30 yfir í Graceland. Ásdís og Doddi sváfu örlítið yfir sig og Nína vakti þau með banki kl 9.52. Við erum greinilega samt orðin rosalega sjóuð í því að gista eina nótt á stað og rumpa svo öllu draslinu aftur í bílinn á sinn stað á núll einni því við vorum lögð af stað fyrir 10.30. Allt á áætlun eins og allt hefur verið hingað til samkvæmt planinu góða :)
Keyrðum beint að Days Inn við Graceland og sáum að það var bara alveg hinum megin við götuna við Graceland. Við fórum því að hótelinu og athuguðum hvort við gætum tékkað fyrr en og eitt herbergi var til af þremur og því hentum við öllu draslinu inn í það og skunduðum svo yfir í Graceland. Þetta var mjög snyrtilegt hóteli og flott. Elvis myndir í herbergjunum og gítarsundlaug í garðinum.
Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað það var lítið af fólki var á Graceland, þannig séð. Við keyptum okkur svona Platinum Tour sem innihélt túr um Graceland mansionið, aðgang að einkaflugvélunum hans Presley, bílasafninu, After Dark safninu og margt margt fleira.
Maður var einhvern veginn búinn að ákveða þetta allt öðru vísi en þetta var hreint alveg æðislegt. Við byrjuðum á því að skoða flugvélarnar hans. Önnur var massíft stór og heitir Lisa Marie og er hún hrikalega flott. Hún var búinn öllum þægindum og það er nokkuð ljóst að Elvis hefur ekkert vantað peninginn, því meira að segja sætisbeltin voru gullhúðuð með 24 karata gulli. Það var líka frekar súrrealískt að standa bara þarna við rúmstokkin á rúminu sem hann actually svaf í. Litla flugvélin var mjög flott líka og sætin þar voru frekar seventís, gul og græn og frekar funky.
Næst fengum við okkur hádegismat á amerískri hamborgarabúllu þar sem hægt var að fá eftirlætið hans Elvis, grillaða samlokuðu með hnetusnjöri og bönunum. En við ákváðum nú bara að halda okkur við hamborgarana.
Við héldum svo för okkar áfram og fórum upp að Graceland. Tók rosalega mikið af myndum og þær segja miklu meira en 1000 orð. Þetta er mjög flott hús og mikil upplifun að hafa komið þangað. Maður mátti nánast labba um allt húsið nema efri hæðina sem var privat svæði Elvis. Hann hleypti aldrei neinum þar upp og kom alltaf niður fullklæddur og prúðbúinn til í tuskið. Þetta er ótrúlegt hús to say the least. Það var líka rosalega gaman að skoða marga af þeim búningum sem hann hefur verið í í gegnum tíðina. Í endann á túrnum sáum við síðan grafir Elvis Presley, tvíburabróður hans, foreldra hans og ömmu.
Eftir skoðunarferð um mansionið fórum við að skoða bílasafnið hans Elvis. Massífir bílar! Sjá myndasíðuna. Síðan kíktum við á After Dark safnið og sögðum það síðan gott og kvöddum Graceland með brosi á vör.
Þá var loksins komið að fyrsta chillinu í ferðinni, sem við vorum búin að hlakka til mjög lengi. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um gítarsundlaugina í garðinu á hótelinu. Lágum í sólbaði, lékum okkur í sundlauginni, fórum í kollhnísarkeppni og bombukeppni og drukkum fullt fullt af bjór. Ótrúlega gaman.
Um sexleytið komum við okkur upp úr lauginni og fórum í sturtu og í partýgallann, opnuðum bjór og blushflösku og höfðum það notalegt. Pöntuðum síðan stóran leigubíl og fórum á Texas de Brazil. Krakkarnir allir nema við Nína voru að að koma þangað í fyrsta skipti og voru hrikalega ánægð með staðinn, enda klikkaði maturinn svo sannarlega ekki. Við borðuðum nánast öll yfir okkur, humarsúpan og nautafileið stóð samt upp úr.
Þá var förinni heitið í næstu götu - Beale Street - . Þangað koma u.þ.b. fimm milljónir ferðamanna árlega og er ég hreinlega viss um að þeir hafi allir verið þarna nákvæmlega þetta kvöld. Því gatan var gjörsamlega pööööökkkkkuð! Henni svipar dálítið til Bourbon Street í New Orleans, þvílík geðveiki. Við röltum fram og til baka, Nína stökk inn og keypti inn Hurricane á Pats O´brian og síðan röltum við aðeins meir. Það var varla þverfóta fyrir fólki og allsstaðar hljómaði tónlistin. Við enduðum með að fara inn á einn bar þar sem við gátum setið úti og þar var live tónlist og alles. Sátum þar og höfðum það kósí og drukkum nokkra drykki. Gaman er að segja frá því að einn úr hljómsveitinni túraði einu sinni með Tinu Turner og svo kom dóttir Al Green og söng nokkur lög. Það fyndnasta var samt að við hliðina á staðnum var lítill turn og þegar við vorum búin að sitja dágóða stund sáum við allt í einu að það var geit, já lifandi geit, upp í turninum... Mega fyndið.. hún var amk í góðum fíling.
Fórum síðan upp á hótel og sváfum værum Elvis blundi.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus bullaði...

Oh hvað það væri gaman að vera með ykkur :)
Dagga

09:23  
Anonymous Nafnlaus bullaði...

Uss það er ekkert smá erfitt að lesa bloggin hjá þér, mann langar svo rosalega að vera með ykkur.
Þessi dagur ykkar hljómar mjög vel. Koss og koss og koss og smá knús líka með öllu saman til ykkar.

Kveðja Bryndís

10:18  

Skrifa ummæli

<< Home